Category Archives: Kaffi og te

Inn aldni bóhemus 2

Ef hún amma mín hefði séð mig svona líka huggulegan og heimilislegan að prófa nýja vöfflujárnið frá vinnufélögunum, mælandi út deigið með bjórglasi. Mér fannst það liggja beint við, ef mæla þarf fimm desilítra af vatni þá er bjórglas langhentugast, og í raun alveg sjálfstæð mælieining. Á meðan þessi orð eru rituð mallar kaffið á […]

Piacenza 2

Hér er stórfurðulegt að vera. Stórfurðulegt. Er á leiðinni á djammið (eða það held ég …) með Riccardo Anselmi. Það eitt og sér er eins furðulegt og það verður. Vegna samgönguörðugleika neyðist ég til að fara fyrr en áætlað var og hanga í Bergamo heilan dag að drekka caffe corretto og þykjast skrifa nýjasta kafla […]

Fallegur dagur 3

Gott er á góðum degi að taka rúnt niður á bókasafn og krækja sér í einhver rit til að glugga í með tvöföldum espresso á einhverju útikaffihúsinu (enda dugir reykingamönnum skammt að sitja inni). Á svona degi er líka viðbúið að mörgum kunnuglegum andlitum bregði fyrir í bænum og sú óviðfelldna hundraðogeinntilfinning lætur á sér […]

Ýmiss konar tilbeiðsla 2

Sú mikla bifreið föður míns er nýkomin úr viðgerð en er alveg jafn biluð og fyrri daginn. Líklega var ég bara heppinn að komast ferða minna í gær, en í dag var ég ekki svo heppinn og mætti alltof seint í goðafræðina. Goðafræðin er annars áhugaverðasti kúrsinn, þótt ef til vill sé hann lúmskt erfiður. […]

Nótt að morgni 2

Hef legið andvaka í alla nótt eftir að ég las í Útgönguleiðum eftir Steinar Braga, en það er ekkert samhengi þar á milli þótt í fljótu bragði gæti virst fyndið að halda því fram. Mér er ómögulegt að líta það öðrum augum en svo að enn sé nótt úti, samt er ég kominn á fætur, […]

Koníak út í te … 4

Nei, ég svívirti ekki Islam (skrifaði óvart Ismal) með því að hella koníaki út í þjóðardrykk Marokkómanna. Ég hins vegar hellti því út í Earl Grey. Algjört dúndur. Annars hef ég ákveðið mig: Flug með Iceland Express til London 26. desember. Ermarsundslestin þaðan, mér er sagt hún komi við í Belgíu. Þaðan til Parísar hvar […]

Það besta 0

Að horfast í augu við morguninn með bolla í hönd meðan ketillinn sýður á hellunni. Það held ég nú. Vantaði bara að ég hefði haft rænu á að opna fyrir útvarp allra landsmanna í leiðinni, síðustu og fyrstu almennilegu útvarpsstöð landsins.

Af dögum liðnum, líðandi, komandi 4

Fallegur morgunn á fyrsta degi Bókabílsins eftir sumarfrí, og jafnframt síðasta starfsdegi mínum þar. Allra síðasti dagurinn minn á safninu á morgun. Umsókn mín um áframhaldandi starf í vetur liggur inni, en óvíst er hvar mér verður komið fyrir. Er eiginlega ekki reiðubúinn að hætta í Kringlunni, en það er víst lítið sem ég gæti […]

Þessi gaur hann ég 2

Tölti í bæinn um tvöleytið í gær eftir einfaldan Bogart og þrefaldan Robbie Dhu í klaka, þrátt fyrir fögur fyrirheit um allt annað, og hitti svo mikið af fólki að ég er ennþá með harðsperrur í handabandshönd og vörum. Hitti meðal annars fyrrum bekkjarsystur og tókst að gera tvo fylgisveina hennar afar afbrýðisama með kossákinnaflensi […]

Föstudagsmorgunn – hljómar eins og þversögn 0

Klukkan er kortér yfir ellefu og ég á ekki að mæta til vinnu fyrr en klukkan eitt, á móti kemur að ég vinn til lokunar. Veðrið er gott fyrir þá sem ætla að vera inni, ekki nærri eins hryssingslegt eins og á mánudagskvöldið en talsvert meira rok. Gerði tilraun og lagaði tvo og hálfan bolla […]