Category Archives: Háskólablogg

Táningarnir í Fræðagerði* 0

Til heiðurs Þeofrastosi: Ég þekki mann í fræðunum sem fer leynt með kynhneigð sína af ótta við að hún gæti komið niður á fræðaferli hans. Það versta er að sá ótti er ekki ástæðulaus í heimalandi hans. Ég þekki mann í fræðunum sem er ofurgagnrýninn á flesta kollega sína, en gerir síðan sjálfur öll sömu […]

Áhugasömum skal bent á 0

Mæt kollega og vinkona úr íslenskunni, Ásta Kristín, bloggar nú frá Dyflinni og hefur þar með bæst í sístækkandi hóp alþjóðlegra stúdenta sem blogga. Nú erum við semsé orðin þrjú og aldrei að vita nema fleiri bætist í hópinn.

Skráningarörðugleikar II 3

Eftir allt umstangið við að koma mér inn í skráningarkerfi Háskólans í Árósum fékk ég bréf í dag þar sem mér var tilkynnt að erlendir stúdentar þyrftu að sækja um bréflega. Svarið við öllum umleitunum mínum var semsé fólgið í tveggja blaðsíðna umsóknareyðublaði sem einni manneskju af þeim níu sem ég talaði við á fimm […]

Skráningarörðugleikar 2

Á sama hátt og mér leiðist þegar fólk spyr spurninga sem það hefði getað fundið svar við sjálft hefði það kynnt sér málin leiðist mér þegar ég spyr einfaldrar spurningar og er vísað á heimasíðu, einsog ég hafi ekki leitað af mér allan grun á sömu heimasíðu. Til að gera langa sögu stutta tók það […]

TOEFL-próf 3

Einsog lesendum Bloggsins um veginn ætti að vera kunnugt er ég á leiðinni til Árósa í framhaldsnám næsta haust. Umsókn um háskólavist erlendis fylgir einsog við mátti búast óhemjumikið pappírsflóð sem þarf tiltekið marga hornrétta stimpla ofaná undirskriftir kontórmeistara og handhafa réttra prókúra auk ýmissra annarra skilyrða og formsatriða sem uppfylla þarf. Eitt af þessum […]

Stóra planið 2

Stundum fellur lausnin einsog af himnum ofan. Ég hef haft áhyggjur af því að undanförnu hvernig ég komi til með að geta lifað fyrstu önnina í meistaranámi án þess að taka bankalán eða vinna einsog skepna, af því LÍN lánar ekki fyrirfram hvort sem maður nemur hérlendis eða þarlendis. Lausnin reyndist æði einföld. Nú er […]

Eðli tungumálsins 15

Sumum bókmenntafræðingum er mjög tamt að tala um „eðli tungumálsins“ í víðum skilningi, hvað felist í eðli þess og hvaða áhrif það hefur útfyrir sig – sem er í sjálfu sér merkilegt því samkvæmt fræðum þeirra sjálfra felst ekkert utan tungumálsins – á málhafa gegnum texta eða sambærilega miðla sem einnig eru nefndir textar. Samt […]

Íslendingasögur á íslensku 4

Ég hef alltaf jafn gaman að því þegar menntskælingar koma á bókasafnið og biðja um Íslendingasögur á nútímaíslensku. Skelfingarsvipurinn á þeim þegar ég segi þeim að þetta sé nútímaútgáfan. Ég held það sé of mikið gert úr því að það sé á færi Íslendinga að lesa handritin. Það er það bara almennt ekki. Samt er […]

Kenningar Einars Pálssonar 4

Ég hef oft staldrað við bækur Einars Pálssonar um íslenskt þjóðveldi og goðafræði á bókasafninu, velt fyrir mér hvers vegna enginn talaði um þær í íslenskuskor en aldrei árætt að lesa neina þeirra. Þær eru svo margar, efni þeirra svo fjölbreytt (að því er virtist) og titlarnir gáfu ekki beinlínis miklar vísbendingar um innihaldið. Svo […]

Tæpu ári síðar 0

Setið á kaffistofunni í Odda eldsnemma morguns, umræður um efnahagsmál í Íslandi í bítið. Bókhlöðudraugurinn leikur á als oddi utan við sitt náttúrlega habitat, (g)eipandi handahófskenndar upphrópanir uppúr samlokunni. Spurningin vaknar hvort æskilegt sé að bæta á bollann áður en haldið er yfir í Árnagarð.