Heitur dagur

Frúin og sá skapmikli fóru í búð eftir að öðrum heimilismönnum hafði verið komið á sína staði. Þegar heim kom tóku við hefðbundin heimilisstörf og svo þurfti að skreppa niður til Frau Petru Keller, sem er umsjónarkona hér.  Stöngin til að snúa niður ytri rimlum á glugga stelpnanna hafði brotnað af um daginn og ætlaði …

Blómin springa út og þau …

Hæ, hó, jibbý jei og jibbý jei! Það voru svolítið blendnar tilfinningar hér á bæ með það að vera að fara í skóla og leikskóla á þessum degi – bót í máli að vera með pönnsur og fána. Á meðan á áþján systranna gekk (skógarferð hjá þeirri snöggu) voru frúin og sá skapmikli heima í …

„Hagelloch er fallegur bær …“

Hljómaði upphaf símtals frá bóndanum í lok vinnudags.  Það er bær sem er í um 2,5 km. fjarlægð frá okkur – hann hafði tekið vitlausan strætó og ákvað að labba heim þaðan og við fórum að sjálfsögðu á móti honum.  Við ákváðum að gera almennilegan göngutúr úr ferðinni og gengum inn í skóg, stoppuðum þar …

Risaeðlur og meiri þrælavinna

Dagurinn lofaði góðu strax í morgunsárið – krakkarnir sváfu óvenju lengi, sú sveimhuga kom ekki inn til okkar fyrr en um átta!  Það var hlýtt snemma og útlit fyrir fallegan dag. Fyrir hádegið var nesti smurt og sett í nýju kælitöskuna, bíllinn fylltur af dóti og fólki og ekið til Holzmaden en þar er Urweltmuseum …

Handverksmarkaður

Dagurinn byrjaði rólega, eins og oft um helgar, en seinnipartinn rölti fjölskyldan niður í bæ þar sem handverksmarkaður var í gangi við Jakobus-kirkjuna.  Þar var margt fallegra muna, harmonikkuleikur og iðandi mannlíf í 25°C hita, sól og logni.  Ekkert var þó keypt á þessum stað. Hins vegar var stoppað við grænmetismarkaðinn við Nunnuhúsið og keypt …

Bílaþvottur

Dagurinn í dag var tileinkaður þrifum – bóndinn fór með þá snöggu í leikskólann þar sem sú sveimhuga átti ekki að mæta fyrr en hálf tíu og þá til að fara í ferð út á engi sem var mjög skemmtileg og hún veiddi krybbu. Sá skapmikli hafði ofan af fyrir sjálfum sér á meðan frúin …