Gleðilega páska kæru lesendur nær og fjær! Þá er það vikuyfirlitið. Á mánudag fram á miðvikudag var skóli hjá krökkunum eins og vanalega (sá skapmikli fékk frí á fimmtudag, en skírdagur var síðasti opnunardagur fyrir páska). Allt var það nú hefðbundið fyrir utan óvanalega lítið heimanám þá vikuna. Á þriðjudegi áttuðum við hjónakornin okkur á …
Category Archives: Ferðalög
Kölnarmyndir
Köln
Þá er fyrstu ferð þessa árs lokið, á mánudaginn fórum við í Sirkus í Stuttgart, þar var Heimsjólasirkus (árlegt) sem var algjörlega þess virði að sjá – nema hvað viðkvæmir áttu svolítið erfitt með eitt eða tvö atriðanna. Eftir að heim var komið fór bóndinn og keypti vetrardekk undir bílinn og jólatréð fór aftur út …
Ýmsar (jólamarkaða) myndir
Jólamarkaðir
Og enn nálgast jólin, á mánudaginn var sund hjá þeirri sveimhuga og heimanám fram að kvöldmat eftir það. Á þriðjudaginn var dúllað heimavið eftir skóla, smá föndur og dund. Á miðvikudag kom barnapían, öllum til mikillar ánægju. Við hjónin gátum skroppið og keypt jólagjafir handa krökkunum og komum við á litlum pizzastað á heimleiðinni. Ítalirnir …
Ýmislegt og Blautopf – myndir
St. Martin og Blautopf
Enn líður tíminn, þriðjudagur var hefðbundinn með kvennakaffi að morgni, heimalærdómi eftir hádegið og skókaupum seinni partinn. Á miðvikudaginn skrapp frúin með gamla nágrannanum til litlu Ameríku að versla seríos og svoleiðis góðgæti, nágranninn kom svo í heimsókn með sína stráka, við fjórum á bændamarkað í bænum og á leikvöllinn í gamla Grasagarðinum. St. Martin …
Mannamyndir
Ísland – Þýskaland
Stuttri heimsókn á klakann er lokið, margar heimsóknir og jafnframt margir sem við sáum ekki. Að heilsast og kveðjast, það er lífsins saga. Þeim skapmikla fannst mikið til koma hvað allir töluðu íslensku í kringum hann á klakanum! Sú snögga var ánægð með skóla þar sem hægt var að fá heitan mat í hádeginu, þvílíkur …