Wilhelma á ný

Fyrsti dagur í sumarfríi byrjaði vel – sofið út, eða svoleiðis, sú snögga kom inn til okkar korter yfir sjö!  Allir komnir á fætur fyrir átta til að vera tilbúnir í dýragarðinn.  Við náðum hálf tíu lestinni, skildum bóndann eftir heima í vinnunni og fórum á vit ævintýranna. Dagurinn var fallegur og góður – látum …

Fimleikar og sumarhátíð

Í gærmorgun fór bóndinn snemma með sá snöggu í leikskólann því sú sveimhuga mætir seint á föstudögum.  Í morgunsárið komu líka tveir iðnaðarmenn til að laga rimlahlerana okkar, stöngin í stelpnaherberginu brotnaði af í lok maí.  Þeir skrúfuðu eitt stykki úr, kíktu á gluggann á baðherberginu og sögðust hringja síðar.  Svo mikið fyrir þá viðgerð. …

Ævintýramyndir

Tíkin Lukka vildi ekki festast á filmu, kýrin Búkolla hafði einu sinni verið til á bænum – svo mikil var ánægja bóndans með Íslandsdvölina.  Seinna standa vonir til að hjónin hitti aftur dóttur bóndans og fjölskyldu til söngstundar, þar sem skipst verður á íslenskum og þýskum söngvum. Í dag var myndavélin því miður ekki tekin …

Ævintýraleg helgi

Þessa helgina var aldeilis lagt land undir fót.  Í gær var þó byrjað rólega, sofið frameftir, skúffukaka bökuð fyrir hádegið og eftir matinn fór fjölskyldan í vesturbæinn.  Þar var margt um manninn á sumarhátíð hverfisins, fólk að selja úr geymslum sínum, matur og drykkir á hverju horni. Flugvélar smíðaðar og tónlistarfólk að spila.  Sól skein …