Stóra útilegan, Sviss og norður Ítalía (Austurríki og Lichtenstein), 2. hluti

Á laugardagsmorgninum var tjaldinu pakkað saman aftur og lagt í Dólómítafjöllin, sveitavegirnir voru eknir alla leiðina til Campitello di Fassa sem er rétt við Canazei í Trentines í Dólómítafjöllunum.  Ætlunin var nú að fara hraðbrautina að einhverju leiti – en enn og aftur gekk það ekki þrautarlaust, svo við keyrðum þess í stað í gegnum …

Stóra útilegan, Sviss og norður Ítalía (Austurríki og Lichtenstein), 1. hluti

Miðvikudagsmorgun í síðustu viku, 19. ágúst, var lagt upp í það sem átti að vera vikulöng útilega um fjallasvæði Alpanna og Dólómítafjöll Ítalíu.  Við höfðum ekið í um hálftíma þegar við áttuðum okkur á því að það væri betra að hafa vegabréfin meðferðis þegar heimsækja ætti fjögur lönd, því var snúið við og þau sótt.  …

Línuskautar og Reutlingen

Í morgun fóru 4/5 af meðlimum fjölskyldunnar á línuskauta hér fyrir utan, það gekk svolítið misjafnlega, en allir heilir að lokum. Eftir hádegið fórum við á Antiksölu hér sunnan við borgina að skoða, sáum margt fallegt og bóndinn keypti ermahnappa.  Þaðan fórum við til Reutlingen, gengum þar um miðborgina og sáum falleg hús og gosbrunna.  …

Bodensee – fyrsta útilegan í Þýskalandsdvölinni

Á föstudagsmorgni voru allir spenntir yfir því að fara í útilegu, fyrst þurfti að skreppa í bæinn og kaupa sængurgjöf til Kanada, setja myndir í framköllun og gera smávægilega verðkönnun á raftækjum. Eftir hádegið kom bóndinn heim, svefnpokum, dýnum, tjaldi og öllu tilheyrandi var hrúgað í bílinn og haldið af stað suður að Bodensee vatni …