Category Archives: Íslenska

Paurildi og porriró 2

Það er fasta orðasamband dagsins. Ég tók eftir þegar ég gúglaði því að Nína bloggaði eitt sinn undir slóðinni paurildi.blogspot.com. Ef einhver getur fundið út merkingu þessa orðasambands má viðkomandi senda mér línu.

Af gildishleðslu 16

Ég ætla ekki að lesa þessa bók:

Af sperðlingum og moggabloggi 9

Mér finnst ég alstaðar vera að rekast á umræður um pylsur/pulsur. Málið er mjög einfalt, sbr. Pylsa er upprunalegur ritháttur, en /pilsa/ er unglegur framburður. Hefðarinnar vegna er því tækast að skrifa pylsa en segja pulsa. ~ Annars mæli ég með moggabloggsíu Konráðs. Hún er einföld í uppsetningu og forðar notendum frá heilatæringu af völdum […]

Orð dagsins 2

Er rosmhvalur, í tilefni af þessari frétt. Forliðurinn rosm á sér hliðstæður bæði í nýnorsku (rossmal/rossmar) og gamalli dönsku (rosmer), og rekur ættir aftur til fornháþýska orðsins ros(a)mo, sem merkir ‘rauður eða rauðbrúnn litur’ samkvæmt Orðsifjabók Ásgeirs Blöndal, og vísar því til litar rostungsins. Forliðurinn rost í því orði er kominn úr norsku og ber […]

Húrra! 1

Það sdnjóar! Skemmtilegt viðr þar. Vel kann Kristján Árnason að halda manni við efnið, hjá honum enda allir kaflar eins og í spennusögu: „Ekki er til neitt *miðj, *viðr eða sigr*. Hér eru því greinilega ekki öll kurl komin til grafar [framhald í næsta kafla!!!].“

Hljóð 0

Hið fyrsta sem ég gerði þegar ég vaknaði var að þrífa Hljóð eftir Kristján Árnason (ég sef með hana núorðið) og halda áfram að lesa, aðeins mínútu eftir mig hafði dreymt að ég hefði reynt að sýna dreifingu allra íslenskra hljóðana í einni umskiptaröð með hjálp tölvutækni morgundagsins. Það mistókst. Vonandi gengur prófið betur. Svona […]

Palato-alveolar affricate 0

Spáð hefur verið stormi í kvöld, eins og algengt er orðið hérlendis. Eins gott að þurfa ekki að sofa í tsjaldi í nótt, djengz. Nei, þá er skárra að sitja í hlýjunni og lesa sér til um tanngómmælt hálflokhljóð á kajanum, tsjiggidítsje. Annars er mar alveg að tsjúllast áissu tsjellíngaleysi.

Keppni! 20

Hvernig ætli almennt viðhorf til íslensks máls væri ef BA-nám í greininni yrði fært inn í aðalnámsskrá … væri hægt að ímynda sér heila þjóð íslenskufræðinga? Annars lýsi ég hérmeð eftir klúrum, íslenskulegum myndlíkingum á formi pikköplína. Dæmi til viðmiðunar: „Hæ, ég er að rannsaka hvort stunur geti verið fónem undir vissum kringumstæðum. Viltu taka […]

Úr heimi fræðanna 2

Einhversstaðar heyrði ég náunga gagnrýna Stafsetningarorðabókina nýju fyrir að vera ómögulegt fræðirit vegna fúsks og fabúleringa ritstjórnar. En gleymdi því að fúskið er kannski sök sér þar sem orðabækur teljast ekki til fræðirita. Síðastliðinn föstudag var ég svo staddur á hugvísindaþingi uppi í Háskóla og hlustaði á málfræðing fara mikinn í síterun á rannsóknarskýrslu sinni. […]

Vinsamleg tilmæli 1