Myndalaus niðurtalning

Þá er vikan flogin hjá, lítið var gert umfram það allra hefðbundna. Á miðvikudaginn kom þó skólasystir þeirrar sveimhuga í heimsókn, frúin greip tækifærið og var með stutta Íslandskynningu á þýsku fyrir móðurina – einnig smá lopaauglýsingu! Á laugardaginn fórum við í barnaafmæli til fyrrverandi nágrannans og skemmtum okkur konunglega í góðum félagsskap, haldið var …

Forsmekkur föstunnar

Vikan hefur liðið mjög hratt, hér hefur verið horft á handbolta, leikið úti í snjónum og við fengum gesti á miðvikudaginn sem stytta alltaf vikurnar þegar þau koma. Heimanámið hjá stelpunum hefur gengið vel og sá skapmikli verið sáttur í leikskólanum þessa viku, enda búinn að eignast nýjan vin sem er jafn gamall honum, einungis …

Snjór

Þema þessarar viku var semsagt snjór, á föstudaginn fyrir rúmri viku fór að snjóa og það snjóaði næstum því daglega alla vikuna og nutum við góðs af því.  Kunnugir vilja meina að hér hafi verið meiri snjór þessa vikuna en elstu menn muna.  Kannski muna elstu menn ekki neitt ofsalega margt. Á mánudaginn var farið …

Köln

Þá er fyrstu ferð þessa árs lokið, á mánudaginn fórum við í Sirkus í Stuttgart, þar var Heimsjólasirkus (árlegt) sem var algjörlega þess virði að sjá – nema hvað viðkvæmir áttu svolítið erfitt með eitt eða tvö atriðanna.  Eftir að heim var komið fór bóndinn og keypti vetrardekk undir bílinn og jólatréð fór aftur út …

Gleðilegt ár

og takk fyrir það gamla, vinir nær og fjær. Heldur hefur árið farið rólega af stað – eins og 2009 endaði, í eindæma rólegheitum og afslöppun! Síðasta vika  var með eindæmum róleg, hér var horft á sjónvarp, spilað Wii og margt fleira, lesið og púslað.  Þann 30. voru steiktar kleinur og skroppið á bíla- og …

Gleðileg jól

Á mánudaginn var fóru systur í skólann og drengurinn í leikskóla – sund hjá þeirri sveimhuga seinni partinn og dund inni við eftir það. Á þriðjudaginn var síðasti skóladagurinn fyrir jólin, þær voru búnar snemma svo að eftir hádegið voru fleiri piparkökur málaðar, spilað og lífsins notið. Á Þorláksmessu voru litlu jólin í leikskólanum hjá …

Aðventan í hámarki

Tíminn flýgur áfram svona rétt fyrir jólin. Á mánudaginn kom sú snögga heim með laflausa tönn – rétt eina!  Hafði lent í smá samstuði í leikfimi og tönnin losnaði svona rosalega, stuttu eftir heimkomuna var búið að kippa henni úr, sjö tennur farnar síðan í sumar og þrjár komnar upp! Þriðjudagurinn var hefðbundinn, frúin fór …

Jólamarkaðir

Og enn nálgast jólin, á mánudaginn var sund hjá þeirri sveimhuga og heimanám fram að kvöldmat eftir það. Á þriðjudaginn var dúllað heimavið eftir skóla, smá föndur og dund. Á miðvikudag kom barnapían, öllum til mikillar ánægju.  Við hjónin gátum skroppið og keypt jólagjafir handa krökkunum og komum við á litlum pizzastað á heimleiðinni.   Ítalirnir …

Jólin nálgast

Á mánudaginn var „Bastelmittag“ í skólanum hjá þeirri sveimhuga, föndur vegna Mali basars sem var haldinn í gær.  Frúin og dæturnar skelltu sér í föndur og höfðu gaman af. Á þriðjudaginn fór sú sveimhuga til tannlæknis, eftir það fékk frúin húsmæðraorlof og nýtti það til að skoða föt, fara í matvörubúð og skella sér á …