Heitur dagur

Frúin og sá skapmikli fóru í búð eftir að öðrum heimilismönnum hafði verið komið á sína staði. Þegar heim kom tóku við hefðbundin heimilisstörf og svo þurfti að skreppa niður til Frau Petru Keller, sem er umsjónarkona hér.  Stöngin til að snúa niður ytri rimlum á glugga stelpnanna hafði brotnað af um daginn og ætlaði …

„Hagelloch er fallegur bær …“

Hljómaði upphaf símtals frá bóndanum í lok vinnudags.  Það er bær sem er í um 2,5 km. fjarlægð frá okkur – hann hafði tekið vitlausan strætó og ákvað að labba heim þaðan og við fórum að sjálfsögðu á móti honum.  Við ákváðum að gera almennilegan göngutúr úr ferðinni og gengum inn í skóg, stoppuðum þar …

Handverksmarkaður

Dagurinn byrjaði rólega, eins og oft um helgar, en seinnipartinn rölti fjölskyldan niður í bæ þar sem handverksmarkaður var í gangi við Jakobus-kirkjuna.  Þar var margt fallegra muna, harmonikkuleikur og iðandi mannlíf í 25°C hita, sól og logni.  Ekkert var þó keypt á þessum stað. Hins vegar var stoppað við grænmetismarkaðinn við Nunnuhúsið og keypt …

Bílaþvottur

Dagurinn í dag var tileinkaður þrifum – bóndinn fór með þá snöggu í leikskólann þar sem sú sveimhuga átti ekki að mæta fyrr en hálf tíu og þá til að fara í ferð út á engi sem var mjög skemmtileg og hún veiddi krybbu. Sá skapmikli hafði ofan af fyrir sjálfum sér á meðan frúin …