Góðir dagar – myndir

Ulm Münster - næstum því efst á myndinni er útsýnirpallurinn sem við fórum á.
Ulm Münster - næstum því efst á myndinni er útsýnirpallurinn sem við fórum á.
Séð yfir Dóná, Ulm til hægri og Neu Ulm til vinstri.
Séð yfir Dóná, Ulm til hægri og Neu Ulm til vinstri.
Orgel kirkjunnar og vígbúinn engill þar fyrir neðan.
Orgel kirkjunnar og vígbúinn engill þar fyrir neðan.
Skemmtilegur gosbrunnur í Ulm - hægt að bleyta sig MIKIÐ!
Skemmtilegur gosbrunnur í Ulm - hægt að bleyta sig MIKIÐ!
Staðið með bakið í Ulm, bókasafnið er glerpíramídinn vinstra megin við kirkjuna, þetta hverfi heitir Fischerstechen.
Staðið með bakið í Dóná, bókasafnið er glerpíramídinn vinstra megin við kirkjuna, þetta hverfi heitir Fischerstechen.
Borðað á Bella Roma.
Borðað á Bella Roma.
Loksins 4!
Loksins 4!
Kakan skreytt af miklum móð.
Kakan skreytt af miklum móð.
Búið að syngja - Búlgararnir ekki mættir.
Búið að syngja - Búlgararnir ekki mætt.
Róið á Dóná.
Róið á Dóná.
Vinafólkið.
Vinafólkið.
Eitt af fallegu húsunum í Tübingen, Neckargasse 2.
Eitt af fallegu húsunum í Tübingen, Neckargasse 2.
Biskmark turninn ofan við Tübingen - útsýnið er heldur minna en það var fyrir 100 árum.
Biskmark turninn ofan við Tübingen - útsýnið er heldur minna en það var fyrir 100 árum.
Blómið við Ammergasse skoðuð.
Blómið við Ammergasse skoðuð.
Sá skapmikli vildi ekki vera með á myndinni fyrir framan ráðhúsið.
Sá skapmikli vildi ekki vera með á myndinni fyrir framan ráðhúsið.
Grænmetis og blómamarkaðurinn á ráðhústorginu.
Grænmetis og blómamarkaðurinn á ráðhústorginu.
Blómahaf við Ammerkanal fyrir framan Nonnenhaus.
Blómahaf við Ammerkanal fyrir framan Nonnenhaus.

Góðir dagar

Á mánudegi var veðrið ekki til að hrópa húrra yfir, skýjað og svalt.  Við fórum samt af stað fyrir hádegið, byrjuðum í Metzingen þar sem keyptir voru skór, þaðan ókum við svo í gegnum Bad Urach til Ulm.  Þar var þungskýjað og rok, við fórum samt ótrauð upp í hæsta kirkjuturn í Evrópu, nema amman sem beið inni í kirkjunni.

Upp þrepin 768 fóru allir, þrátt fyrir rok í efsta stiganum og erfiðleika við að mæta fólki á niðurleið – þegar við sáum einfætta manninn á hækjunum þarna uppi var ákveðið að ekkert væri þess virði að kvarta yfir á þessum stað!  Á leiðinni niður rann sá skapmikli tvö þrep, svo frúin bar hann niður restina, eitthvað á sjötta hundrað þrep.

Eftir að hafa skoðað kirkjuna að innan fórum við út að skoða borgina, þá fór að rigna.  Við gengum samt svolítið um, ætluðum að skoða flotta bókasafnið að innan, en það er lokað á mánudögum.  Við gengum niður að Dóná og aðeins inn í gamalt fallegt hverfi sem er kallað fischerstechen.  Síðan fengum við okkur heitt að drekka og ókum frá Ulm yfir til Zwiefalten til að skoða flottu kirkjuna þar.

Bílaleigubílnum var skilað fyrir kvöldmat.

Á þriðjudegi var útréttað svolítið, veðrið var ekkert sérstakt, en amman og afinn gengu þó með krökkunum upp að bóndabæ og afinn fór líka á Wanne leikvöllinn með þeim á meðan frúin og amman útréttuðu.  Um kvöldið var farið út að borða á Bella Roma.

Á miðvikudegi rann upp afmælisdagur, sá skapmikli var loksins fjögurra ára!  Hann var að vísu frekar á því að hann væri 5 eða jafnvel 6, en vissi þó hversu mörgum puttum átti að halda uppi og gat talið þá til að komast að rétta svarinu.  Krakkarnir skreytu köku og þrír gestir komu, ein amerísk og tvö búlgörsk.

Á fimmtudegi lagaðist veðrið aðeins, fyrripartinn fór frúin með börnum og afanum að sigla á Dóná á kanóum, með bekkjarsystur þeirrar sveimhuga og hennar fjölskyldu.  Það var ótrúlegt að upplifa það að sjá ekki aðra en okkur! Fjölskyldan lenti í myndatöku fyrir útivistarblað sem gefið verður út næsta vor.

Eftir hádegið fóru allir með strætó niður í bæ, röltum aðeins þar um og hittum síðan bóndann.  Við fórum í skoðunarferð upp á Schlossberg og sáum Bismark minnismerkið sem er ákaflega merkilegt.

Á föstudegi fóru frúin og amman aðeins í bæinn, amman var svo skilin eftir þar á meðan hin voru sótt.  Við gengum aðeins um miðborgina, borðuðum Currywurst og fórum á leikvöllinn.  Síðan var slakað á heima á palli, krakkarnir léku sér í litlu lauginni þangað til gestirnir voru keyrðir á lestarstöðina.  Heimsókn lokið í þetta skiptið.

Á morgun, laugardag, fer fjölskyldan í sumarfrí til suð-austur Austurríkis.  Þar verður tjaldað í tæpa viku og vonandi margt skoðað.

Næst á dagskrá eru tvö ferðalög, eftir þau byrjar skólinn og svo fáum við næsta gest.

Riddarar og fleira flott.

Mikið hefur verið perlað í vikunni.
Mikið hefur verið perlað í vikunni.
Brúðurnar komnar heim, gíraffi og ugluungi með eggið sitt.
Brúðurnar komnar heim, gíraffi og ugluungi með eggið sitt.
Í Lichtenstein kastala.
Í Lichtenstein kastala.
Líkamsræktaræfingar teknar misjafnlega alvarlega í berfótagöngunni.
Líkamsræktaræfingar teknar misjafnlega alvarlega í berfótagöngunni.
Við fimmta og síðasta hliðið inn í Hohenzollernkastala.
Við fimmta og síðasta hliðið inn í Hohenzollernkastala.
Fangar?
Fangar?
Rómverskir riddarar - að ráðast inn í Þýskaland!
Rómverskir riddarar - að ráðast inn í Þýskaland!
Tilbúnir í bardagann.
Tilbúnir í bardagann.
Barist af miklum móð.
Barist af miklum móð.
Þjóðverjarnir liggja í valnum.
Þjóðverjarnir liggja í valnum.
Vígalegur Rómverji - með bjarnarfeld.
Vígalegur Rómverji - með bjarnarfeld.
Nýr bær í safn bóndans.
Nýr bær í safn bóndans.
Egg af safninu.
Egg af safninu.
Sá skapmikli hitti héra.
Sá skapmikli hitti héra.

Gestakomur

Vikan hefur liðið hjá í inniveru og almennu hangsi – að mestu.

Á mánudagsmorgni byrjuðu systurnar á sumarnámskeiði á vegum Menntunarmiðstöðvar fjölskyldna hér í borg, þar bjuggu þær til strengjabrúður úr rusli, léku sér úti, sungu og skemmtu sér konunglega.  Á meðan dundaði drengurinn sér heima með frúnni.

Á þriðjudegi var kvennakaffi að vanda í kjallaranum, fámennt en góðmennt í sumarfríinu.

Á miðvikudegi eyddu sá skapmikli og frúin fyrripartinum niðri í bær með búlgörskum vinum á meðan stúlkurnar voru á námskeiði – drengurinn var reyndar svolítið hissa á því að þau mæðginin væru endalaust í sumarfríi, allan daginn alltaf hreint!

Á fimmtudegi voru bakaðar múffur þegar stúlkur komu heim, hér var perlað og dundað eins og hina dagana.

Á föstudegi lauk námskeiðinu með leiksýningu þar sem brúðurnar voru sýndar – var það mjög skemmtilegt.  Seinnipartinn fór fjölskyldan öll saman í sund því sú snögga vill endilega verða synd áður en til Íslands verður flutt.

Eftir sundið fórum við í gamla sláturhúsgarðinn í bænum, fengum grillaðar pylsur og franskar í kvöldmat og horfðum svo á bíó undir berum himni!  Myndin var „Skrekk að eilífu“ og það merkilega var að meira segja sá skapmikli vakti til enda.  Var þetta ákaflega góð skemmtun.

Við komum heim seint og um síðir, það var farið að halla í miðnætti þegar allir voru komnir í ból – sem voru á leið í rúmið á annað borð, en frúin skaust til Stuttgart og sótti foreldra sína klukkan að verða eitt.

Á laugardagsmorgni var mikil gleði að hitta ömmu og afa, bílaleigubíll var sóttur fyrir þau og þau svo dregin af stað í skoðunarferðir, að Lichtenstein kastala, páskaeggjasafnið reyndist lokað en við enduðum í berfótagöngunni í Hechingen.

Á sunnudegi komumst við af stað fyrir hádegið, byrjuðum á Hohenzollern kastala og fórum þaðan á Rómverjahátíð á safni við Hechingen þar sem Rómarriddarar í fullum herklæðum börðust við lítt hervædda Þjóðverja – þetta var ROSALEGT! Í það minnsta að mati þess skapmikla.  Rómverjarnir voru ítalskir að sjálfsögðu – þetta var alvöru.

Síðasta stoppið var páskaeggjasafnið sem er bara opið á sunnudögum.

Áfram verður haldið með skoðunarferðir á mánudegi og borgin heimsótt eftir það.

Gott er að hafa góða gesti.

Ferðamyndir

Þetta stóra blóm er við innganginn á Mainau eyju.
Þetta stóra blóm er við innganginn á Mainau eyju.
Lítill lækur sem rennur út í sjó, umkringdur fallegum blómum og flísalagður gylltum flísum í botninum.
Lítill lækur sem rennur út í sjó, umkringdur fallegum blómum og flísalagður gylltum flísum í botninum.
Kirkjan í Mainau er litla systir kirkjunna í Zwiefalten.
Kirkjan í Mainau er litla systir kirkjunna í Zwiefalten.
Gingko eða Musteristré ein einkennistré einhverra úr fjölskyldunni.
Gingko eða Musteristré er einkennistré einhvers úr fjölskyldunni.
Sú sveimhuga að fóðra lítinn apa.
Sú sveimhuga að fóðra lítinn apa.
Sá skapmikli treysti sér til að gefa öpunum í þetta skiptið.
Sá skapmikli treysti sér til að gefa öpunum í þetta skiptið.
Og sú snögga gaf þeim sem voru með mjúka putta.
Og sú snögga gaf þeim sem voru með mjúka putta.
Lítil stúlka rétti poppið í skóflunni sinni - apinn var ekki lengi að grípa skófluna og príla upp í tré!
Lítil stúlka rétti poppið í skóflunni sinni - apinn var ekki lengi að grípa skófluna og príla upp í tré!
Rigningin er góð - fínir pollar til að skvetta og sulla.
Rigningin er góð - fínir pollar til að skvetta og sulla.
Drekafluga í heimsókn úti á palli.
Drekafluga í heimsókn úti á palli.
Risastór dropasteinn í Nebelhöhle.
Risastór dropasteinn í Nebelhöhle.
Afsagaður dropasteinn - er ekki ólíkur trjástofni.
Afsagaður dropasteinn - er ekki ólíkur trjástofni.
Svakaleg rennibraut í Traumland.
Svakaleg rennibraut í Traumland.
Sykurfrauð etið af mikilli list - samt var ekki lyst til að klára það!
Sykurfrauð etið af mikilli list - samt var ekki lyst til að klára það!
Hringekja á fullri ferð.
Hringekja á fullri ferð.

Ferðagleði

Á þriðjudegi fórum við í smá ferðalag – nema bóndinn sem hafði lagst veikur þegar hann kom heim úr vinnu á mánudegi.

Ekið var niður að Bodensee og út á Mainau eyju sem er blómaeyja í eigu Bernadotte fjölskyldunnar – eða eignarhaldsfélagi þeirra.  Þar eru blóm og tré út um allt, ofsalega fallegar skreytingar og virkilega skemmtilegir garðar að ganga um.  Barokkhöll þeirra og kirkja eru efst á eyjunni og er kirkjan opin almenningi.  Stutt frá innganginum eru nokkur dýr og risastór og skemmtilegur leikvöllur – krakkarnir voru lítið klædd í bílnum þaðan, þar sem þau blotnuðu töluvert við leik þar.

Frá Mainau ókum við niður í Konstanz og keyrðum aðeins um borgina, tókum svo ferjuna yfir til Meersburg og fórum austur í Affenberg þar sem við gáfum öpum poppkorn, skoðuðum storka og hjartardýr – eitt þeirra kom alveg upp að þeirri snöggu og þefaði af henni, og það var ekki girðing á milli!

Heim var svo haldið eftir góðan dag.

Á miðvikudegi skruppu gestirnir norður til Ludwigsburg og skoðuðu íburðinn þar, en hér heima var dúllast og leikið sér fyrripartinn en seinnipartinn skrapp frúin með krakkana til fyrrverandi nágrannans svo bóndinn gæti slakað á í friði. Bíl gestanna var svo skilað með kvöldinu.

Á fimmtudegi erinduðu gestirnir í bænum, hér var slakað á.  Sá skapmikli fór til vinar síns eftir hádegið í heimsókn.  Frúin skaust með gestina í Ritter Sport til að birgja þau upp af súkkulaði.

Á föstudegi voru gestirnir dregnir í berfótagöngu -frúin skrapp með þeim í það, eftir hádegið fór bóndinn (þá orðinn hressari) með krakkana í heimsókn til vina og frúin keyrði gestina á flugvöllinn í Frankfurt og heim aftur.

Um helgina hafði verið uppi hugmynd um að fara í útilegu, en á laugardagsmorgni var sá skapmikli boðinn til vinar síns þar sem þeir sjást svo ekki í rúmar 3 vikur!

Eftir hádegið fór fjölskyldan í ferð upp í Albana að skoða helli, Nebelhöhle heitir hann.  Það var ákaflega fallegur dropasteinshellir.

Á sunnudegi var aftur keyrt í Albana, í þetta skiptið í lítinn skemmtigarð sem heitir Traumland og er rétt við Bärenhöhle helli.  Hafði það verið lengi á dagskrá að skoða þennan garð.  Allir skemmtu sér vel og komu nokkuð þurrir heim aftur – þrátt fyrir smá þrumuveður.

Þá er hægt að strika yfir tvennt sem var á listanum yfir það sem átti eftir að gera – nóg er víst eftir enn!

Enn er tilhlökkun yfir gestakomum – alla vega hjá þeim sem vita að von er á gestum á föstudaginn, en ekki hefur það enn verið opinberað yngri meðlimum. 🙂

Loksins sumarfrí – myndir

Sú sveimhuga skipti um handklæði um daginn - það var enginn hangi á því...
Sú sveimhuga skipti um handklæði um daginn - það var enginn hanki á því...
Staðgóði hádegisverðurinn "brauð með tómatsósu" snæddur!
Staðgóði hádegisverðurinn "brauð með tómatsósu" snæddur!
Sámóðguð leðurblaka sem kvartaði hástöfum yfir truflun á dagsvefni.
Sámóðguð leðurblaka sem kvartaði hástöfum yfir truflun á dagsvefni.
Vatnið var ískalt - en það var samt gaman að sulla í því.
Vatnið var ískalt - en það var samt gaman að sulla í því.
Systur búnar að fá ísspaghetti - frekar spennandi!
Systur búnar að fá ísspaghetti - frekar spennandi!
Strákurinn fékk íslirfu.
Strákurinn fékk íslirfu.
Það tók lengstan tíma að fá þennan - enda ávextirnir ekkert smá flottir.
Það tók lengstan tíma að fá þennan - enda ávextirnir ekkert smá flottir.
Sá skapmikli ætlaði nú ekki að taka þátt í þessari myndatöku.
Sá skapmikli ætlaði nú ekki að taka þátt í þessari myndatöku.

Loksins sumarfrí!

Og tíminn líður!

Á mánudegi voru litli bróðir og frú send í örlítinn verslunarleiðangur til Metzingen og Reutlingen á meðan krakkar stunduðu sinn skóla og íþróttir að vanda.

Á þriðjudegi skruppu skötuhjúin upp í Schwäbisku Albana að skoða vatnsuppsprettuna í Blaubeuren, kirkjuna í Zwiefalten og litla kastalann í Lichtenstein, á meðan gekk allt sinn vanagang hér.  Eftir leikfimi gengum við bóndabæjarhringinn með mágkonunni.

Á miðvikudegi var skólaslitamessa í kaþólsku kirkjunni, þar sem sú sveimhuga tók þátt í helgisöngleiknum „Týndi sonurinn“ sem hafði verið æfður í AG undanfarna miðvikudaga.  Það gekk ljómandi vel hjá þeim.  Eftir messuna fóru hjónaleysin í kastalann í Hohenzollern og sýnisferð til Erpfingen án þess þó að stoppa á páskaeggjasafninu.

Eftir hádegið var verandarhátíð í leikskólanum hjá þeim skapmikla, kennararnir voru með leikþátt um upphaf skólagöngu í tilefni af því að 6 börn af deildinni eru að hætta.  Pönnsurnar ruku út að vanda og er þörf á því að þýða uppskriftina yfir á þýsku svo hægt verði að dreifa henni!

Eftir hátíðina var kvöldverðurinn snæddur á Bella Roma, öllum til mikillar ánægju – loksins komið sumarfrí!

Á fimmtudegi var dúllast hér heimavið – skutlast í afmælisgjafaleiðangur og seinnipartinn fór sá skapmili í afmæli til vinar síns.  Á meðan fóru hinir sem heima voru í búðarleiðangur þar sem margt var skoðað.

Á föstudegi var áætlunin sú að ganga niður í bæ upp úr hádegi og skoða borgina, við lögðum af stað niður skógarstíginn en lentum í þvílíkri rigningu að ekki var annað hægt en að snúa við – að sjálfsögðu stytti upp áður en við komum heim, en sá skapmikli var býsna sáttur við að rassinn var ekki blautur þegar hann var kominn úr öllu  – svo mikið blotnuðum við.

Litli bróðir og frú fóru í smá leiðangur á meðan skúffukakan bakaðist, eftir kaffið skruppum við niður á leikvöll í Wanne.

Á laugardegi stóð stór göngutúr fyrir dyrum – gengið var niður til Bebenhausen, þaðan yfir til villisvínanna fyrir norðan bæinn.  Frá þeim gengum við norð-vestan við bæinn að grillsvæði við Goldersbach ána og þar stóð til að grilla.  Sökum mikilla rigninga undanfarna daga gekk það þó ekki, svo rúnstykki með tómatsósu varð hádegismaturinn!  Krakkarnir nutu þess að leika í ískaldri ánni og hápunkturinn var þegar við áttuðum okkur á því að tvær litlar leðurblökur voru upp við rjáfur í skýlinu við eldstæðið.  Eftir heimkomuna um taldist okkur til að líklegast hefðum við gengið um 10 kílómetra – krakkarnir voru að vísu með hlaupahjól.

Á sunnudegi komumst við niður í bæ, fórum með strætó í þetta skiptið.  Það var sunnudagsopnun verslana og töluvert um manninn í bænum.  Við byrjuðum á því að borða hádegismat á ísveitingastað – frekar skemmtilegt, gengum upp að kirkjunni, kastalanum, í gegnum eyjuna og þvældumst aðeins um bæinn og enduðum á leikvellinum eins og vanalega.

Á mánudegi tók unga fólkið sér bílaleigubíl og skruppu í Rínardalsferð, systur fara í stúlknaafmæli seinnipartinn en annars er bara leikið og þess notið að vera í fríi.

Aðeins hefur hlýnað og stytt upp, sú sveimhuga les Andrésar Andar Syrpu, sú snögga æfir sig daglega á blokkflautu og sá skapmikli hefur gaman af því að vera í fótbolta með frænda sínum.

Næstu daga á að reyna að nýta með gestunum eins og hægt verður – og senda þau hingað og þangað í ferðir.

Alls konar myndir

Maísinn er að komast af stað - það verður gaman að fá hann ferskan í haust.
Maísinn er að komast af stað - það verður gaman að fá hann ferskan í haust.
Hveitið tilbúið fyrir skurð.
Hveitið tilbúið fyrir skurð.
3. a í Grundschule an der Wanne á leikvelli.
3. a í Grundschule an der Wanne á leikvelli.
Kvöldverður úti á palli.
Kvöldverður úti á palli.
Kátir krakkar.
Kátir krakkar.
Góðir vinir.
Góðir vinir.
Rólað í trénu góða við leikskólann.
Rólað í trénu góða við leikskólann.
Gaman að skoða eðlur!
Gaman að skoða eðlur!
Nokkurra vikna gömul eðla sem fæddist í dýragarðinum.
Nokkurra vikna gamalt kamelljón sem fæddist í dýragarðinum.
Mörgæsirnar skoðaðar.
Mörgæsirnar skoðaðar.

Vinir kvaddir og gestum heilsað

Þetta hefur verið vika breytinga!

Á mánudegi hélt ameríska bekkjarsystir þeirrar sveimhuga kveðjur-/afmælispartý fyrir allan hópinn á leikvelli í Waldhausen Ost, þau fóru beint þangað eftir sund og aðstoðaði frúin við að hemja lýðinn sem skemmti sér stórkostlega.

Á þriðjudegi var hefðbundinn skóli og um kvöldið buðum við amerísku vinum okkar í mat þar sem þau voru við það að flytja aftur heim í hitann í Dallas.  Áttum við ákaflega notalega kvöldstund úti á palli langt fram eftir kvöldi þar sem við lá að heimsgátan væri leyst!

Á miðvikudegi fór sá skapmikli í heimsókn til vinar síns og var þar lengi í steikjandi hita, endaði á því að borða kvöldmat þar áður en hann var sóttur.  Sú snögga skrapp örsnöggt yfir götuna í heimsókn til vinar síns.  Hér heima var svo mikill doði í hitanum að fengin var heimsend pizza þar sem ekki var orka til eldamennsku.

Á fimmtudagsmorgni skutlaði frúin Ameríkönunum á lestarstöðina þar sem þau voru kvödd, vonandi ekki fyrir fullt og allt – en alla vega til langs tíma.  Mikill söknuður er af þeim þar sem samskiptin hafa verið óskaplega mikil á milli þessara fjölskyldna.  Seinni partinn komu syskini af leikskóladeild þess skapmikla í heimsókn ásamt með móður sinni og var mikið leikið og pönnsum sporðrennt.

Á föstudegi fór frúin til Frankfurt að sækja litla bróður sinn og unnustu hans sem eru komin í heimsókn.  Heimferðin gekk óskaplega hægt, þar sem svo að segja ALLIR í Þýskalandi höfðu ákveðið að fara í ferðalag þennan dag – alla vega leit það svoleiðis út á *hrað*brautunum!  En óskaplega er gott að fá góða gesti, þó það taki langan tíma að koma þeim alla leið.

Á laugardegi skruppum við öll til Wilhelma í Stuttgart, það var frekar svalt og skúrir öðru hvoru, svo dýrin voru tiltölulega spræk – alveg upplagt dýragarðsveður.

Á sunnudegi var slakað á aðeins frameftir en svo var skroppið í smá göngutúr í nýja Grasagarðinn hér í Wanne, kíkt á kaktusa (sem þeim skapmikla finnst mjög mikilvægt að móðurbróðirinn sjái) og froska.  Einnig voru ýmis blóm og ávextir skoðaðir.  Seinnipartinn var  sumarhátíð hjá þeirri snöggu, hún var haldin í skólanum.  Það var grillað fyrir utan, krakkarnir sungu og léku sér og þetta var ákaflega huggulegt.  Frúin, gestirnir, sú sveimhuga og sá skapmikli fóru að vísu frekar snemma heim til að undirbúa kvöldmatinn.  Barnapían kom í mat en hún er á heimleið og passar víst ekki meira hér á bæ.

Veðurspáin er frekar svöl og örlítið rök fyrir næstu daga – sem er frekar leiðinlegt gestanna vegna, en að vísu þýðir það að það er hægt að vera úti og rölta án þess að leka niður af svita, en minna verður keypt af ís fyrir vikið.

Allir eru farnir að þrá að komast í sumarfrí sem byrjar á fimmtudag, þá verður spennandi að sýna gestunum nánasta umhverfið og njóta þess að vera í fríi.