Það er við hæfi á þessum degi, þegar ríkisvaldið vill halda að okkur minningu manns sem var negldur upp fyrir heldur litlar sakir fyrir tæpum tvöþúsund árum, að fjalla um eina trúarlega gripinn sem ég á. Sumarið 2003 var ég staddur á Krít í hálfgerðu reiðuleysi, vissi ekki alveg hvernig ég átti að hegða mér […]
Categories: Ferðalög,Minningarbrot
- Published:
- 30. mars, 2018 – 14:45
- Author:
- By Arngrímur Vídalín
Í gær bloggaði ég um hryllingssögur Jóhannesar Friðlaugssonar af hvítabjörnum sem gengu á land í Þingeyjarsýslum. Sagan sem ég nefndi sérstaklega er fundin og hún er mikið óhugnanlegri en mig minnti. Kannski engin furða þótt ég yrði hræddur við að fá svona skepnu heim til mín: Allmörgum árum seinna fluttu þangað önnur hjón með tvo […]
Categories: Bækur / Bókmenntir,Minningarbrot
- Published:
- 12. janúar, 2016 – 17:26
- Author:
- By Arngrímur Vídalín
Ég furða mig stundum á því sem ég las sem barn þótt mér hafi þótt fátt eðlilegra þá en að ég hefði áhuga á því sem ég hafði áhuga á. Í dag tókum við pabbi loksins í gegn geymsluna hennar mömmu sem við í sameiningu lögðum í rúst á 25 ára löngu tímabili, en kannski […]
Categories: Bækur / Bókmenntir,Minningarbrot
- Published:
- 12. janúar, 2016 – 00:33
- Author:
- By Arngrímur Vídalín
Í gær urðu ákveðin tímamót, sem mér síðan fipaðist við að koma í orð þess heldur sem tilefnið var meira. Ég ætla að gera aðra atlögu að því hér. Haustið 2000 fylktu spenntir nýnemar í Menntaskólanum í Reykjavík liði úr skólasetningu í dómkirkjunni og dreifðust á stofur í hinum ýmsu byggingum skólans. Á stofu C-101 […]
Categories: Minningarbrot,Úr daglega lífinu
- Published:
- 27. júlí, 2014 – 18:59
- Author:
- By Arngrímur Vídalín
Þetta er ekki minning sem ég á, heldur saga sem ég heyrði snemma af sjálfum mér. Þegar ég var lítill karl einsog það heitir á Akureyri, tveggja eða þriggja ára, hafði ég dálæti á loðhúfu ömmu minnar. Ég hélt nefnilega að hún væri köttur. Kettir hafa ætíð verið uppáhaldsdýrin mín, og einsog kettir var loðhúfan […]
Categories: Minningarbrot
- Published:
- 27. október, 2013 – 21:05
- Author:
- By Arngrímur Vídalín
Sum augnablik gleymast aldrei. Allir kannast við að heyra sjálfa sig á segulbandi í fyrsta skipti, en öllu verra getur verið að sjá sjálfan sig í sjónvarpi. Ég var í sjöunda bekk þegar sá afleiti sjónvarpsþáttur Pílan hóf stutta göngu sína (í minningunni var það bara þessi eini þáttur). Þetta var spurningakeppni milli grunnskóla og […]
Categories: Minningarbrot
- Published:
- 25. október, 2013 – 15:23
- Author:
- By Arngrímur Vídalín
Ég er minntur á veturinn í fimmta bekk þegar við Arnar vinur minn gengum að því er virðist hvern saman heim, stundum til mín en oftar til hans. Það er alltaf mesti vetrarveturinn í minningunni. Við dóluðum okkur á leiðinni, lékum okkur í snjónum, og þegar heim var komið settum við ketilinn á helluna og […]
Categories: Minningarbrot
- Published:
- 8. október, 2013 – 08:13
- Author:
- By Arngrímur Vídalín
Þegar ég var á fjórða ári og pabbi sótti mig til ömmu á maríunni í aftakaveðri. Félagar hans í löggunni skiluðu okkur út sennilega á horninu á Skeiðarvogi og Gnoðarvogi, þar sem við bjuggum, en þaðan er smáspotti að dyrunum. Ég átti bágt með veðrið og veðurofsinn hafði fljótt af mér paprikuskrúfupokann minn (af tegund […]
Categories: Minningarbrot
- Published:
- 6. október, 2013 – 20:59
- Author:
- By Arngrímur Vídalín
Ég á minningu, sennilega úr 5. bekk grunnskóla. Við fórum strax í fyrsta tíma úr skólanum með Fimmunni (nú gengur enginn strætó framhjá Laugarnesskóla) og „niður í bæ“. Ég kannaðist aðeins við mig, þarna var Þjóðminjasafnið dálítinn spotta frá. Nema nú gengum við niður bratta brekku sem ég hafði aldrei fyrr farið; í töluverðum snjóþunga, […]
Categories: Minningarbrot,Pólitík,Úr daglega lífinu
- Published:
- 10. september, 2013 – 08:57
- Author:
- By Arngrímur Vídalín
Sumum hlutum gleymir maður aldrei, nema um stundarsakir. Eða öllu heldur rifjast þeir ekki upp fyrir manni nema endrum og sinnum, einu sinni á ári eða á nokkurra fresti; eða yfirhöfuð alls ekki nema eitthvað minni mann sérstaklega á þá. Ég er þegar búinn að gleyma því hvað rifjaði upp fyrir mér eftirfarandi sögu, en […]
Categories: Minningarbrot
- Published:
- 22. janúar, 2013 – 09:00
- Author:
- By Arngrímur Vídalín