Skólaupphaf

Á mánudaginn var hófst nýr kafli hér á heimilinu, sú sveimhuga byrjaði í 3. bekk í Grundschule an der Wanne og sá skapmikli í skógarmúsahópnum í Kindergarten Waldhaus. Í bekk þeirrar sveimhuga eru 7 stelpur og 10 strákar, 3 stelpnanna eru þýskar, ein íslensk, ein amerísk, ein kínversk og ein frá Rúmeníu.  Sú sveimhuga er …

Afmælisveisla

Á föstudaginn var þrifið  og fannst þeirri snöggu alveg ótrúlegt hvað þyrfti að þrífa oft!  Ekki nema tvær vikur síðan hún þurrkaði síðast af! Eftir hádegið var lesið, sú sveimhuga las bæði íslensku og þýsku – svo var farið í búðarferð og keypt inn til baksturs.  Þaðan brunuðum við til Holtzgerlingen í smá heimsókn til …

Tásur og kastali

Á mánudaginn var hefðbundið hversdagslíf við líði, að vísu var slett í vöfflur í kaffinu og ameríska kvenpeningnum boðið heim, þær höfðu aldrei smakkað svona kruðerí og líkaði ágætlega. Á þriðjudaginn var kvennahittingur í kjallaranum og eftir hádegið var farið í leikvallaveiðitúr um Wanne, þar fundum við fínan leikvöll og ein mamman var með andlitsmálningu …

Síðasta útilega þessa árs

Þá er vika flogin hjá – á mánudaginn var gerðist lítið.  Leikið inni og úti, þvottur þveginn, prjónað og lesið. Á þriðjudaginn var kvennamorgunn á neðri hæðinni, mikið spjallað og upplýsandi hittingur.  Eftir hádegið fór frúin með þá sveimhuga, þá snöggu og þann skapmikla í sund í samfloti við amerísku frúna og hennar dætur.  Ferðin …