Bakarasmiður

Veðurspá dagsins hljóðaði upp á skúri víðast hvar í nágrenninu og heldur svalan dag.  Það var því upplagt að aka suður á bóginn, nærri því suður að Bodensee og fara í skemmtigarð – Ravensburger Spielland. Farið var af stað vel fyrir hádegið með nesti og regnjakka í farangrinum og valið að aka sveitaleiðina.  Á leiðinni […]

„Hagelloch er fallegur bær …“

Hljómaði upphaf símtals frá bóndanum í lok vinnudags.  Það er bær sem er í um 2,5 km. fjarlægð frá okkur – hann hafði tekið vitlausan strætó og ákvað að labba heim þaðan og við fórum að sjálfsögðu á móti honum.  Við ákváðum að gera almennilegan göngutúr úr ferðinni og gengum inn í skóg, stoppuðum þar […]

Viðburðaríkar myndir

Við gistum öll á efstu hæðinni, stelpurnar lengst til vinstri og við hjónin þar við hliðina. Sá skapmikli búinn að stökkva öllum óvættum á brott með prikinu góða. Við gengum upp að vindmyllu sem var á hæðinni fyrir ofan hesthúsin.  Þar voru moldvörpuhrúgur út um allt, en íbúarnir létu ekki sjá sig. Dropasteinarnir stækka um […]

Wilhelma í Stuttgart

Ekki er ofsögum sagt af fegurð dýra- og grasagarðsins Wilhelma í Stuttgart en þar eyddum við einmitt deginum í dag.  Allur gróður í miklum blóma og dýralífið blómstraði einnig, aldrei áður hefur fjölskyldan sé jafn margt af ungviði í dýragarði. Nesti var haft meðferðis og snætt við upphaf skoðunar á garðinum og þótti þeirri snöggu […]