Category Archives: Þjóðsögur

Say. No. More. 7

… Thór rode in a chariot drawn by goats. In the Húsdrápa (str. 3) he was called hafra njótr (user of goats), and in the Hymiskviða (str. 31) he is the hafra dróttinn (lord of goats). – E. O. G. Turville-Petre, Myth and Religion of the North.

Atlantis 5

Ekki man ég hver þrætti fyrir tilvist Atlantis við mig um daginn, en hér stendur mín meining nokkuð svört á hvítu. Það er einfaldlega svo að flestir fræðimenn eru sammála um að fyrirbærið hafi verið symbólískur uppspuni Platóns, og jafnframt er það sú skýring sem er haldbærust miðað við heimildir. Að ógleymdu því að flest […]

Finngálkn 6

En fyrir austan Bálagarðssíðu átti Þorkell að sækja þeim vatn eitt kveld. Þá mætti hann finngálkni og varðist því lengi en svo lauk með þeim að hann drap finngálknið. Finngálknin leynast víðar en í Njálu. Hér ber að líta skepnu sem kalla mætti hálfgerða krúttútgáfu af höfuðfinngálkni Persa, Mantichora.

Gamla góða 3

Fyrir fjórum árum las ég Snorra-Eddu í fyrsta skipti. Þá fannst mér fyndið að Heimdallur gæti séð hundrað rasta jafnt á nóttu sem degi.

Njólubaugur 0

Njólubaug bar við himin undan mánaskini rétt í þessu. Engin þökk sé Vísindavefnum fyrir að geta ekki svarað því til hvort njólubaugar séu möguleg fyrirbæri í náttúrunni. Þeir eru það, hef ég nú fyrir satt. Sá sem ég sá leit út eins og sá á myndinni við færsluna. Mig hins vegar dauðlangar að sjá svona.

Fróðleiksleit 1

Mér finnst dálítið gaman að því hversu margir enda á mínum síðum viku hverja í leit að fróðleik um norræna goðafræði og önnur sambærileg fræði. Leit að Snorra-Eddu glósum og fróðleik um Tristranskvæði hafa verið sér í lagi áberandi upp á síðkastið (flestir leita raunar að Tristanskvæði). Einhvern tíma vísaði ég jú á haldbærar glósur […]

Þjóðsagnaskepna dagsins 3

Þjóðsagnaskepna dagsins er gólem (jidd. Gojlem). Gólem er kallaður fram úr dauðu efni og er notaður til þarfaverka þess sem ákallar. Elstu sögur af gólem eru frá tíma frumjúdaisma. Samkvæmt Wikipedia er Adam sagður í Talmúdnum hafa verið skapaður sem gólem, og líkt og Adam (en nafn hans þýðir rauður leir) séu allir gólemar gerðir […]

Hamskiptingar og kynjadýr önnur 0

Ok litlu síðar tók hún sótt ok fæddi sveinbarn, þó nokkut með undarligum hætti. Þat var maðr upp, en elgr niðr frá nafla. Hann er nefndr Elg-Fróði. Annarr sveinn kemr þar til ok er kallaðr Þórir. Hundsfætr váru á honum frá rist ok því var hann kallaðr Þórir hundsfótr. Hann var maðr fríðastr sýnum fyrir […]

Píramídi 0

Mér finnst þjóðsagan skemmtilegri en vissan.

Tristram og Ísold 4

31. Runnu upp af leiðum þeirra lundar tveir. Upp af miðri kirkjunni mætast þeir. – Þeim var ekki skapað nema að skilja. úr Tristranskvæði. Klassískur rómans og afskaplega fallegt kvæði. Hinsvegar má deila um hvort sýn Salvadors Dalí hafi verið sérstaklega rómantísk eða falleg. Raunar má deila um hvort nokkuð af því sem hann gerði […]