Sullumsull

Þetta var blautur dagur, ekki að það ringdi svo mikið – langt því frá.  Sá skapmikli er í koppaþjálfun eins og komið hefur fram, það skýrir mikinn hluta bleytunnar.   Hins vegar er myndarlegur pollur hér upp við húsið eftir rigningar síðustu kvöld og þar sat drengurinn og hellti yfir sig fötu eftir fötu, svo vinda …

Bón og Bebenhausen

Morguninn var erfiður, langur dagur í gær og þreyta í mannskapnum.  Allt hafðist þó að lokum og stelpurnar mættu á réttum tíma. Heimafyrir var sá skapmikli settur í pollabuxur og stígvél til að leika sér í pollum eftir næturregnið á meðan frúin og amman skúruðu og bónuðu herbergin. Sú sveimhuga var sótt fyrir hádegið, þá …

IKEA og koppaþjálfun

Hjónin tóku daginn frekar snemma og lögðu upp í ferð til Sindelfingen en þar eru Mercedes Benz með höfuðstöðvar og IKEA með verslun – ferðinni var að vísu bara heitið í það síðarnefnda og eyddum við nokkrum klukkustundum í skandinavísku andrúmslofti og nokkrum Evrum í leiðinni. Á heimavígstöðvum stóð amman í stórræðum með krakkaskarann, ferð …

Þrif og Nokia

Þennan daginn var kennari þeirrar sveimhuga ekki við, svo hún fór ekki í skólann, aðlögun enn í gangi.  Stúlkan byrjar inni í bekk eftir hvítasunnufríið sem verður tveggja vikna langt.  Krakkarnir hér eru að minnsta kosti ári á undan skólanum heima og sveimhuginn fer inn í það námsefni sem hún þekkir. Sú snögga var svo …

Skrifræðið ógurlega

Póstur dagsins hljóðaði: „Tollayfirvöld geta ekki samþykkt innihaldslýsingu þína þar sem hún er handskrifuð og ekki á ensku“.  Þess ber að geta að listinn var á íslensku/ensku. Svo ekki koma kassarnir til okkar í þessari viku. Sú snögga vakti okkur hjónin um sjö, dró frúna framúr og inn í eldhús og spurði hvernig þetta væri …

Leikskólinn

Þá er sú snögga orðin að leikskólastelpu hér í Þýskalandi, það var vel tekið á móti henni í morgun og krakkarnir farnir að bíða eftir þessum nýja Íslendingi.  Við mæðgur vorum þar fram að hádegi og tók hún fullan þátt í dagskránni, tvær vinkonur drógu hana svo út á leiksvæðið og þar var svo gaman …