Category Archives: Íslenska

Málfarið 6

Hátt uppi í háum skóla sat ég með háan kaffibolla í tíma þar sem ræddar voru háleitar hugmyndir um setningarliði og orðaröð. Í akademísku hléi brá ég mér útfyrir í stundarandakt með jafnvel hærri kaffibolla en áður og kveikti mér í sígarettu. Varð mér þá litið á skilti frá Íslenskum aðalverktökum, hverra gröfur og brjálsemdarmaskínur […]

Danbránismi 2

„Niðurstöður eiga að koma í inngangi! Fræðilegar ritgerðir eru ekki sakamálasögur með spennandi twisti í endann sem skilur menn eftir agndofa.“ -Jóhannes Gísli Jónsson, kennari í aðferðum. Orð dagsins er mérun. Hjálpi mér, snilldin!

Bloggað úr vinnunni 0

Sem ég buðlast við að falla ekki í öngvit í gegndarlausri baráttu við hita og ógleði mæti ég í skóla og vinnu og þykist vera hress. Svitna viðstöðulaust í lófum og í andliti. Það veit ekki á gott. Stend greinilega styrkum fótum í inngangskúrsinum að málfræði hjá henni Siggu Sig. Hef verið að fá góðar […]

Sprúðlandi 4

Í bókinni Rokland eftir Hallgrím Helgason má finna svartan og sprúðlandi húmorinn úr 101 Reykjavík, ef marka má bókarkápu. Sprúðlandi? Af öllum þeim orðabókum sem ég fletti upp í, þ.m.t. Íslenskri orðabók og orðabanka Íslenskrar málstöðvar, fann ég þessa orðmynd aðeins í lýsingarhætti nútíðar sagnorðsins sprúðla í Orðabók Háskólans. En enga merkingu eða dæmi um […]

Vilt þig endurnýjaði bókum? 0

Sv0 það sé alveg á hreinu, þá er það ekki hluti af starfi bókavarðarins að endurnýja bókum þegar fólk fer erlendis. Það virðast fáir gera sér grein fyrir því að bókavörðurinn vinnur eftir ákveðnum föllum og kommon sensi.

Nægur tími 0

Breska ríkisútvarpið (BBC) hefur ákveðið að hætta framleiðslu á tónlistarþættinum Top of the Pops eftir 42 ár. -Mbl.is Nú jæa, þá hef ég altént 42 ár til að horfa á það eðla prógram.

Hamskiptingar og kynjadýr önnur 0

Ok litlu síðar tók hún sótt ok fæddi sveinbarn, þó nokkut með undarligum hætti. Þat var maðr upp, en elgr niðr frá nafla. Hann er nefndr Elg-Fróði. Annarr sveinn kemr þar til ok er kallaðr Þórir. Hundsfætr váru á honum frá rist ok því var hann kallaðr Þórir hundsfótr. Hann var maðr fríðastr sýnum fyrir […]

Tveir pistlar 8

Þessi pistill er bæði lélegur og gjörsamlega tilgangslaus. Hann er samt fyndinn. Allar vangaveltur um hvernig það hefði nú verið hefði þessi eða hinn lifað lengur eru nefnilega í eðli sínu bæði lélegar og tilgangslausar, og enda þótt það geti verið fyndið að agnúast út í slíkar hugleiðingar er það alveg jafn lélegt og tilgangslaust, […]

Möguleikar 2

Það er afar skrítið að standa skyndilega uppi með sýn til allra handa eftir ævilanga ferð eftir beinu brautinni, sjá alla möguleikana kringum sig og hvað gæti orðið. Þá veltir maður upp steinum allra þeirra mögulegu leiða sem maður hefði getað farið, fór ekki og veit því ekki hvað hefði orðið. En óhjákvæmilega leiðir maður […]

Fasistar og tilvitnun 2

Það er óþolandi að hafa vitleysu eftir menntuðum málfarsfasistum, sér í lagi þegar hin meinta villa er eldri en það sem þeir töldu rétt. Hvers eigum vér ómenntaðir eiginlega að gjalda? Ómenntað fólk á nefnilega þann vanda til að hlusta á fasista. Kári Páll Óskarsson er spes náungi. Svo spes raunar að ég ákvað að […]