Hæfileikar?

Klukkan átta í kvöld mun ég flytja fyrsta hluta af þremur í ókláraðri rómönsu minni á hæfileikakeppni skólans. Það er ekki laust við að ég sé þegar orðinn stressaður. Ég er ekki beinlínis vanur því að spila fyrir framan fólk.

Uppfært klukkan 5:14 eh:
Fyrri hluta upphitunar lokið. Ég fór nefnilega það fram úr eigin getu við samningu þessa lags að ég þarf að hita upp á mér fingurna áður en ég get spilað það almennilega, og það getur tekið mislangan tíma. Þetta ætlar að verða einn þeirra daga sem krefjast langrar upphitunar.

Uppfært klukkan 5:54 eh:
Seinni hluta upphitunar lokið. Ég hef enn ekki náð fullkominni fingraleikni, en það kemur vonandi undir pressu. Senn held ég af stað í soundcheck.

Uppfært klukkan 10:45 eh:
Hlaut annað sæti. Ekki ástæða til neins annars en vera ánægður með það.