Gleðilegt ár – á Íslandi (varúð – lööööng færsla)

Á miðvikudegi lagaðist vaskurinn – mikið hvað það getur glatt mann að geta vaskað upp í vaski!  Seinnipartinn tókum við lest til Reutlingen þar sem við fórum að sjá Jólasirkus með fyrrverandi nágrannanum og fjölskyldu.  Stelpurnar fengu að sitja á kameldýrum, en sá skapmikli hætti ekki á að sitja á dýri sem gæti spýtt á …

Jól og flutningar

Á þriðjudeginum var síðasti skóladagur systranna, þær komu klyfjaðar heim, meðal annars með afspyrnu fallegar minningabækur frá bekkjarfélögunum.  Sá skapmikli fór í síðustu heimsóknina til besta vinarins og verður mikill söknuður af því að hitta hann ekki oftar. Eftir hádegið voru bakaðar piparkökur (í annað sinn) og um kvöldið var tekið forskot á sæluna og …

Veikindavika

Á þriðjudegi var sá skapmikil heima, frekar hress fram eftir degi en hélt svo áfram að kasta upp seinni partinn og aðfararnótt miðvikudags.  Sú sveimhuga fór í sína leikfimi, annars var dagurinn rólegur. Á miðvikudegi vaknaði sú sveimhuga með magaverki, svo hún var heima og hélt bróður sínum og móður selskap á meðan sú snögga …

Íslandsferð?

Á mánudegi var hringt úr skólanum og frúin beðin um að sækja þá snöggu, hún var slöpp, en ekki beint veik.  Því varð lítið úr íþróttum þann daginn. Á þriðjudaginn var stúlkan hress og fór í skólann – fyrir utan að hún vaknaði fyrir klukkan 7  með blóðnasir., sá skapmikli heimsótti vin sinn seinnipartinn en …

Ríkidæmi

Við hjónin ræðum stundum ríkidæmi okkar, að eiga þessi yndælu börn okkar, hvort annað, fjölskyldur okkar og vini – það er algjörlega ómetanlegt! Nauðsynlegt að hafa smá væmni með öllum þessum jólasnjó hérna úti. 🙂 Á þriðjudegi bökuðum við piparkökur, bæði engiferkökur og kökur til að mála, svo allt yrði nú tilbúið fyrir miðvikudaginn. Því …

Hversdagurinn líður

Þá er enn kominn mánudagur, bloggið hætt að birtast á sunnudögum í bili, einhver ægileg sunnudagskvöldsleti í gangi! Jamm. Á þriðjudegi var sú sveimhuga í leikfimi og sú snögga hjá vinkonu sinni.  Þeim skapmikla leiddist ekki að fá að dúllast einn með mömmu sinni í smá stund.  Um kvöldið tókst hjónunum að gleyma því að …

Heilagur Martin

Enn ein vikan þotin hjá. Mánudagur eins og vanalega með íþróttaskammti og sofandi skapmiklum dreng þegar ekið var frá íþróttasvæði stelpnanna seinnipartinn. Á þriðjudegi var dundast í jólakortagerð eftir skóla. Á miðvikudegi var ljóskerjaganga hjá þeim skapmikla, kennararnir byrjuðu á því að sýna stuttan leikþátt og svo var gengið í gegnum skóginn og sungnar Marteins …