Category Archives: Tungumál / málfræði

Eðli tungumálsins 15

Sumum bókmenntafræðingum er mjög tamt að tala um „eðli tungumálsins“ í víðum skilningi, hvað felist í eðli þess og hvaða áhrif það hefur útfyrir sig – sem er í sjálfu sér merkilegt því samkvæmt fræðum þeirra sjálfra felst ekkert utan tungumálsins – á málhafa gegnum texta eða sambærilega miðla sem einnig eru nefndir textar. Samt […]

Súrrealismi 2

Ég hef súrrealisma eins og hann birtist í verkum Sjóns grunaðan um að vera meira í ætt við Noam Chomsky en eiginlegt manifestó sinna meintu sporgöngumanna. Þetta gætu allt eins verið dæmasetningar úr ritgerð um setningafræði andspænis merkingarfræði. Setningin Litlausar grænar hugmyndir sofa brjálæðislega var þó aldrei álitin neitt sérlega súrrealísk.

Nýja þolmyndin lætur ekki að sér hæða 5

En eitt þykir mér afar vænt um í þessum ferðum, það er ekki vanmetið mig, heldur gert mig enn stærri en ég er í raun og veru. – fengið hjá Róslín.

Til minnis 4

Í orðasafnið bættust í dag eftirfarandi nýyrði: Prómatör: Amatör með atvinnumannstendensa. Amprótör: Atvinnumaður með amatörtendensa.

Aldrei ég nam en nam þó 0

Þá veit ég að ég get lesið sænsku, og það betur en norsku meira að segja. Kannski er þetta það sem Kaninn kallar „winning streak“ og þá væri nú ekki úr vegi að prófa frönsku næst. En í tilefni af sænskunni veiti ég Peter Hallberg orðið. Enda þótt þetta viti nú allir þá valdi ég […]

Drasl 2

Stundum hef ég velt fyrir mér hvaðan líkingin sé dregin þegar dritað er úr vélbyssum yfir fólk. Í það minnsta getur hinn almenni borgari þakkað fyrir að fiðurfénaður getur ekki dritað yfir það eins og úr vélbyssu. Loksins lét ég verða af því að fá mér USB-lykil í BT og afrita mikilvægustu gögnin mín á […]

Hax 0

Ég er harður á því að reykvíkingum beri að segja Áddni en ekki Árdni.

Óvíð – Sófóklíð? 6

Í fyrsta tíma í janúar lýsti Gottskálk Þór Jensson, kennari minn í bókmenntasögu, því yfir að hann tæki ekki í mál að lesa yfir ritgerðir þar sem enskar útgáfur nafna væru notaðar þegar fullkomlega góðar íslenskar útgáfur væru til. Ég var hjartanlega sammála honum þar til ég komst að því hvað „góðar íslenskar útgáfur“ þýddi. […]

Þessi falska etymológía gengur ekki lengur! 3

disco discere didici: [to learn , get to know]; ‘discere fidibus’, [to learn to play on the lyre]; in gen., [to receive information, find out; to become acquainted with, learn to recognize]. – Latin dictionary and grammar aid. Versus: disco: 1964, Amer.Eng. shortening of discotheque; sense extended 1975 to the kind of music played there. […]

Almennilegt 11

Veðrið í gær var stórmagnað. Það hefur raunar sína ókosti að sækja nám til Reykjavíkur ef maður býr í Hafnarfirði. Ekki síst ef maður hefur hangið yfir kaffibolla til lokunar kaffistofu Árnagarðs, gerir svo tilraun til að skafa af sumardekkjuðum bílnum þótt það þýði lítið í ofankomunni, og uppgötvar eigi fyrr en í miðri ösinni […]