Að heilsast og kveðjast – lífsins saga

Í gær var farið af stað í bítið á leið í sund í Fildorado sundgarðinn í samfloti við íslensk/þýsk/amerísku fjölskylduna og vorum þar fram að hádegi.  Þetta er afskaplega skemmtilegur garður, inni- og útisundlaug upphitaðar (allt að því íslenskur hiti á vatninu í flestum lauganna), rennibrautir, öldulaug og margt, margt fleira.  Þar er líka hægt …

Línuskautar og Reutlingen

Í morgun fóru 4/5 af meðlimum fjölskyldunnar á línuskauta hér fyrir utan, það gekk svolítið misjafnlega, en allir heilir að lokum. Eftir hádegið fórum við á Antiksölu hér sunnan við borgina að skoða, sáum margt fallegt og bóndinn keypti ermahnappa.  Þaðan fórum við til Reutlingen, gengum þar um miðborgina og sáum falleg hús og gosbrunna.  …

Dauð moldvarpa

Á miðvikudaginn var leikið hér heima fyrripartinn, en eftir hádegið fórum við í sund með amerísku frúnni og dætrum hennar, vorum þar í rúma þrjá tíma og steiktumst í sólinni.  Allir skemmtu sér afskaplega vel, þau fara heim á miðvikudag í næstu viku.  Nýja ameríska fjölskyldan er komin, þar eru einnig tvær dætur, sú yngri …