Category Archives: Myndir af Laugarneshverfi

Kristján í Litlu flugunni 0

Mér krossbrá við fyrirsögnina „KK látinn“ en mundi þá skyndilega eftir þeim eldri, það er að segja úr Litlu flugunni við Laugarnesveg. Ég vissi ekki að það væri sami maður, hvað þá að hann hefði stofnað Verðlistann við Laugalæk – sem ennþá er starfræktur samkvæmt minni bestu vitneskju. Einhver allra síðasta leif um þá tíma […]

Myndir af Laugarneshverfi 1992-1993 3

Fyrsta september 1992 mætti ég á fyrsta skóladegi, öllum að óvörum, í kennslustofu 3.S. Fyrstu vikurnar þar einkenndust af þeirri tilfinningu að ég ætti ekki heima þar. Enda þótt ég vissi upp á hár hver væntanleg bekkjarsystkin mín voru, þá hafði ég ekki haft nein raunveruleg kynni af nema litlum hluta þeirra, sér í lagi […]

Myndir af Laugarneshverfi 1991-1992 4

Greinilega er sumarið komið í Laugarnesið, í sextánda skiptið síðan ég fluttist hingað. Táningarnir komnir með föst stæði framan við hverfissjoppuna, allt brjálað að gera í versluninni, allir íbúar virðast sammála um að nú sé tíminn til að grilla. Bílar standa með allar dyr opnar, fólk liggur hálft inni í þeim og bisar við að […]

Myndir af Laugarneshverfi 1990-1991 12

Ég fór skyndilega að velta fyrir mér, eftir að ég las þessa færslu hjá Hjördísi, að ég hef búið í Laugarneshverfinu í að verða sextán ár. Þaráður bjuggum við í Gnoðarvogi 38, í eitthvað um fjögur til fimm ár í heildina. Af tveimur síðustu árunum sem við bjuggum þar eyddum við einu og hálfu á […]