Foss og ammælis

Þriðjudagurinn rann hjá, átakalítill, heimanám unnið rösklega og leikið. Í gær var lítið heimanám eins og oft á miðvikudögum og var lagst í ferð með ameríkönunum af því tilefni.  Förinni heitið til Bad Urach, sem er í um hálftíma aksturs fjarlægð, handan Reutlingen.  Þar vorum við frúrnar búnar að frétta af kastalarústum og fossi sem …

Flóamarkaðir og grasker

Á fimmtudag fór tíminn að skóla loknum að mestu í heimanám og búðarferð. Á föstudaginn byrjuðu fimleikarnir aftur hjá þeirri sveimhuga og þeirri snöggu og voru þær þokkalega sáttar við það.  Á meðan sú sveimhuga var í sínum tíma fórum við hin á bókasafnið með ameríkönunum, en eldri stelpan þeirra ætlar líka að vera í …

Tásur og kastali

Á mánudaginn var hefðbundið hversdagslíf við líði, að vísu var slett í vöfflur í kaffinu og ameríska kvenpeningnum boðið heim, þær höfðu aldrei smakkað svona kruðerí og líkaði ágætlega. Á þriðjudaginn var kvennahittingur í kjallaranum og eftir hádegið var farið í leikvallaveiðitúr um Wanne, þar fundum við fínan leikvöll og ein mamman var með andlitsmálningu …

Síðasta útilega þessa árs

Þá er vika flogin hjá – á mánudaginn var gerðist lítið.  Leikið inni og úti, þvottur þveginn, prjónað og lesið. Á þriðjudaginn var kvennamorgunn á neðri hæðinni, mikið spjallað og upplýsandi hittingur.  Eftir hádegið fór frúin með þá sveimhuga, þá snöggu og þann skapmikla í sund í samfloti við amerísku frúna og hennar dætur.  Ferðin …