Category Archives: Háskólablogg

Ek, Hlewagastir … 2

Ég hef ákveðið að berjast gegn snjáldurskinnustatusum með því að blogga reglulegar. Svo hagnýti ég mér skinnuna með því að tengja hana við bloggið til að auka lestur, fyrst enginn hefur enn boðið mér á Eyjuna. Þið getið litið á þetta sem nýja byrjun. Í vetur verður mikið fjallað um námið í íslenskudeildinni. Í dag […]

Béa 0

Þá er béaritgerðin mín komin úr prentun, skylduskil í Hugvísindadeild og Þjóðarbókhlöðu að baki. Þá er bara að senda afurðina til leiðbeinanda sem kemur henni áleiðis til prófdómara. Ef að líkum lætur verð ég ekki felldur fyrir uppátækið. Ritgerðinni hef ég komið fyrir á þessari síðu vegna þess að ég trúi á að akademía sé […]

Århus V 0

Þá er ég kominn heim frá Árósum. Get ekki sagt að ég sé því neitt sérstaklega feginn, glaður hefði ég lengt í miðanum mínum og verið framyfir helgi. Eða bara sleppt því að koma aftur. En það skipti mig meira máli að mæta í jarðarför en að liggja í leti við Árósaá og drekka bjór. […]

Århus IV 6

Ég stóðst prófið. Ég fékk af algerri rælni sömu spurningu og ég fékk fyrir tveim árum í goðafræði Snorra-Eddu í HÍ, semsé, um heimildargildi Snorra-Eddu, Eddukvæða og annarra sambærilegra texta, svosem Gesta Danorum, Ynglinga sögu, Völsunga sögu o.s.frv. Eftir prófið spurði kennarinn hvort ég væri ekki örugglega búinn að fá allar upplýsingar viðvíkjandi námsdvöl við […]

Århus III 0

Ef Kaupmannahöfn má að einhverju leyti líkja við Reykjavík þá eru Árósar svona dálítil Akureyri (ég viðurkenni að þessi samanburður er fullkomnlega ósanngjarn, en það verður að hafa það). Hér liggur háskólinn uppá hæðinni og í stað aflíðandi andapollsins er feiknarstór garður milli háskóla og miðbæjar með stöðuvatni, trjám og lautartúrandi stúdentum. Að vísu lýkur […]

Þrjú öppdeit 3

Mér sýnist að peningar verði engin fyrirstaða fyrir aðstöðu í Suðursveit hvenær sem sá gállinn er á mér. Þá neyðist ég samt til að troða vetrardekkjunum undir bílinn og láta laga þetta smáræði sem laga þarf. Sumarnámskeiðið í Árósum er matshæft, sem þýðir að ég borga engin skólagjöld komist ég að. Og það að ég […]

Af mér er þetta helst að frétta 10

Mun sækja um sumarnámskeið um kristni og heiðni í norrænum miðaldabókmenntum í háskólanum við Árósa eftir helgi. Nordplusstyrk ef ég kemst að. Ég hafði aldrei færi á að fíflast í útlöndum einsog flest ykkar hinna eftir stúdentspróf. Svo það er sárabót ef ég fæ að vera voða alvarlegur í útlöndum í smátíma. Fer að demba […]

Aldrei að segja aldrei að segja … 4

Þrátt fyrir meðfædda bölsýni, sem fær mig til að trúa ótrúlegustu hlutum, virðist mér ekki hafa tekist að láta reka mig úr háskólanum. Ég byrja því að sanka í BA ritgerð eftir helgi – og tileinka mér hin eilífu vísindi orðmyndunar- og beygingarfræða. Held að Jóhannes Gísli eigi eftir að sakna mín næsta vetur. Hinsvegar […]

Litterær analyse o.s.v. 1

Í dag flaug þröstur inn á safn. Eftir skamman eltingarleik náði ég að taka hann upp og koma honum útfyrir. En þegar ég opnaði lófann haggaðist hann ekki. Ég lagði hann niður á gangstéttina og losaði litlu klærnar úr höndinni. Enn fór hann ekki neitt, bara lá þarna einsog beinlaust viðrini, starði á mig opinmynntur […]

1

sofna ekki mæta klukkan átta í skólann þar sem þrír kaffibollar gerðu ekkert fyrir mig fara beint í vinnu eftir skóla að bera tækjabúnað þar sem fimm kaffibollar til viðbótar gerðu ekkert fyrir mig fara heim illa uppfokkaður og leggjast í kör á rúmið nakinn, skjálfandi öskrandi nöfn fræðimanna ofan í tóma illa lyktandi bjórdós […]