Góðir dagar

Á mánudegi var veðrið ekki til að hrópa húrra yfir, skýjað og svalt.  Við fórum samt af stað fyrir hádegið, byrjuðum í Metzingen þar sem keyptir voru skór, þaðan ókum við svo í gegnum Bad Urach til Ulm.  Þar var þungskýjað og rok, við fórum samt ótrauð upp í hæsta kirkjuturn í Evrópu, nema amman …

Ferðagleði

Á þriðjudegi fórum við í smá ferðalag – nema bóndinn sem hafði lagst veikur þegar hann kom heim úr vinnu á mánudegi. Ekið var niður að Bodensee og út á Mainau eyju sem er blómaeyja í eigu Bernadotte fjölskyldunnar – eða eignarhaldsfélagi þeirra.  Þar eru blóm og tré út um allt, ofsalega fallegar skreytingar og …

Vei, vei

… það eru komir gestir – eru að vísu ekki hjá okkur eins og er, en samt. Á mánudaginn var frjálsíþróttadagur í skólanum hjá systrunum, mjög gaman að stökkva, kasta, hlaupa og gera ýmislegt með félögunum og bónus að það var engin kennsla!  Yngri krakkarnir fóru í leikfimi eins og vanalega. Á þriðjudegi var skóli …

Slappleiki – föndurvinna

Þá er það reglan og hversdagsleikinn aftur, krakkar áttu ótrúlega auðvelt með að vakna og koma sér í skóla og leikskóla á mánudagsmorgni, sá skapmikli vildi reyndar helst vera heima hjá frúnni, en fékk engu ráðið – og skemmti sér konunglega með vinunum í leikskólanum.  Þau yngri fóru í leikfimina sína, en sú sveimhuga upplifði …