Category Archives: Kreppan

Stephen King er hetjan mín 0

Við vitum öll hvað í vændum er þótt enginn vilji horfast í augu við það. Fólk lýgur að sjálfu sér, leiðir hið óhjákvæmilega hjá sér, segir við sjálft sig að þetta muni fjandakornið aldrei verða – við sjálft sig, vegna þess að það vogar sér ekki einu sinni að impra á því við aðra manneskju. […]

Hugleiðingar um úrslitin 2

Ég ber mikla virðingu fyrir þeirri prinsípskoðun að Íslendingum beri yfirhöfuð ekki að greiða skuldir einkafyrirtækja (þó er deilt um hvort það sé tilfellið hér), og var sjálfur þeirrar skoðunar fyrst eftir hrun. Afstaða mín breyttist síðar og þá fyrst og fremst af pragmatískum ástæðum – auðvitað á almenningur ekki að borga skuldir einkafyrirtækja, en […]

Rannsóknarskýrslan er fullnægjandi – til síns brúks 4

Ætli það hafi ekki komið fleirum að óvörum en mér hversu vönduð skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis er. Líklega bjuggust fáir við hversu afgerandi hún í raun er. Störf nefndarinnar eru eiginleg andstæða alls þess sem lýst er í skýrslunni. Stjórnsýslan einkenndist af fábjánahætti og innviðir bankanna voru hriplekir og stoðirnar fúnar – þá undanskil ég ábyrgðarleysi […]

TOEFL-próf 3

Einsog lesendum Bloggsins um veginn ætti að vera kunnugt er ég á leiðinni til Árósa í framhaldsnám næsta haust. Umsókn um háskólavist erlendis fylgir einsog við mátti búast óhemjumikið pappírsflóð sem þarf tiltekið marga hornrétta stimpla ofaná undirskriftir kontórmeistara og handhafa réttra prókúra auk ýmissra annarra skilyrða og formsatriða sem uppfylla þarf. Eitt af þessum […]

Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar 7

Ég var búinn að lofa sjálfum mér því að ég myndi ekki blogga um þetta Icesavemál en nú þegar niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar liggur fyrir og einsýnt er að hver og einn ætlar að túlka hana sér í hag get ég ekki á mér setið að koma þeim skilaboðum á framfæri að öll hafa þau rangt fyrir […]

Hin hryllilega skattagleði 3

Lágmarksframfærsla sveitarfélaga eru 115 þúsund krónur á mánuði. Hún er veitt þeim sem ekki hafa rétt á atvinnuleysisbótum. Um 4600 íbúar Reykjavíkur þiggja framfærslu til að lifa af út mánuðinn og gætu ekki verið án. Þessa framfærslu vill meirihlutinn í Reykjavík skerða, enda bara enn einn liðurinn í áætlun Hönnu Birnu borgarstjóra um að hækka […]

Laugardagsvakt 1

Laugardagsvaktir eru hressandi, en þá kemst maður ekki á mótmæli. Ég treysti því að þið látið þau heyra það fyrir mína hönd.

Næsta skref 2

Viljið þið breytingar? Þá er svarsins að leita hjá fjölmiðlum. Þetta er afskaplega einfalt: Næst þegar ráðamenn boða til blaðamannafundar, ekki mæta. Fólk sem hefur ekki umboð til að stjórna landinu getur boðað til allra þeirra blaðamannafunda sem þeim sýnist, en það þýðir ekki að nokkur þurfi að mæta, eða að það verði tekið alvarlega. […]

Nei, kommon! 0

Á ég að trúa því að þetta bréf sé ekki uppspuni? Hvaða auli sem er getur búið svona til, og þetta er nú einum of. Mér er svo mikið um að ég næ varla andanum. Ef þetta er satt, hverslags eiginlega andskotans viðrini eru þessir menn þá!

Háðung? 2

Nennir einhver að leiðrétta þennan mann? Mig skortir þrótt til að útskýra fyrir honum hvernig lýðræði á að ganga fyrir sig. Nema hann sé bara svona stoltur af því að búa í landi þar sem Flokkurinn ræður lögum og lofum.