Category Archives: Hugleiðingar

Reza Aslan og málsvörn fyrir fræðilegt hlutleysi 2

Ég hef verið afar hugsi yfir umræðunni um fræðimanninn Reza Aslan undanfarið. En áður en ég vind mér í hana vil ég byggja undir hugleiðingar mínar með eftirfarandi atriðum (ég biðst velvirðingar á lengdinni og afsaka það ef lesendum leiðist að ég skuli endurtaka sumt sem þeir þegar vita): Aslan (fyrir utan að vera flott […]

Af bloggi 6

Ég var á fjölmennum fundi í gær, sem haldinn var í minningu valinkunns bloggara og vinar. Þar velti Gísli Ásgeirsson því upp að bloggið hefði breyst svo mikið í seinni tíð frá því sem áður var, þegar venjulegar sögur úr hversdagslífinu – væru þær vel sagðar – gátu verið dagleg upplyfting. Þegar fólk kom hreinlega […]

Innheimta bókasafna 0

Sem fyrrum bókavörður get ég ekki orða bundist vegna fréttar þess efnis að lítil telpa í Mosfellsbæ hafi fengið aðvörun um innheimtu frá bókasafninu. Þetta er ekkert nýtt, þótt það sé sérlega viðkvæmt þessi misserin. Innheimtukerfi allra bókasafna í landsgrunninum er staðlað og sjálfvirkt og hefur verið að minnsta kosti síðan Gegnir var tekinn í […]

Enn af Árósum – og umferðarmenningu 2

Eitt það fyrsta sem fór að ergja mig þegar ég kom heim í síðustu viku er umferðarmenningin á höfuðborgarsvæðinu. Ég hef lengi haft þann draum að komið yrði á laggirnar léttlestakerfi eða metró á stór-Reykjavíkursvæðinu með miðstöð við Kringluna. Stoppin yrðu fá: Hamraborg, Garðatorg, Fjörður. Við Fjörð væri hægt að skipta yfir í lestina til […]

Áhrif kreppunnar á bókasöfnin 13

Við sem vinnum við þjónustustörf þurfum að venjast því að endurtaka okkur oft yfir daginn. Frá því við færðum afgreiðsluaðstöðuna okkar um daginn hefur annar hver lánþegi – ég ýki ekki – sagt: Hva, bara alltaf verið að breyta! Sum okkar hafa kosið að tala um hagræðingu, ég á hinn bóginn vil ekki heyra það […]

Varúð – tenglafjöld 12

Harpa Jónsdóttir, sem skrifaði svo fallega um bókina mína í hittífyrra, á enn inni þakklæti mitt. Núna hefur hún búið til skólaverkefni um Póstkort í vesturbæinn úr sömu bók – aðgengilegt á vef Námsgagnastofnunar tileinkuðum Degi íslenskrar tungu. Verð að játa að það er skrýtið að sjá sjálfan sig á svona verkefnablaði. Hafi hún enn […]

Sunnudagur 0

Ætli ég sé einn um að finnast það hálftilgangslaust að skrifa eitt aukatekið orð á þessa síðu? Eins og ég heyrði af mótmælunum í gær varð ég afar ánægður með að Íslendingar væru hættir að láta valta yfir sig. Svo varð mér ljóst að þegar fjölmiðlar segja að mótmælendur hafi grýtt þinghúsið þýðir það að […]

Ljótt er veðrið 0

Hvað getur maður svosem sagt? Jú, býsna margt. Ég á sjálfsagt eftir að hafa nóg um allt þetta að segja á næstunni, en þegar orkustöðvarnar eru fullnýttar á kvöldin og það eina sem maður hefur við rúmstokkinn til að ylja sér gegn ljótviðrinu úti er Beck’s og bókin sem ég fékk í pósti í dag […]

Vandinn við leiðinlegt fólk 2

Hvort ætli sé meira óþolandi við leiðinlegt fólk sem kann að meta góða hluti, að maður hafi minni heimtingu á að finnast það leiðinlegt vegna smekks þeirra fyrir góðum hlutum, eða hvernig góðu hlutirnir virðast missa gildi sitt í kringum það smekks þeirra vegna?

Ilmar af gullnu glasi – Montefalco Rosso 2

Vitaskuld gat ég ekki látið undir höfuð leggjast þegar sú mæta skáldkona Sigurlín Bjarney skoraði á mig að smakka vín fyrir Arnar hjá Víni og mat. Það er víst til siðs að taka fram ef maður hefur reynslu á þessu sviði og tilkynni ég því hérmeð að ég get ekki kallað sjálfan mig vínfrömuð að […]