Ævintýraleg helgi

Þessa helgina var aldeilis lagt land undir fót.  Í gær var þó byrjað rólega, sofið frameftir, skúffukaka bökuð fyrir hádegið og eftir matinn fór fjölskyldan í vesturbæinn.  Þar var margt um manninn á sumarhátíð hverfisins, fólk að selja úr geymslum sínum, matur og drykkir á hverju horni. Flugvélar smíðaðar og tónlistarfólk að spila.  Sól skein […]

Tíminn líður hratt

án þess þó að nokkuð stórmerkilegt gerist.  Í gær bar það helst til tíðinda að hjónin fóru í bankann til að ganga frá sparnaðarreikningi og frúarkorti, gekk það vel.  Þjónustufulltrúinn okkar er frá Grikklandi, þar er fornafnahefð, hún hélt fyrst að sitt eftirnafn væri flóknara en okkar en skipti svo um skoðun – ekki við.  […]

Svalir dagar

Síðustu dagar hafa verið svalir og blautir, það fór að rigna aðfararnótt mánudags og síðan hefur ringt eitthvað alla daga þó ekki samfellt. Á mánudaginn voru allir þreyttir og dasaðir eftir afmælisgleðina miklu og dagurinn leið í rólegheitum. Skemmtilegar fréttir bárust frá Noregi sem frekar verður sagt frá síðar.  Frúin hjólaði eftir kvöldmat yfir til […]

Afmælisdagur …

þeirrar snöggu rann upp bjartur og fagur, hún fékk afmælissöng og pakkahrúgu í rúmið.  Loksins hægt að opna það sem hafði borist með póstinum síðastliðna viku!  Inni í pakkahrúgunni leyndist fjársjóðskort sem leiddi þá snöggu undir styrkri stjórn þeirrar sveimhuga út að framan, upp stigann hjá blokkinni og aftur fyrir  hús.  Þar snérust þær hvor […]

Freibad og kálfar

Í gær bar það helst til tíðinda að við fórum í köldu útisundlaugina eftir að hefðbundum fyrriparts verkum lauk.  Þar var margt um manninn og krakkarnir komu auga á tivoli sem verið er að setja upp þar við hliðina og verður opnað á morgun. Sú snögga hitti félaga úr leikskólanum og lék sér með þeim […]

Kastalar og engisprettur

Við fjölskyldan höfðum það frekar náðugt framan af degi í dag, stelpur lærðu að hoppa inn í snúsnú í staðin fyrir að byrja við bandið, dúllast úti á palli og inni fram að mat. Eftir hádegið fórum við í bíltúr, fyrst var ekið upp að Hohentringen kastala sem er í jaðri skóglendis fyrir norðan borgina.  […]

Ausandi rigning og fiðrildagerð

Dagurinn hófst með ausandi rigningu og  þrumuveðri.  Eftir að allir voru komnir á fætur hringdi kennari þeirrar sveimhuga og afboðaði fyrirhugaða sumarhátíð í skóginum norðan við Bebenhausen.  Dagurinn varð því skyndilega autt blað. Krakkarnir fengu að fara út á svalir og prófa að vera léttklædd í hellidembu – það var gaman að sulla í pollunum […]

Fimleikar og sumarhátíð

Í morgunsárið voru keyptar tátiljur á þá sveimhuga og hlaupa/fótboltaskór á þann skapmikla – auk helgarinnkaupanna.  Þann stutta tíma sem frúin og sá skapmikli höfðu heima fyrripartinn var hann klipptur og skartar nú skotti. Eftir að stelpur voru sóttar var grauturinn etinn í snarhasti, því sú snögga átti að vera mætt á fimleikaæfingu klukkan tvö […]