Veðurspá dagsins hljóðaði upp á skúri víðast hvar í nágrenninu og heldur svalan dag. Það var því upplagt að aka suður á bóginn, nærri því suður að Bodensee og fara í skemmtigarð – Ravensburger Spielland. Farið var af stað vel fyrir hádegið með nesti og regnjakka í farangrinum og valið að aka sveitaleiðina. Á leiðinni …
Category Archives: Ferðalög
Myndir – ekki frá Hagelloch
„Hagelloch er fallegur bær …“
Hljómaði upphaf símtals frá bóndanum í lok vinnudags. Það er bær sem er í um 2,5 km. fjarlægð frá okkur – hann hafði tekið vitlausan strætó og ákvað að labba heim þaðan og við fórum að sjálfsögðu á móti honum. Við ákváðum að gera almennilegan göngutúr úr ferðinni og gengum inn í skóg, stoppuðum þar …
Risaeðlumyndir
Risaeðlur og meiri þrælavinna
Dagurinn lofaði góðu strax í morgunsárið – krakkarnir sváfu óvenju lengi, sú sveimhuga kom ekki inn til okkar fyrr en um átta! Það var hlýtt snemma og útlit fyrir fallegan dag. Fyrir hádegið var nesti smurt og sett í nýju kælitöskuna, bíllinn fylltur af dóti og fólki og ekið til Holzmaden en þar er Urweltmuseum …
Viðburðaríkar myndir
Við gistum öll á efstu hæðinni, stelpurnar lengst til vinstri og við hjónin þar við hliðina. Sá skapmikli búinn að stökkva öllum óvættum á brott með prikinu góða. Við gengum upp að vindmyllu sem var á hæðinni fyrir ofan hesthúsin. Þar voru moldvörpuhrúgur út um allt, en íbúarnir létu ekki sjá sig. Dropasteinarnir stækka um …
Viðburðaríkir dagar
Í gær fór sú snögga á leikskólann og skemmti sér afar vel. Á meðan hún var þar, þreif frúin heima og plantaði hinum krökkunum fyrir framan sjónvarpið á meðan slett var í eina skúffuköku í nestið. Eftir að búið var að sækja leikskóladömuna var pakkað niður og stokkið upp á bóndabæ til að kaupa jarðarber …
Myndir úr Wilhelmu
Að lokum eru svo myndir af fólkinu í upphafi ferðar:
Wilhelma í Stuttgart
Ekki er ofsögum sagt af fegurð dýra- og grasagarðsins Wilhelma í Stuttgart en þar eyddum við einmitt deginum í dag. Allur gróður í miklum blóma og dýralífið blómstraði einnig, aldrei áður hefur fjölskyldan sé jafn margt af ungviði í dýragarði. Nesti var haft meðferðis og snætt við upphaf skoðunar á garðinum og þótti þeirri snöggu …