Síðustu dagar hafa verið svalir og blautir, það fór að rigna aðfararnótt mánudags og síðan hefur ringt eitthvað alla daga þó ekki samfellt. Á mánudaginn voru allir þreyttir og dasaðir eftir afmælisgleðina miklu og dagurinn leið í rólegheitum. Skemmtilegar fréttir bárust frá Noregi sem frekar verður sagt frá síðar. Frúin hjólaði eftir kvöldmat yfir til …
Monthly Archives: júlí 2009
Afmælismyndir og síðustu daga
Afmælisdagur …
þeirrar snöggu rann upp bjartur og fagur, hún fékk afmælissöng og pakkahrúgu í rúmið. Loksins hægt að opna það sem hafði borist með póstinum síðastliðna viku! Inni í pakkahrúgunni leyndist fjársjóðskort sem leiddi þá snöggu undir styrkri stjórn þeirrar sveimhuga út að framan, upp stigann hjá blokkinni og aftur fyrir hús. Þar snérust þær hvor …
Freibad og kálfar
Í gær bar það helst til tíðinda að við fórum í köldu útisundlaugina eftir að hefðbundum fyrriparts verkum lauk. Þar var margt um manninn og krakkarnir komu auga á tivoli sem verið er að setja upp þar við hliðina og verður opnað á morgun. Sú snögga hitti félaga úr leikskólanum og lék sér með þeim …