Category Archives: Kaffi og te

Á síðdegi morgundags nætur dauðans 4

Segja má að ferli lógaritmískrar stigmögnunar á fjölda kaffibolla sem þarf til að halda mér vakandi hvern klukkutíma sem bætist við daginn hafi náð hámarki sínu með tilliti til lögmálsins um minnkandi afrakstur, líkt og hröðun steins sem kastað er þráðbeint upp fer minnkandi uns hún er engin og verður loks neikvæð. Fyrir næsta klukkutíma […]

Verkefni og kaffi 6

Eftir að hafa spurt mig hvort ég gerði mér grein fyrir því að það væri ekki BA-verkefni, sagði leiðbeinandinn mér að stytta ritgerðina mína um 10 blaðsíður. Ég spurði hann hvað honum þætti um það að ég minnkaði einfaldlega leturstærðina. Held hann hafi átt við róttækari breytingar. Með tilfærslum á texta og leturgerðarbreytingu einum og […]

Vorjafndægur 0

Á sömu blaðsíðu Fréttablaðsins í dag og Jón Baldvin segist ætla að láta pólitíska endurkoma sína ráðast af eftirspurn, segir Ólafur Ragnar að búa þurfi öldruðum áhyggjulaust ævikvöld. Það er fyndið. Í dag eru vorjafndægur. Á slíkum degi er gott að taka strætó niður í Grófarhús til að ítreka umsókn sína til Borgarbókasafnsins en komast […]

Samtal við Thorberg 0

Rétt í þessu fékk ég símhringingu frá myndlistarmanninum Bergi Thorberg, raunar ekki í sambandi við listirnar, heldur vegna tryggingar sem ég eitt sinn var skráður fyrir en ég hef sagt upp. Það er skemmtileg tilviljun því í nóvember 2004 hélt hann ljóðasamkeppni sem ég tók þátt í. Átti að yrkja um málverk eftir hann sem […]

Mánudagar til … 0

Fréttablaðinu láðist að geta þess hvern Guðrún leiðir í Kópavoginum. Þvílíkt ábyrgðarleysi. Stundum kemur það fyrir að ég tali við menn sem telja minnihlutann í órétti vegna þess einfaldlega að hann er í minnihluta. Í minni bók skulu allir sitja að sama borði hvort sem þeir eru í minnihluta eður ei. Það er samt fólk. […]

Gerviþreyta 0

Mér líður eins og ég hafi ekki sofið í marga daga. Það er ekki öldungis rétt, ég hef lítið gert annað undanfarið. Ég hef greinilega ekki fengið nema ráðlagðan hámarksdagskammt af kaffi í dag, skömm sé að því, fyrst innistæðulaus þreyta sækir að mér eins og skrattinn á hæla Sæmundi. Sólarhringurinn er of stuttur manni […]

Framhald af síðustu færslu Slökkt á athugasemdum við Framhald af síðustu færslu

Er kaffi kannski aðeins ein tegund af tei? Hvers vegna trúir fólk fremur á heilunarmátt tes en kaffis við hálsbólgu? Allt þetta og meira til í nýjustu bók okkar Páls Skúlasonar, „Pælingar 8, um frumspeki kaffis“.

Svona löguðu velti ég fyrir mér 6

Minnkar nýtni kaffis í öfugu hlutfalli við hversu mikið af því er notað í senn? Dæmi: Fæ ég jafnbragðsterkt kaffi ef ég helli upp á sjö bolla í sömu hlutföllum (ein skeið á bolla) og ef ég helli upp á þrjá, eða virkar hér sama lögmál eins og um minnkandi afrakstur, að þeim mun meira […]