Category Archives: Tungumál / málfræði

Að vera andsofa 0

Það er kannski rétt að geta heimilda við síðustu færslu, en vel ríflega þær upplýsingar sem þar er að finna fékk ég í Símenntunarstöð Háskóla Íslands, það er að segja, kaffistofunni í Árnagarði. Auðvitað hlaut ég að vakna klukkan fjögur á laugardegi þegar ég gæti ekki innt þann gjörning til að leysa höfuð mitt að […]

Nördismi dagsins 0

Til er sterkbeygða sögnin þysja í íslensku máli sem eingöngu hefur varðveist í þátíð, þusti. Sögninni skylt er karlkyns nafnorðið þys, sem nær eingöngu þekkist með orðasambandinu ys og þys. Nútíð sagnarinnar hefur verið endurupptekin í íslensku ásamt veikbeygðri þátíð, þysjaði, og merkir aðdrátt (zoom á ensku). Einnig eru til svonefndar þysjuvélar, til dæmis Þjóðarbókhlöðunni, […]

Hugsið þetta aðeins 7

Eftir fjóran og hálfan tíma þarf ég að fara á fætur. Hvað er athyglisvert við þessa setningu?

Kjezlan hérna megin er þokkó hressó 2

Þessa fegurð fékk ég senda nú í morgun. Finnst ég betri maður eftir á. Afsakið annars allt málfræðibrjálæðið síðustu daga. Merkilegt samt hvernig allir virðast hafa áhuga á málfari en færri á málfræði. Held að fólk hafi almennt meiri áhuga á að stýra hvernig fólk talar en að vita af hverju það talar eins og […]

Þolmyndarflótti 9

Setning: Það var hringt í mig. Svar: Ég myndi frekar segja t.d. ég fékk símtal. Viðbót Af hverju myndi nemandi á framhaldsskólastigi svara svona í könnun? Fyrir sjö árum rannsakaði Sigríður Sigurjóns málnotkun gagnfræðaskólanema um allt land í leit að nokkru sem kallað hefur verið nýja þolmyndin (dæmi: það var bara hrint mér á leiðinni […]

Sakn 0

Ég sakna ályktandi tölfræði. Slíkt gæfi miður litlar upplýsingar í minni rannsókn. Hvernig stendur eiginlega á því að fólk virðist margt hvert hafa gagnverkandi reglur í málvitund sinni? Er verið að krukka of mikið í skólakrökkum? Er fólk hætt að tala af ótta við að vera leiðrétt?

Ó, Wurzel, hvar ertu? 4

Bók Wurzels sem vísað er í hér að neðan geta áhugasamir skoðað hér. Áhugasamur sem ég er þá vantar einmitt þær síður í sýnishorn bókarinnar sem ég þarf mest á að halda! Og bókin er hvergi til á landinu nema að því er virðist í bókaskápum málfræðinga. Ég dey.

Hvað er ég að gera spyrjiði? 2

Til að svara þessari spurningu án þess ég þurfi að útskýra það fyrir ólíku fólki oft á dag þá er ég að lesa greinar eins og þessa til að auka skilning minn á viðfangsefni daganna: „Ef unnt er að greina eitthvert mynstur sem talist getur einkennandi fyrir eintölubeygingu íslenskra sagna í germynd ætti það samkvæmt […]

Svör óskast 18

Ég er forvitinn um hvort lesendur þessarar síðu hafi nokkru sinni heyrt einhvern segja hann/hún/það vil, og ef svo er, hvort þeir þekki einhvern sem segir það að staðaldri. Þá er rétt að benda á að ég hef engan áhuga á ég vill dæmum.

Paurildi og porriró 2

Það er fasta orðasamband dagsins. Ég tók eftir þegar ég gúglaði því að Nína bloggaði eitt sinn undir slóðinni paurildi.blogspot.com. Ef einhver getur fundið út merkingu þessa orðasambands má viðkomandi senda mér línu.