Annir hversdagsins

Dagurinn í gær og í dag hafa einhvern vegin horfið án þess að mikið væri gert.  Í gærmorgun fór frúin með þann skapmikla að versla eftir skutlið og svo í kvennamorgun á neðri hæðina.  Þar var mikið spjallað og sá skapmikli sáttari en áður. Seinniparturinn leið með heimanámi, púsli og almennum ærslum á heimilinu – …

Skúffukaka og föndur

Kaldur dagur í dag – hitinn fór varla upp fyrir 12°C í allan dag, nema núna eru 13°C. Í morgun vorum við mæðgin inni og spiluðum, púsluðum og lékum okkur.  Eftir að stelpur voru sóttar, hádegismatur snæddur, heimanám klárað var púslað meira – enda töluvert keypt í Ravensburger í gær. Frúin skellti í eina skúffuköku …

Bakarasmiður

Veðurspá dagsins hljóðaði upp á skúri víðast hvar í nágrenninu og heldur svalan dag.  Það var því upplagt að aka suður á bóginn, nærri því suður að Bodensee og fara í skemmtigarð – Ravensburger Spielland. Farið var af stað vel fyrir hádegið með nesti og regnjakka í farangrinum og valið að aka sveitaleiðina.  Á leiðinni …