Evróvision og afslöppun

Á laugardagsmorguninn byrjuðum við á því að fara á flóamarkað niðri á hátíðarsvæði, rétt við útisundlaug borgarinnar, þar gerðum við fín kaup.  Æfingahjól fyrir þann skapmikla og kjóll á frúna – auk gúmmulaðis fyrir alla, var það sem rataði með í bílinn eftir röltið.  Seinnipart dagsins notaði fjölskyldan til að undirbúa kvöldið og njóta veðurblíðunnar. …

Sullumsull

Þetta var blautur dagur, ekki að það ringdi svo mikið – langt því frá.  Sá skapmikli er í koppaþjálfun eins og komið hefur fram, það skýrir mikinn hluta bleytunnar.   Hins vegar er myndarlegur pollur hér upp við húsið eftir rigningar síðustu kvöld og þar sat drengurinn og hellti yfir sig fötu eftir fötu, svo vinda …

„Stau“ og ekki sund

Venjulega tekur tæpar 15 mínútur að keyra þá sveimhuga í skólann en í dag tók það um 50 mínútur! Ástæðan var „Stau“ eða umferðasulta af verstu gerð, skólastúlkan var því rúmlega 20 mínútum of sein í tíma. Stærðfræðibókin hennar er fyrir 2. bekk, þar er bæði margföldun og deiling – hún var að byrja að …

Bón og Bebenhausen

Morguninn var erfiður, langur dagur í gær og þreyta í mannskapnum.  Allt hafðist þó að lokum og stelpurnar mættu á réttum tíma. Heimafyrir var sá skapmikli settur í pollabuxur og stígvél til að leika sér í pollum eftir næturregnið á meðan frúin og amman skúruðu og bónuðu herbergin. Sú sveimhuga var sótt fyrir hádegið, þá …