Category Archives: Náttúran

Eiturkoppar #2 0

Köngulóaparið hefur getið af sér pínulitla krúttikönguló sem kúrir nú í sturtuhorninu sem stóra parið dvaldist áður í. Stóra parið hefur hinsvegar flutt yfir klósettið og fylgist með öllum vessum sem ég læt frá mér þá leiðina. Af öðru dýralífi hér, enda er ég svolítið skotinn í dýralífi almennt, má nefna héra sem ég sá […]

Eiturkoppar 0

Ég átta mig ekki nákvæmlega á ævintýrum eiturkoppanna í sturtunni minni, en mér virðast þeir jafnan vera tveir á kvöldin. Þegar ég fer í sturtu á morgnana er hinsvegar aðeins einn sem fylgist með milli þess sem hann étur úr netinu sínu. Þeir líta nokkurnveginn svipað út og þessi á myndinni. Í dag eru báðir […]

Ó, dagur! 2

Afar fallegur dagur. Ég fór út í miðdegissólina og gekk mér til heilsu og yndisauka meðfram tjörninni, gegnum Hljómskálagarðinn þar sem heilsað var upp á Jónas og hugsað um engil með rauðan skúf. Þaðan upp í Þingholt þar sem ferðinni lauk á Café Babalú. Góð og kyrrlát stemning hvert sem farið var, litirnir alveg dásamlegir. […]

Myrkvun Höfuðborgarsvæðisins 0

Vegna skipulagsklúðurs við að verða mér úti um bifreið komst ég ekki lengra en upp í Öskjuhlíð til að njóta myrkursins. Vafalaust hefði ég heldur átt að taka einn göngutúr um Vesturbæinn, þannig hefði ég notið þess betur. Líður þá og bíður uns rafmagnslaust verður í Vesturbænum. Þá er ég þotinn út með hatt minn […]

Stjörnuvals 2

Já, og ekki láta ykkur bregða klukkan tíu í kvöld þegar öll ljós verða slökkt í Reykjavík. Loksins verður sá draumur að veruleika og ég þakka framtakið. Ég ætla að finna mér einhvern góðan grasi gróinn stað til að leggjast á bakið, finna til smæðar minnar og velta vöngum. En fyrst og fremst njóta þess […]