Category Archives: Úr daglega lífinu

„Goðafræði“ 0

Bakið mitt hefur ákveðið að sálga sér hvort sem ég er fastur við það eða ekki. Svo ég er lagstur í flet meðan minni stórfjölskyldan situr að veisluborði frammi í stofu. Til allrar hamingju missi ég bara af kjúkling en ekki nautalund. Á þessum tímapunkti finnst mér ég þurfa að játa það að ég hef […]

Nýtt upphaf … 0

… verður einhvern tíma í fyrirsjáanlegri framtíð. Þá munum við eiga stóra og fína íbúð og þurfum aldrei að flytja framar. Þá getur maður staðið keikur með ístruna framan í sólinni og dásamað sérhvert tilbrigði við hið kunnuglega lífsstef, og þambarabambað á bumbunni einsog sannur eignamaður, Þríhrossi líkari en Sumarhúsum. Þá verður hvorki grætt né […]

Flutningar 0

Það er ótrúlegt hvað kemst mikið í eina geymslu, þ.e.a.s. ef ég fæ að vera einráður um hvernig raðað er í hana. Megnið af búslóð úr 120 fermetra íbúð komið saman á tæplega 8 fermetra reit í kjallaraherbergi. Það er líka ótrúlegt hvað líkaminn leyfir sér ef hann veit að meiri átök eru framundan. Ég […]

Bloggað í áratug – litið um öxl 1

Ég gleymdi því víst alveg þar til það hvarflaði óvænt að mér í dag, að í gær voru tíu ár frá því ég byrjaði að blogga. Það sem verra er: þetta er allt til ennþá, hér á þessari síðu. Hér er hægt að lesa vissa þætti ævi minnar frá því ég var rúmlega 18 ára […]

Að stinga ofan í skúffu 0

Að stinga einhverju ofan í skúffu getur haft mjög neikvæða merkingu. Í dag stakk ég 22 prófritgerðum í námskeiði í miðaldabókmenntum ofan í skúffu. Svo þær lægju ekki á glámbekk. Þar með breyttist merkingin. Ég er þó ekki frá því að það sé jafnvel neikvæðara að stinga einhverju undir stól, hvernig svo sem það er […]

Samskiptin sem aldrei hefðu orðið 0

Ég held það megi færa rök fyrir því að a.m.k. tvenns konar aukalög hafi bæst ofan á þegar marglaga veruleika mannlegra samskipta með tilkomu Facebook. Þá á ég við samskipti sem hefðu ekki átt sér stað ella. Það eru annars vegar þeir sem maður þekkir ekkert í raun en maður af einhverjum löngu gleymdum ástæðum […]

Gyðingar og nasistar 0

„Ísraelar hegða sér bara alveg einsog nasistar gagnvart Palestínumönnum, þeir eru engu betri en Hitler. En Hitler var nú raunar ekki alslæmur. Hann hafði sitthvað til síns máls þegar hann talaði um gyðinga, og þeir hafa nú sýnt það hvernig þeir eru innst inni.“ Kannist þið röksemdafærslu af þessu tagi? Hún er mjög algeng á […]

Í frystinum 3

Ef einhverjir nemenda minna álpast inn á þetta blogg skulu þeir vita að ég gekk í bandvitlausu veðrinu úr austanverðum Hlíðum út á Árnastofnun til að verða mér úti um greinarnar sem verða til umræðu á morgun. Eða hefði gert það ef konan mín hefði ekki bent mér á að við eigum bíl. En ég […]

Markaðsbúskapur rannsakandans 0

Gamall maður kemur með hundi sínum innanúr hrauni og geingur í veg fyrir lestamenn: Og hverjir eru mennirnir? Hinn feiti svarar: Ég er hans majestets bífalíngsmaður og prófoss. Óekkí, muldraði gamli maðurinn hás einsog rödd úr fjarska. Skaparinn er nú samt sá sem ræður. – HKL Ég er svona náungi sem vakir á næturnar með […]

Ungur í anda, það er ég 0

Alltaf í upphafi haustmisseris er mikið um að vera á Háskólatorgi. Heil reiðinnar býsn af nýnemum, þriðjungur af hverjum sést ekki aftur eftir almennuna, ryðjast um rýmið (hinir fáu hugvísindanemar þekkjast oft á Fjällrävenbakpokanum). Hljómsveit sem einhver hélt að væri vinsæl en var í rauninni vinsæl fyrir fimm árum spilar lög sín í þessu rými […]