Hallarmyndir ofl.

Snúið upp á kleinur
Snúið upp á kleinur
Lesið fyrir yngri systkinin.
Lesið fyrir yngri systkinin.
Leikritið "Ég kann ekki meira labbið!" Leikendur: Frúin og sá skapmikli.
Leikritið "Ég get ekki lengur labbið!" Leikendur: Frúin og sá skapmikli.
Hermaður og prinsessur.
Hermaður og prinsessur.
Ég vil ekki dansa!
Ég vil ekki dansa!
Dansinn stiginn.
Dansinn stiginn.
Á leiksviði.
Á leiksviði.
Konunglegur kvöldverður.
Konunglegur kvöldverður.
Sögustund í svefnherberginu.
Sögustund í svefnherberginu.
Stærsta graskerið 2010 - ríflega 600 kg!
Stærsta graskerið 2010 - ríflega 600 kg!
Hrekkjarvökubros.
Hrekkjarvökubros.
Graskershöfrungar.
Graskershöfrungar.
Ludwigsburg - álman sem við skoðuðum í baksýn.
Ludwigsburg - álman sem við skoðuðum í baksýn.
Sunnudagsafslöppun - grasker í haustskreytingu.
Sunnudagsafslöppun - grasker í haustskreytingu.

Prinsessur og hermaður

Yfirstrikunarvika að baki – allt svo, búið að strika töluvert af listanum sem gerður hefur verið yfir atburði, staði og ýmislegt sem eftir á að skoða/heimsækja/kaupa/gera…

Á mánudegi var skóli, leikskóli, íþróttaskóli og frjálsar – hefðbundinn langur mánudagur.  Stelpur hjóla ekki lengur á æfingar þar sem það er orðið of dimmt klukkan sjö til að þær hjóli einar heim.

Á þriðjudegi fór sú sveimhuga í sína leikfimi og seinni partinn kom amerískur vinur okkar með börnin sín (þýsk/íslenska eiginkonan var í Bæjaralandi) og steikti með okkur kleinur.  Hér var því bræla fram á miðviku- eða fimmtudag!

Á miðvikudegi var föndur í leikskólanum, gerð voru ljósker fyrir dag heilags Martins sem er um miðjan nóvember.

Á fimmtudegi fóru frúin og sú sveimhuga í skóleiðangur og það sama var gert með þeirri snöggu daginn eftir.

Á föstudegi fór sú snögga í reiðtíma – ekki var hægt að fara með þær systur báðar, þar sem tveir teymarar hefðu þá þurft að fylgja.  Enn sem fyrr var glæsileiki frúarinnar ekki dreginn í efa þar sem hún hálf dróst (rauð og blá í framan af mæði) utan í glæsilega jarpa hrossinu!  Vonir standa til að áður en yfir líkur verði frúin farin að geta hlaupið nokkra hringi án þess að standa á öndinni – ásamt því að dæturnar kunni að sitja hast brokk.  Eftir skókaup var fjárfest í boxi til að setja á topp bílsins, svo hægt verði að fara í almennilegar útilegur á Íslandi næsta sumar!

Á laugardegi var ræst snemma og stefnan tekin norður í höllina í Ludwigsburg.  Þar fóru krakkarnir í svokallað „Kinderreich“ eða barnaríkið þar sem þau máttu klæða sig uppá og upplifa hallarlíferni í tvær stundir – höfðu foreldrarnir líklega næstum því jafn gaman af tiltækinu og börnin.  Þegar því lauk var farið í skoðunarferð um nokkur af ríflega 460 herbergjum hallarinnar.  Eftir það fórum við út að skoða grasker – þemað í ár var lífið í sjónum og svo kíktum við á þá tvo hluta garðanna sem við komumst ekki yfir að skoða í fyrra.

Á sunnudegi var alþjóðlegt hádegissnarl hér niðri, kleinurnar fyrrnefndu voru okkar framlag.  Margt nýtt fólk mætti í þetta skiptið og ýmsir sem munu bara stoppa stutt.  Sú sveimhuga lék á þverflautu og frúin messaði yfir barnalækni frá Georgíu um nauðsyn táknmáls fyrir börn með kuðungsígræðslu.  Seinnipartinn var flugdrekum komið á loft, tekið til úti á palli og rusli hent.

Þá er ein vika eftir í skólanum fram að haustfríi – það stendur í viku og að því loknu eru ekki nema rúmlega sex vikur í jólafrí!

Tíminn líður, trúðu mér.

Gestamyndir og hesta.

Sú snögga og sú sveimhuga á þriðjudagshrossunum.
Sú snögga og sú sveimhuga á þriðjudagshrossunum.
Á Bella Roma.
Á Bella Roma.
Monguskettirnir alltaf í stuði!
Monguskettirnir alltaf í stuði!
Ef vel er að gáð sést lítill haus standa upp úr kviðpokanum.
Ef vel er að gáð sést lítill haus standa upp úr kviðpokanum.
Kíkt á mörgæsir.
Kíkt á mörgæsir.
Saumaskapur á sunnudegi.
Saumaskapur á sunnudegi.

Gestablús enn og aftur.

Á mánudegi var hefðbundin dagskrá, nema hvað gestirnir voru sendir niður í bæ á eigin spýtur til að kíkja í búðir og á falleg hús.  Krakkar stunduðu sitt nám og íþróttaiðkun.

Á þriðjudegi fór frúin með gestina til Reutlingen til að versla svolítið, skildi þau eftir þar til að taka lestina heim.  Hér heima var lært og svo var reiðnámskeið hjá stúlkunum fyrir kvöldmat.  Ekki þurfti að leggja á, því hestarnir þeirra voru í notkun.  Sú sveimhuga fékk einn stóran en sú snögga einn lítinn.  Þær þurftu að láta teyma undir sér, því ekki höfðu þær alveg lag á að sitja brokk – rasssæri var viðloðandi út vikuna.

Á miðvikudegi fóru gestirnir í bíltúr upp að Lichtenstein kastala og í kirkjuna í Zwiefalten, hér var lært og leikið – farið að verða svalt úti.

Á fimmtudegi fórum við öll niður í bæ eftir heimanám (bíllinn skrapp enn og aftur á verkstæði!).  Dótabúð og bókabúð ásamt leikvelli voru helstu aðdráttaröflin í bænum í þetta skiptið.  Ferðin endaði á Bella Roma, sem stóð undir væntingum enn og aftur.

Á föstudegi fóru gestirnir aftur í bæinn, systur fóru á reiðnámskeið – þar sem frúin þurfti að leggja á tvo risa á 20 mín – en þeir voru staðsettir í sitthvoru hesthúsinu!  Mikil hlaup fram og til baka, en allt hafðist þetta.  Þangað til það kom í ljós að frúin átti að teyma undir annarri dótturinni og dröslaðist hring eftir hring hangandi í hrossinu – sem brokkaði nokkra hringina (það hlýtur að hafa verið spaugileg sjón! Þessi hross eru engin smásmíði og þegar þau hlaupa út undan sér með svona stúf hangandi í taumunum!)  Hún var því frekar búin þegar hjólað var heim.  Sá skapmikli sat eins og dúkka og horfði á – og sofnaði sitjandi.

Um kvöldið skildi frúin gestina eftir heima og fór í saumaklúbb þar sem prjónað var úr íslenskum lopa og spjallað á þýsku fram til klukkan 1!

Á laugardegi fór allur hópurinn til Stuttgart í Wilhelma, það var rigningarsuddi, en gaman eins og alltaf.  Á heimleiðinni var stoppað á tyrkneskum stað.

Á sunnudegi voru gestirnir svo keyrðir til Frankfurt – síðasta ferðin af þessu taginu í þessari dvöl hér.  Seinnipartinn voru svo saumaðar húfur fyrir krakkana.

Nú eru bara tvær vikur í haustfrí krakkana, eitthvað þarf að gera þá.

Októberfest og gestir – myndir

Eftir bunu í þessari rennibraut týndist sá skapmikli í smástund.
Eftir bunu í þessari rennibraut týndist sá skapmikli í smástund.
Efst í Parísarhjólinu.
Efst í Parísarhjólinu.
Þarna uppi vorum við!
Þarna uppi vorum við!
Fyrir utan eitt af "tjöldunum" á Októberfest.
Fyrir utan eitt af "tjöldunum" á Októberfest.
"Tjald"
"Tjald"
Margir uppáklæddir eins og Íslendingarnir.
Margir uppáklæddir eins og Íslendingarnir.
Flott könguló í fallegum vef.
Flott könguló í fallegum vef.
Gestir á göngu uppi við Schönbuch.
Gestir á göngu uppi við Schönbuch.
Kíkt á kálfa.
Kíkt á kálfa.
Rólað í tré.
Rólað í tré.
Gaman inni í tré fyrir utan leikskólann.
Gaman inni í tré fyrir utan leikskólann.
Nestisstund í góðum félagsskap.
Nestisstund í góðum félagsskap.
Leikið í laufum.
Leikið í laufum.

Afmæli og gestir

Á mánudegi var allt eins og vanalega, krakkar í skóla/leikskóla og íþróttir hjá þeim yngri.  Stelpurnar hjóluðu á æfingu í frjálsum og einar heim eftir æfinguna, frúin fór á maraþonkvöld í foreldrafundum, fyrst hjá þeim skapmikla, fór þaðan of snemma og beint á fund fyrir þá snöggu.  Var þar í tvo og hálfan tíma!  Mikið sem þurfti að ræða.

Á þriðjudegi fór sú sveimhuga í leikfimi og sú snögga í heimsókn til vinkonu sinnar.  Sú sveimhuga fór svo í heimsókn til vinkonu svo frúin og sá skapmikli dunduðu bara tvö stóran part dagsins.

Á miðvikudegi tók heimanámið stóran part úr deginum en eftir það fór öll fjölskyldan á Cannstatt Volksfest – sem sagt Októberfest í Stuttgart.  Þar skemmtu allir sér konunglega, sá skapmikli týndist að vísu í augnablik og var það skelfilegt!  Krakkarnir sáu útúrdrukkið ungmenni og sjúkrabíl með ljósum koma að sækja hann og vita nú að ekki er gott að drekka of mikinn bjór – alla vega ekki á einu kvöldi!  Fjölskyldan fór í skemmtihús þar sem frúin hrundi í gólfið í stóru hamstrahjóli og komst hvorki lönd né strönd vegna hláturkasts og kútveltings – var það hápunktur kvöldsins.

Á fimmtudegi fór sá skapmikli til vinar síns í heimsókn á meðan tekið var til heima og gert klárt fyrir gestakomu.  Um kvöldið var óvenju stuttur foreldrafundur hjá þeirri sveimhuga, bara einn og hálfur tími!

Á föstudegi átti frúin afmæli, var vakin með söng og pakkaflóði – krakkarnir fengu öll myndavélar í tilefni dagsins og hafa verið dugleg að taka myndir síðan. Fyrir hádegið náði frúin að senda 3 kafla í yfirlestur til leiðbeinanda.  Svo var bakað og farið með stelpur upp að hesthúsum þar sem þær áttu að byrja í reiðtíma – það gekk hins vegar ekki í þetta skiptið vegna misskilnings, en þær byrja bara á þriðjudaginn í staðinn.  Um kvöldið kom fyrrverandi barnapían í mat og hér var spjallað fram yfir miðnætti.

Á laugardegi fór frúin til Frankfurt að sækja frænda sinn, kærustu hans og son þeirra.  Ferðirnar gengu áfallalaust og eftir að heim var komið fóru allir í góðan göngutúr upp að skógi og bóndabæ.

Á sunnudegi var slakað á fyrri partinn en gengið í nýja Lystigarðinn seinnipartinn, þar hittum við búlgörsku vinina.  Svo var pöntuð pizza í kvöldmat þegar krakkar voru búin að leika sér nægilega í laufhrúgum.

Fyrir liggur vika með gestum, eitthvað verður þeim sýnt og dúllast, reiðnámskeið og vonandi dýragarðsheimsókn.

Epli og tær – myndir

Epli hrist niður úr tré - eins gott að verða ekki undir.
Epli hrist niður úr tré - eins gott að verða ekki undir.
Sett í poka.
Sett í poka.
Epli veidd af greinum.
Epli veidd af greinum.
Sá skapmikli, besti vinurinn og bróðir hans reyna að lyfta pokanum.
Sá skapmikli, besti vinurinn og bróðir hans reyna að lyfta pokanum.
Komin upp í tré - á leiðinni niður aftur.
Komin upp í tré - á leiðinni niður aftur.
Hjólað upp að bóndabæ.
Hjólað upp að bóndabæ.
Tréhúsið stendur.
Tréhúsið stendur.
Berfótagangan að hefjast.
Berfótagangan að hefjast.
Gengið á bjálkum.
Gengið á bjálkum.
Vatnið var kalt, allt að 50 sm. djúpt þar af um 30 sm. af drullu!
Vatnið var kalt, allt að 50 sm. djúpt þar af um 30 sm. af drullu!
Fagur fótur frúarinnar!
Fagur fótur frúarinnar!
Komin upp úr drullunni.
Komin upp úr drullunni.
Skolað af sér í hreina læknum.
Skolað af sér í hreina læknum.

Gestablús og sameiningardagur

Á mánudaginn var allt hefðbundið, skóli, leikskóli, íþróttaskóli og frjálsar.  Amman sá um spilamennsku og lestur fyrir þá sem biðu heima í hvert skipti.

Á þriðjudegi náðir amman að útrétta svolítið, auk þess að lesa fyrir barnabörnin og spila við þau.  Hjónin nýttu tækifærið og skruppu aftur í húsgangabúð til að láta sig dreyma.

Á miðvikudegi keyrði frúin til Frankfurt og kom ömmunni í flug, gekk það allt áfallalaust og stoppaði svo í IKEA á heimleiðinni.  Bóndinn sinnti heimilinu á meðan með snilldarbrag.  Gestablús gerði vart við sig um kvöldið – en það frábæra orð fékk ég að láni frá vinkonu sem bjó í Svíþjóð í nokkur ár.

Á fimmtudegi lagðist bóndinn í rúmið með pest, sú sveimhuga var lengi að læra og missti því af eplatínslu í leikskóla þess skapmikla.  Sú snögga fór upp í tré til að hrista, en kaus að koma fljótlega niður aftur.  Frúin hitti sænsk/ítölsk hjón í leikskólanum og komst að því að þýskan hefur yfirtekið staðinn í heilanum þar sem áður var skandinavíska!

Á föstudegi var bóndinn enn heima, eftir skóla og heimanám hjólaði frúin með krökkunum upp að bóndabæ með viðkomu í fína tréhúsinu þeirra krakkanna.

Á laugardegi var ákveðið að hætta bóndanum út úr húsi til að fara í IKEA þar sem frúnni hafði litist svo vel á úrvalið þar.  Það er skemmst frá því að segja að við erum meira Billy fólk en sérsmíðað!

Sunnudagurinn er sameiningardagur Þýskalands, nú eru 20 ár liðin frá undirritun.  Það var haldið upp á daginn í Bremen og þar hélt forsetinn, Christian Wulff, sína fyrstu stóru ræðu þar sem hann bauð íslamstrúarfólk velkomið til landsins.  Ekki urðum við vör við önnur hátíðarhöld í tilefni dagsins.  Frúin skrapp með krakkana til Ötisheim norð-austan við Stuttgart í berfótagöngu.  Var það vel til fundið í 25 stiga hita og sól.

Það styttist í næstu gesti og nú eru ekki nema sléttir 3 mánuðir þangað til frú og börn flytja til Íslands!

Ömmumyndir

Eplin á bóndabænum eru freistandi.
Eplin á bóndabænum eru freistandi.
Kvöldmatur á Wurstküche.
Kvöldmatur á Wurstküche.
Smá nestisstund í berfótagöngu.
Smá nestisstund í berfótagöngu.
Gengið á trjástubbum.
Gengið á trjástubbum.
Krúttlingasystkinin.
Krúttlingasystkinin.
Gengið yfir engið.
Gengið yfir engið.
"Tee-pee" húsið tilbúið - íbúarnir sælir með árangurinn.
"Tee-pee" húsið tilbúið - íbúarnir sælir með árangurinn.
Kengúra með unga í poka.
Kengúra með unga í poka.
Amman, þýsku vinirnir og stelpurnar horfa á oturinn.
Amman, þýsku vinirnir og stelpurnar horfa á oturinn.
Það var nógu gott veður til að borða ís!
Það var nógu gott veður til að borða ís!

Amma í heimsókn

Á mánudaginn var skóli og íþróttir – systurnar fóru í frjálsar seinnipartinn og líkaði ljómandi vel.

Á þriðjudegi fékk frúin leigðan bíl hjá umboðinu og sótti tengdamömmu sína til Frankfurt á meðan bóndinn hætti snemma í vinnu til að sækja börn og sinna þeim.  Miklir gleðifundir urðu þegar amman kom heim og margt að spjalla og sýna henni.

Á miðvikudegi heyrðist ekkert af bílnum okkar, eftir hádegið gengum við niður í bæ, frúin tók þátt í samsöng í litlum bæ sunnan við Tübingen á meðan bóndi og börn sýndu ömmunni örlítið af borginni.  Endað var á að borða kvöldmat á Wurstküche.

Á fimmtudegi var bíllinn loksins tilbúinn svo eftir heimanám var hann sóttur – sú snögga er byrjuð að læra skrifstafi og reiknar eins og herforingi, sú sveimhuga reiknar tvær plústölur og eina mínustölu (allar þriggjastafa) í huganum, svona tæplega 200 dæmi!

Hersingin fór öll saman að sækja bílinn og þaðan til Hechingen í berfótagöngu og til að sjá Hohenzollern í fjarlægð.

Á föstudegi fórum við í góðan göngutúr upp að skógi, yfir engið og inn í skóg, þar var slegið upp nokkurs konar Tee-pee þar sem sú sveimhuga var arkitekt og byggingameistari, sú snögga flutningsmeistari og sá skapmikli var sjóræningjameistari!  Að lokum var kíkt á kýrnar og nýr mais keyptur í forrétt.

Á laugardegi var sú snögga boðin í afmæli, hjónin nýttu pössunina og fóru til Reutlingen að skoða húsgögn – urðu alveg veik og keyptu eitt rúm.  Eftir að heim kom lagðist frúin í rúmið til að vera veik í klukkutíma á meðan spilað var í stofunni.

Á sunnudegi fórum við í Wilhelma og stefndum gömlu þýsku vinunum þangað líka.  Við sáum meðal annars lítið kengúruskott stingast upp úr poka, letidýr með unga, otur og tígrisdýr – og auðvitað litlu sætu górilluungana eins og alltaf!  Frábær dagur sem endaði á Bella Roma.