Category Archives: Vinnan

Ráðstefnur, rannsóknir og reik 0

Ráðstefnan í Leeds var meiriháttar. Ég myndi segja töluvert skemmtilegri en fornsagnaþingið sem haldið er á þriggja ára fresti, enda er þar ekki einblínt á Norðurlönd sérstaklega heldur á miðaldir einsog þær leggja sig. Auðvitað þurfa allir vísindamenn að sérhæfa sig en sérhæfingin er til einskis ef þeir átta sig ekki á heildinni. Og hvað […]

Ráðstefnur 0

Á mánudaginn held ég til hins mikla útlands á ráðstefnu, eða reyndar tvær ráðstefnur. Það er fátt sem fær mann til að þykja maður sjálfur jafn merkilegur og ráðstefnuferðir með sínum hótelum, faglegu umræðum og hálfdrukknu kollegum. Maður situr meiraðsegja öðruvísi í flugvélum þegar maður heldur utan á ráðstefnu en þegar maður fer í frí. […]

Að stinga ofan í skúffu 0

Að stinga einhverju ofan í skúffu getur haft mjög neikvæða merkingu. Í dag stakk ég 22 prófritgerðum í námskeiði í miðaldabókmenntum ofan í skúffu. Svo þær lægju ekki á glámbekk. Þar með breyttist merkingin. Ég er þó ekki frá því að það sé jafnvel neikvæðara að stinga einhverju undir stól, hvernig svo sem það er […]

Af starfi og skóla 0

Kom heim frá Akureyri í nótt. Við Eyja urðum veðurteppt en ákváðum þegar snjóa leysti uppi á heiðum í gærkvöld að bruna í bæinn meðan við gátum. Hef ekki gáð að því hvort fennt hafi í förin okkar aftur. Ég var svo óábyrgur að smella af mynd undir stýri svo dyggir lesendur fengju að sjá […]

Mín ýmsa framtíðarsýn 2

Það hvarflar stundum að mér að ég sé hvorutveggja áhrifagjarn og sveimhugi, sem birtist meðal annars í því ýmsa sem ég hef verið staðráðinn í að taka mér fyrir hendur í lífinu. Eitt sinn fundust mér til dæmis engin örlög merkilegri en þau að verða íslenskukennari í framhaldsskóla, svo ég reri öllum árum að því […]

Leiðarvísir um Borgarbókasafn 6

Í rúm fjögur ár hef ég starfað á Borgarbókasafni og allan þann tíma hef ég ítrekað hjálpað sama fólki sem virðist fyrirmunað að læra jafn einfaldan hlut og að finna safngögn. Þess vegna langar mig til að skýra flokkunarkerfi Borgarbókasafns í fáum orðum. Það er hið svokallaða danska Deweykerfi. Fyrsta reglan er að það þarf […]

Vinnuvikan 1

Ég kemst alltaf nær þeirri skoðun að 40 stunda vinnuvikan sé barn síns tíma. Nær væri að miða við 30 stunda vinnuviku og í raun er hærra viðmið ómanneskjulegt miðað við nútímalegar þarfir. Reykjavíkurborg hefur að vísu náð að lempa þetta niður í 35 stundir með því að selja kaffi- og matartímana en mér finnst […]

Íslendingasögur á íslensku 4

Ég hef alltaf jafn gaman að því þegar menntskælingar koma á bókasafnið og biðja um Íslendingasögur á nútímaíslensku. Skelfingarsvipurinn á þeim þegar ég segi þeim að þetta sé nútímaútgáfan. Ég held það sé of mikið gert úr því að það sé á færi Íslendinga að lesa handritin. Það er það bara almennt ekki. Samt er […]

Húmor og amor 0

Allir skulu stilla inn á síðdegisútvarp Rásar2 á morgun milli 16 og 18. Þar má heyra viðtal sem tekið var við okkur Kristínu Vilhjálmsdóttur í sambandi við prógram Borgarbókasafns, Húmor og amor. Á sunnudaginn kemur hefst dagskráin með pompi og prakt og má finna undirritaðan þar, nánari upplýsingar hér. Verkefnið varir svo út árið með […]

Áhrif kreppunnar á bókasöfnin 13

Við sem vinnum við þjónustustörf þurfum að venjast því að endurtaka okkur oft yfir daginn. Frá því við færðum afgreiðsluaðstöðuna okkar um daginn hefur annar hver lánþegi – ég ýki ekki – sagt: Hva, bara alltaf verið að breyta! Sum okkar hafa kosið að tala um hagræðingu, ég á hinn bóginn vil ekki heyra það […]