Útskrift, vonbrigði og vinaheimsókn

Síðastliðinn föstudag fór sá snöggi í heimsókn í leikskólann sinn, hann verður á skógarmúsa deildinni.  Það tók hann um tuttugu mínútur að jafna sig á umhverfinu, en eftir það skemmti hann sér konunglega – honum fannst ótrúlega óréttlátt að vera sendur heim akkúrat þegar krakkarnir voru að fara út að leika.  Líklegast verður ekki til …

Öðruvísi skóladagar og góðir gestir

Þessi vika er verkefnavika hjá þeirri sveimhuga, bekkurinn hennar vann verkefni um hunda og kindur.  Á þriðjudaginn fóru þau upp á fjall og sáu fjárhund sinna hjörðinni sinni, þar sá hún 6 sentimetra langa engisprettu og skemmti sér konunglega.  Á miðvikudag kom hundaskóli í heimsókn til þeirra og krakkarnir fengu að æfa sig að gefa …

Enn og aftur …

flýgur tíminn án þess að nokkuð gerist.  Í gær og í dag hefur verið hlýtt en þugbúið, um 25° hiti en svolítil rigning báða dagana – spáin lofar þurru næstu daga og upp undir 30° hita.  Það verður spennandi að sjá hvernig það fer í krakkana.  Sumarið hingað til hefur verið með svalara móti segja …

Ævintýramyndir

Tíkin Lukka vildi ekki festast á filmu, kýrin Búkolla hafði einu sinni verið til á bænum – svo mikil var ánægja bóndans með Íslandsdvölina.  Seinna standa vonir til að hjónin hitti aftur dóttur bóndans og fjölskyldu til söngstundar, þar sem skipst verður á íslenskum og þýskum söngvum. Í dag var myndavélin því miður ekki tekin …

Ævintýraleg helgi

Þessa helgina var aldeilis lagt land undir fót.  Í gær var þó byrjað rólega, sofið frameftir, skúffukaka bökuð fyrir hádegið og eftir matinn fór fjölskyldan í vesturbæinn.  Þar var margt um manninn á sumarhátíð hverfisins, fólk að selja úr geymslum sínum, matur og drykkir á hverju horni. Flugvélar smíðaðar og tónlistarfólk að spila.  Sól skein …

Tíminn líður hratt

án þess þó að nokkuð stórmerkilegt gerist.  Í gær bar það helst til tíðinda að hjónin fóru í bankann til að ganga frá sparnaðarreikningi og frúarkorti, gekk það vel.  Þjónustufulltrúinn okkar er frá Grikklandi, þar er fornafnahefð, hún hélt fyrst að sitt eftirnafn væri flóknara en okkar en skipti svo um skoðun – ekki við.  …