Enn einn dagur að kvöldi kominn – sama daglega stúss og venjulega, þveginn þvottur og settur út á pall. Setið yfir heimanámi og sú snögga sótt, skapið í henni er mjög snöggt þessa dagana og heldur erfitt að gera henni til hæfis. Sem dæmi þá var heimsóknin á bóndabæinn algjört frat í dag því þar …
Category Archives: Almennt
Heima á ný
Frúin kom heim í gær eftir rúmlega vikulanga vinnuferð til Íslands og komst að því að það er skrítnara að fara þangað í vinnuferð en að koma heim til sín í útlandinu. Amman og afinn aðstoðuðu bóndann við barnauppeldið á meðan og gekk það allt saman ljómandi vel. Dagurinn í dag var rólegur, frúin var …
Bless í bili
Frúin fer heim til Íslands á morgun, verður að vinna þar út næstu viku. Engar fréttir frá Tübingen fyrr en í byrjun júní.
Gaststätte Waldhäuser Hof
Rólegheita dagur enn og aftur, sú sveimhuga í hvítasunnu fríi, starfsdagur hjá þeirri snöggu og sá skapmikli heima að vanda. Skúrað fyrir morgunmat, setið yfir heimanámi og svo göngutúr upp að bóndabæ var það helsta sem gert var fyrir hádegið. Eftir hádegið var hárið á ömmunni litað og svo rölt niður í Penny Markt sem …
Þrumuveður
Í morgun vaknaði frúin um klukkan sjö við þrumuveðrið sem gekk yfir borgina. Þar með breyttist fyrirfram áætluð dagskrá og setið var inni fram yfir hádegið. Eftir matinn röltum við niður í bæ, hvorki íkornar né salamöndrur létu sjá sig í skóginum þennan daginn. Stopp dagsins var á leikvellinum í gamla grasagarðinum og þaðan var …
Sólhlíf
Morguninn var erfiður, sú snögga vildi ekki fara í leikskólann því þar væri leiðinlegt. Það hafðist þó að koma henni af stað. Sú sveimhuga átti að heimsækja bekkinn sinn í síðasta tímanum og svo er hún komin í ríflega tveggja vikna langt hvítasunnu frí. Skóladagarnir hér eru 185 á ári, en dreifast öðru vísi en …
Sund og dauður snákur
Fyrri part dags fóru sá skapmikli og amman í göngutúr út að sveitabænum á meðan frúin skutlaði þeirri sveimhuga, hjólið var tekið með en ekki notað þar sem: „ég kann ekki að hjóla!“ varð viðkvæðið. Hestar, kýr og býflugur voru skoðuð af miklum móð enda var liðinn hálfur sólarhringur síðan hann sá þetta síðast. Eftir …
Dásemdar dagur
Þegar búið var að koma þeim út úr húsi sem út áttu að fara keypti frúin litla sulllaug til að hafa úti á palli í góðu veðri, eftir gærdaginn var augljós þörfin á svoleiðis grip á heimilinu. Heimasæturnar allar fóru að sækja þá sveimhuga í skólann og svo var gengið um Lasarett (?) hverfið í …
Evróvision og afslöppun
Á laugardagsmorguninn byrjuðum við á því að fara á flóamarkað niðri á hátíðarsvæði, rétt við útisundlaug borgarinnar, þar gerðum við fín kaup. Æfingahjól fyrir þann skapmikla og kjóll á frúna – auk gúmmulaðis fyrir alla, var það sem rataði með í bílinn eftir röltið. Seinnipart dagsins notaði fjölskyldan til að undirbúa kvöldið og njóta veðurblíðunnar. …
Við erum flutt ;)
Í morgun átti að sofa út þar sem enginn þurfti að mæta neitt og var því ekki vaknað fyrr en hálf átta! Sú sveimhuga var ekki í skóla í dag, þar sem alþjóðlegi bekkurinn er ekki á föstudögum og hún ekki komin inn í sinn bekk ennþá. Sú snögga ákvað að vera heima í dag …