Category Archives: Hugleiðingar

Kynslóðaskiptin 6

Nú er ég ekki mikið fyrir að láta stimpla mig sem eitt eða neitt. En þetta n-kynslóðatal þykir mér nokkuð skrýtið ef marka má Wikipediu. Á einum stað segir hún að X-kynslóðin sé fædd 1965-1982 og Y-kynslóðin 1988-2000 á einum stað, 1980-1994 á öðrum stað. Þá stendur annarsstaðar: Digital technologies began to emerge (in a […]

Hýpóþetikal 3

Aðaluppistaðan í þeirri ansi hreint ósjarmerandi fæðu sem ég lifi á er kjöt. Nauta- og lambalundir er eitthvað það albesta sem ég fæ. Ég er ekki klár á því hvernig þessum skepnum er slátrað eða hverslags tól eru notuð til að búta þær niður til að færa mér vöðva þeirra á diski, löðrandi blóðuga með […]

Telygaflensubók 5

Mér hefur loksins tekist að brugga mér marokkóte svo líkist frummyndinni. Í litla teketilinn frá mömmu set ég um fjórar alltof fullar teskeiðar af strásykri, svo set ég álíka jafnt magn af tei í síuna. Sykurinn bráðnar nær samstundis í vatnið áður en yfirborðið nær upp að síunni. Tvöfalt mall, svona í einhverjum skilningi, eins […]

Salerni og samgöngur 5

Litla kynjafræðingnum innra með mér finnst það merkingarbært að konur og bekkir til bleyjuskipta deili jafnan salernum með hreyfihömluðum. Raunar hefur mér lengi þótt þessi kynjaaðgreining á salernum vera blátt áfram fáránleg. Eða allt þar til einhver rökfræðisnillingurinn sagði mér að konu hefði verið nauðgað af útlendingum á salerni skemmtistaðar af því þar skorti aðgreiningu. […]

Seinleg athugun 2

Byssan gerir aldrei skyssan segir máltækið. Auðvitað gerði hann enga skyssu í stóra Morfísmálinu, það sem gert er að undirlögðu ráði getur varla flokkast sem mistök, þótt það sé ef til vill misráðið eftir á að hyggja. Mistök eru engin afsökun fyrir að vera hálfviti. Hitt er svo annað að ef umræðurnar á vefsíðu téðrar […]

Afmælishelgi afstaðin 5

Helgin var alveg frábær, ef ekki downright furðuleg … Þakka öllum hlutaðeigandi, ekki síst elsku vinkonum mínum í Sólheimasafni sem gáfu mér vöfflujárn í afmælisgjöf og spurðu strax áhyggjufullar hvort ég ætti nokkuð svoleiðis. Jú, nokkrir glöggir lesendur urðu þess áskynja að ég aldraðist í vikunni. Jón Örn bendir á, réttilega að eigin mati, að […]

Ef velkistu í vafa 6

Fór utan veikur, kom aftur frískur. Vaknaði veikur aftur, veikari en fyrr, sýnist stærri og stærri bitar úr nefinu fylgja með í hvert bréfsnifsi. Það er eitthvað við loftslagið hérna. Ég er veikur allan ársins hring nema rétt á meðan ég skrepp til útlanda. Ó, linið þjáningar mínar með koníaki á köldum aftni. Á Íslandi […]

Piacenza 2

Hér er stórfurðulegt að vera. Stórfurðulegt. Er á leiðinni á djammið (eða það held ég …) með Riccardo Anselmi. Það eitt og sér er eins furðulegt og það verður. Vegna samgönguörðugleika neyðist ég til að fara fyrr en áætlað var og hanga í Bergamo heilan dag að drekka caffe corretto og þykjast skrifa nýjasta kafla […]

Satie 2

Það er sammerkt með mörgum snillingum sögunnar að þeir voru ekki metnir að verðleikum tímanlega. Nú veit ég ekki hvort maðurinn spilaði svona hryllilega á píanó, en ég fullyrði að engum sem hefur hlustað á Gymnopédíur Saties myndi láta sér detta í hug að segja hann „klaufalegan þó fágaðan tekníker“. Sá sem sagði það hafði […]

Miðbærinn 0

Nú brainstorma menn ógurlega um hvað beri að gera til að hleypa lífi í Austurstræti og Lækjartorg. Ég er með hugmynd: Tekið af myndavef Ljósmyndasafns Reykjavíkur.