Handverksmarkaður

Dagurinn byrjaði rólega, eins og oft um helgar, en seinnipartinn rölti fjölskyldan niður í bæ þar sem handverksmarkaður var í gangi við Jakobus-kirkjuna.  Þar var margt fallegra muna, harmonikkuleikur og iðandi mannlíf í 25°C hita, sól og logni.  Ekkert var þó keypt á þessum stað. Hins vegar var stoppað við grænmetismarkaðinn við Nunnuhúsið og keypt …

Bílaþvottur

Dagurinn í dag var tileinkaður þrifum – bóndinn fór með þá snöggu í leikskólann þar sem sú sveimhuga átti ekki að mæta fyrr en hálf tíu og þá til að fara í ferð út á engi sem var mjög skemmtileg og hún veiddi krybbu. Sá skapmikli hafði ofan af fyrir sjálfum sér á meðan frúin …

Fronleichnam …

heitir dagurinn í dag og útlegst á því ylhýra sem kristslíkama hátíð og er rauður dagur hér í landi. Deginum er fagnað hér í borg með Stocherkahnrennen sem er róðarkeppni á Neckar ánni.  Sigla bátarnir í kringum eyjuna niðri í bæ. Sem sannir Tübingen íbúar fórum við niðureftir til að taka þátt í hátíðarhöldunum, röltum …

Sund og leikrit

Dagurinn var tekinn snemma þar sem sú sveimhuga mætir klukkan átta á miðvikudögum, þegar hún, bóndinn og sú snögga voru komin á leiðarenda fór frúin með þann skapmikla í búð og svo heim. Eftir hefðbundnu morgunstörfin var gengið upp að bóndabæ – eins og fyrri daginn.  Á leiðinni tautaði sá skapmikli heilmikið um sóðaskap kúnna, …

Gönguferðum fækkar

Í morgun komust allir á sína staði á réttum tíma, þrátt fyrir að erfiðlega gengi að komast fram úr.  Það ringdi svolítið svo frúin og sá skapmikli dunduðu sér inni við fram eftir morgni. Klukkan rúmlega tíu fórum við niður í fundarsalinn á neðri hæðinni, en þar eru „frúarmorgnar“ á þriðjudögum frá 10-12.  Konur (menn …

Hörkulegt uppeldi!

Dagurinn var frekar snúinn – bóndinn í París og fyrsti dagur eftir frí hjá þeirri sveimhuga, svo allir þurftu að fara út í bíl fyrir klukkan átta í morgun.  Það hafðist allt og allir mættu á réttum tíma.  Við og sá skapmikli skruppum í matvörubúð um hálf níu og náðum okkur í mjólk og það …

Maurar og París

Dagurinn fór hægt af stað, bóndinn og frúin að reyna að jafna sig eftir svefnleysi síðustu nætur.  Eftir hádegismatinn var farið í enn einn göngutúrinn upp að bóndabæ, en að þessu sinni var farið nýja leið og jarðarberja akurinn skoðaður, þistlar eins og Eyrnaslapi vill borða og gengið inn í skóginn norðan við akrana.  Þar …