Veislumyndir

Á miðvikudagskvöldi kom þrumuveður og þegar það byrjaði varð birtan ótrúlega gul - sést kannski ekki vel.
Á miðvikudagskvöldi kom þrumuveður og þegar það byrjaði varð birtan ótrúlega gul - sést kannski ekki vel.
Sólblómin eru að springa út.
Sólblómin eru að springa út.
Ameríska vinkonan og búlgarskur vinur.
Ameríska vinkonan og búlgarskur vinur.
Leikið úti í veislunni.
Leikið úti í veislunni.
Ameríski pabbinn og eldri dóttirin að elta þann skapmikla í Schönbuch.
Ameríski pabbinn og eldri dóttirin að elta þann skapmikla í Schönbuch.
Bekkjarfélagar í blaki.
Bekkjarfélagar í blaki.
Flutningur á leikriti, Frau Stocker í miðjunni.
Flutningur á leikriti, Frau Stocker í miðjunni.
Leikið heima á palli.
Leikið heima á palli.

Hiti og meiri hiti

Vikan leið að miklu leiti hjá í hitamóki – einn daginn (man ekki einu sinni hvaða dag það var!) fór upp í 37°C niðri í bæ, var líklegast 35 stig hér uppfrá!

Á mánudaginn voru allir að kafna, sú snögga var reyndar full af kvefi og það slöpp að hún fór ekki í leikfimi, það gerði sá skapmikli hins vegar.  Eftir tímann hans fór fjölskyldan í Intersport og fjárfesti í síðasta tilboðstjaldinu og gerði feikna góð kaup í því.

Á þriðjudegi var enn mjög heitt, sú snögga var heima vegna slappleika en sú sveimhuga fór í leikfimina eftir skóla og var klukkutíma lengur en vanalega þar sem hún gerðist aðstoðardama kennarans þegar litlu krakkarnir komu.  Hafði hún mikið gaman af því.  Amman í Reykjavík átti afmæli.

Á miðvikudegi skrapp sá skapmikli enn einu sinni í heimsókn til vinar síns, léku þeir sér að mestu í sundlauginni og fannst systrunum mikið til koma þegar þær komu með að sækja hann – öfunda litla bróður sinn töluvert!  Sú sveimhuga fór til augnlæknir, þriðja heimsóknin á þremur ársfjórðungum – var boðið að koma aftur í desember – það er nefnilega hægt að rukka tryggingarfélögin fyrir eina heimsókn á hverjum ársfjórðungi!

Á fimmtudegi fór fjölskyldan til tannlæknis og reyndist það ánægjuleg heimsókn fyrir alla.

Á föstudegi átti loksins að senda systur í fimleika – þeir féllu hins vegar niður vegna einhverrar uppákomu í Silcherschule þar sem kennslan fer fram.  Léku krakkar sér því svolítið í gamla Grasagarðinum áður en við skruppum í sund.  Við fengum svo að poppa í örbylgjuofninum hjá Ameríkönunum um kvöldið.

Á laugardegi átti afinn á Akureyri stórafmæli.  Við fórum hins vegar í kveðjurveislu fyrir Ameríkanana hjá þýskri vinkonu, þar var gaman og ýmislegt góðgæti á borðum.  Reyndar ringdi af og til allan daginn – sem var gott því loftið hreinsaðist, en ekki hægt að hafa veisluna úti eins og til hafði staðið.

Á sunnudegi var sumarhátíð hjá þeirri sveimhuga, bekkurinn hittist í Schönbuch skóginum, við eldstæði.  Þar grilluðu allir fyrir sig og mættu með kræsingar á hlaðborð.  Krakkarnir léku sér og fluttu leikþátt sem verið er að æfa fyrir næsta haust. Seinnipartinn kíktu svo amerísku stelpurnar í smá stund.

Aðeins hefur kólnað núna um helgina, ekki nema rétt ríflega 20 stig þessa dagana (24-26 stig) sem er ákaflega passlegt, spáin hljómar þannig upp á næstu daga sem er notalegt.

Næstu gestir koma í lok þessarar viku og svo styttist í sumarfrí í skólanum.

Mikið um að vera

Loksins 7!
Loksins 7!
Súkkulaðibrunnurinn vinsæll.
Súkkulaðibrunnurinn vinsæll.
Frjálsleg uppstylling í miðju B.-W.
Frjálsleg uppstylling í miðju B.-W.
Tübingen póstkortið með gestum.
Tübingen póstkortið með gestum.
Óvelkomnir gestir - geitungar við stofugluggann!
Óvelkomnir gestir - geitungar við stofugluggann!
Villisvínin heimsótt og fóðruð.
Villisvínin heimsótt og fóðruð.
Í berfótagöngunni við Hechingen.
Í berfótagöngunni við Hechingen.
Síðasta kvöldið með frændsystkinunum.
Síðasta kvöldið með frændsystkinunum.
Á leið í príl með Ameríkönunum.
Á leið í príl með Ameríkönunum.

Tómleiki

Jæja, þá eru gestirnir flognir í þetta skiptið – það er nú alltaf tómlegt þegar fækkar en sem betur fer styttist jafnframt í að við hittum þau aftur og að næstu gestir komi.

Á mánudaginn varð sú snögga 7 ára.  Eins og fyrr var búið að bíða lengi eftir að þessi merkisdagur rynni upp.  Bróðirinn, mágkonan og bróðurdóttirin skruppu í verslunarleiðangur en bróðursonurinn var heima og tók þátt í bekkjarafmæli þeirrar snöggu, sex bekkjarsystkin komu auk þriggja úr bekk þeirrar sveimhuga  – súkkulaðigosbrunnurinn sló algjörlega í gegn!

Á þriðjudegi röltum við niður í borgina, gengum skógarstíginn og fórum í kastalann, gengum yfir eyjuna og fengum okkur ís áður en slúttað var í gamla grasagarðinum.  Við tókum svo strætó á Bella Roma þar sem allir fengu ljúffengan mat.

Á miðvikudegi fóru bróðirinn og fjölskylda í Legoland, sá skapmikli fór heim til vinar síns að leika og systur tóku til.  Bóndinn og bróðirinn fóru upp í tjald í Waldhausen Ost um kvöldið og fylgdust með leiknum þar, en gleðin við heimkomuna var minni en síðast.

Á fimmtudegi var skroppið yfir í skóginn við Bebenhausen og villisvínunum gefið afgangs brauð sem safnast hafði upp.  Þaðan fórum við í Ritter Sport og keyptum svolítið súkkulaði.  Síðustu helgi höfðu uppgötvast óvelkomnir gestir – geitungar eða vespur, hér við stofugluggan.  Það var eitrað fyrir þeim og frúin fjarlægði svo leifarnar sem voru miklar!  Einhver tungumálatregða var í gangi varðandi heiti flugnanna, við töldum þetta vera geitunga en á pappírunum stóð „Wespen“ – sem eru einmitt geitungar! Merkilegt.

Á föstudegi var heitt og allir fóru í Freibad og um kvöldið skruppu frúin, bróðirinn, mágkonan og bróðurdóttirin til Metzingen í Outlet City þar sem gera átti stórinnkaup – en lítið fór fyrir þeim þar sem MJÖG margir aðrir höfðu fengi sömu frábæru hugmynd.

Á laugardegi var heitt, við fórum samt flestöll (nema mágkonan sem ætlaði að slaka á heima – en reyndist hafa þrifið og þvegið þvott í staðinn) til Hechingen í berfótagönguna, ganga var misjafnlega þægileg eins og alltaf – fyrir utan að í þetta skiptið voru sumir hlutar hennar óþarflega heitir.

Við ókum líka í áttina að Hohenzollern kastala svo bróðirinn gæti tekið mynd af honum.  Eftir hádegismatinn fóru frúin, bóndinn og krakkaskarinn á listasafnið svo ferðalangarnir gætu hvílt sig fyrir næturaksturinn.  Einnig keyptum við ís og snakk fyrir leikinn stóra í sjónvarpinu sem endaði ljómandi vel.

Seint um kvöldið fóru gestirnir svo af stað til Düsseldorf og heim á sunnudagsmorgni.  Frúin og dæturnar skruppu í ævintýragarðinn við Lichtenstein kastala á sunnudeginum og skemmtu sér konunglega þar á meðan bóndinn og sá skapmikli léku sér heimavið.

Nú verður farið að telja niður í næstu gesti, litli bróðir og hans frú koma eftir tæpar tvær vikur!

Veislumyndir

Einn að "hrífa" sig í sólinni (þrífa sig = þurrka sig).
Einn að "hrífa" sig í sólinni (þrífa sig = þurrka sig).
Marko Marin hárgreiðsla - loksins búið að kaupa gel á heimilið fyrir drenginn.
Marko Marin hárgreiðsla - loksins búið að kaupa gel á heimilið fyrir drenginn.
Úti að leika í hitanum.
Úti að leika í hitanum.
Fyrir utan Löwentor í Stuttgart.
Fyrir utan Löwentor í Stuttgart.
Beinagrind af mammút - þeir voru stórir.
Beinagrind af mammút - þeir voru stórir.
Uppstilling á safninu.
Uppstilling á safninu.
Fullorðins gestirnir.
Fullorðins gestirnir.
Og börnin.
Og börnin.
Í tilefni dagsins - sú sveimhuga skreytt.
Í tilefni dagsins - sú sveimhuga skreytt.
Sú snögga var líka skreytt.
Sú snögga var líka skreytt.
Aðeins farið að makast út hjá þeim skapmikla.
Aðeins farið að makast út hjá þeim skapmikla.

Júlíveislur

Og þá er kominn júlí!

Á þriðjudegi fóru krakkar aftur í sinn hefðbundna pakka, sú sveimhuga fékk óvanalega mikið heimanám þar sem hún hafði verið í fríi á mánudegi – fór samt í íþróttatímann sinn og lærði svo frameftir.  Sú snögga hafði aftur á móti lítið heimanám þar sem kennarinn sagði að þau ættu að leika sér.

Á miðvikudegi fór sá skapmikli í heimsókn til vinar síns hér örlítið frá – systur voru tvær heima í rúma klukkustund.  Vinurinn er af aðeins öðru þjóðfélagsþrepi en við og var merkilegt að heimsækja hann – og voða gaman, ekki síst að synda í 33 gráðu heitu stóru lauginni í garðinum.  Fyrir kvöldmat kom bróðirinn aftur með fjölskylduna eftir heimsókn til Vínar og Bratislava.

Á fimmtudegi var heitt og því skroppið í Freibad eftir heimanám – gott að slaka á þar og kæla sig í vatninu.  Sú sveimhuga missti eina tönn til viðbótar og hafa þá samtals þrettán tennur dottið.

Á föstudegi skruppu bróðirinn og fjölskyldan í Albana, til Lichtenstein, Ævintýragarðinn og til Zwiefalten.  Hér heima þurfti að undirbúa afmæli.

Á laugardegi hafði hugmyndin verið að fara í dýragarðinn, en spáin var heit svo það var ákveðið að fara á safn, Löwentor, þar sem sjá mátti steingerfinga og beinagrindur – mjög skemmtilegt.  Þegar heim var komið skruppu bóndinn og bróðirinn í tjald í Waldhausen Ost og horfðu á leikinn þar í stórum hópi fólks.

Á sunnudegi var haldið fjölskylduafmæli fyrir þá snöggu, en hún verður 7 á mánudegi.  Hér var eldað afrískt og muffins í eftirmat.  Eftir að afmælinu lauk skruppum við í litlu Ameríku og tókum þátt í 4. júlí hátíðarhöldum með fyrrverandi nágrannanum.

Á mánudegi koma nokkrir bekkjarfélagar þeirrar snöggu og svo verður eitthvað bardúsað með gestunum í vikunni.  Hér er heitt – var yfir 30 stiga hiti á laugardegi og aðfararnótt sunnudags var brjálað þrumuveður, það stóð yfir í ríflega einn og hálfan klukkutíma um miðja nótt og vöknuðu flestir í húsinu.  Eitthvað svalara verður fram eftir viku en svo hitnar aftur.

Gestamyndir

Að vísu ekki gestur hjá okkur, en þennan sjáum við oft á leiðinni í leikskólann á morgnanna.
Að vísu ekki gestur hjá okkur, en þennan sjáum við oft á leiðinni í leikskólann á morgnanna.
Á nýlagaðri berfótaþraut í skóginum fyrir ofan bóndabæinn - gestirnir mættir.
Á nýlagaðri berfótaþraut í skóginum fyrir ofan bóndabæinn - gestirnir mættir.
Neuschwanstein kastali.
Neuschwanstein kastali.
Útsýnið við kastalann - hinn kastalinn hans Lúlla klikk var þarna fyrir neðan - sá skapmikli vildi ekki vera með.
Útsýnið við kastalann - hinn kastalinn hans Lúlla klikk var þarna fyrir neðan - sá skapmikli vildi ekki vera með.
Hópmynd í Ölpunum fyrir ofan Arnarhreiðrið.
Hópmynd í Ölpunum fyrir ofan Arnarhreiðrið.
Salzburg - Söngvaseiðs aðdáendur þekkja kastalann!
Salzburg - Söngvaseiðs aðdáendur þekkja kastalann!
Húsalengja sem byggð er inn í bergvegginn.
Húsalengja sem byggð er inn í bergvegginn.
Staðið fyrir utan fæðingarstað Mozarts.
Staðið fyrir utan fæðingarstað Mozarts.

Smá Söngvaseiðs stemming við Residenz Fountain, Julia söng og gekk framhjá honum.
Smá Söngvaseiðs stemming við Residenz Fountain, Julia söng og gekk framhjá honum.
Chapter Horse Pond og kastalinn í baksýn.
Chapter Horse Pond og kastalinn í baksýn.
Strákamynd við innganginn í Mirabell garðinn - munið Söngvaseið!
Strákamynd við innganginn í Mirabell garðinn - munið Söngvaseið!
Og svo stelpumynd á sama stað.
Og svo stelpumynd á sama stað.
Sullað í vatninu, það var grunnt þarna og ekki ískalt, bara svalandi.
Sullað í vatninu, það var grunnt þarna og ekki ískalt, bara svalandi.
Flottir frændur!
Flottir frændur!
Algjörlega nauðsynlegt að stoppa við þennan bæ í Austurríki!
Algjörlega nauðsynlegt að stoppa við þennan bæ í Austurríki!
Og þá ekki síður í þessum bæ í Bæjaralandi.
Og þá ekki síður í þessum bæ í Bæjaralandi.
En við bæinn Tittling voru þessar fínu risaeðlur.
En við bæinn Tittling voru þessar fínu risaeðlur.
Við borðuðum nestið okkar þarna og sáum meira að segja eina alvöru eðlu.
Við borðuðum nestið okkar þarna og sáum meira að segja eina alvöru eðlu.

Vei, vei

… það eru komir gestir – eru að vísu ekki hjá okkur eins og er, en samt.

Á mánudaginn var frjálsíþróttadagur í skólanum hjá systrunum, mjög gaman að stökkva, kasta, hlaupa og gera ýmislegt með félögunum og bónus að það var engin kennsla!  Yngri krakkarnir fóru í leikfimi eins og vanalega.

Á þriðjudegi var skóli og leikskóli ásamt með leikfimi þeirrar sveimhuga.  Um kvöldið kom vinnufélagi bóndans frá Íslandi ásamt fjölskyldu í mat en þau eru hér um nokkurra vikna skeið.  Við röltum með þeim upp að bóndabæ og grilluðum svo pylsur/Wurst.

Á miðvikudegi stóð til að sá skapmikli færi í heimsókn til vinar síns, en sá var lasinn svo fyrrverandi nágranninn kom í heimsókn með sitt lið og við fórum á leikvöllinn í Wanne.  Um kvöldið sendi frúin svo bóndann upp í „Bierzelt“ í Waldhausen Ost þar sem hann horfði á seinni hálfleikinn á HM (Þýskaland 1 – Ghana 0) í góðum félagsskap.

Á fimmtudegi komu gestir, bróðir frúarinnar ásamt með fjölskyldu, við byrjuðum á því að þræla þeim í gönguferð upp að froskatjörn þar sem við sáum körtur og litla snáka.

Á föstudegi fór bróðirinn ásamt mágkonunni til Outlet City í Metzingen – svona til að taka staðinn út, og voru þokkalega sátt.  Seinni partinn skruppu frúin, mágkonan, og frænkan í bæinn og skoðuðu úrval nokkurra búða og kíktu á kaffihús þar sem ís var snæddur á meðan horft var út á Neckar.  Um kvöldið var hitað upp fyrir ferðalag helgarinnar með því að horfa á Söngvaseið.

Á laugardegi var ræst snemma, smurt nesti og ekið sem leið lá að kastalanum Neuschwanstein sem Lúðvík II Bæjaralandskóngur átti – hann fylgdist með byggingu þessa kastala úr öðrum kastala rétt hinum megin við lítið dalverpi!  Kastalinn var flottur – íburður og bruðl eins og við er að búast.  Þaðan fórum við í skemmtilega „Bob“ braut sem rekin er á sumrin – eða við reiknum með að hún sé mjög skemmtileg þegar maður lendir ekki á eftir þremur amrískum **** kjellingum sem þora ekki að fara hratt!  Frekar fúlt að fara eina ferð og geta ekki notið þess að fara á fulla ferð.  Eftir þessa sleðaferð ókum við til Prien am Chiemsee þar sem við áttum bókað pláss á gistiheimili og fengum okkur ágætis kínverskan kvöldverð.

Á sunnudegi var aftur ræst snemma og smurt nesti og ekið í þýsku alpana, alla leið upp að Arnarhreiðri Hitlers – við fórum að vísu aðeins inn í Austurríki og út aftur á þessari leið.  Í göngunum inn að lyftunni sem gengur upp í húsið  kom hópur syngjandi fólks á eftir okkur, við heyrðum að þau voru skandinavísk og þau sungu svolítið – svona til að taka þátt í þessu byrjaði frúin á „Vem kan segla“ og var ekki að spyrja að því, allur hópurinn tók undir.  Þau voru norsk, alls staðar að frá Noregi og þau sem við töluðum við höfðu verið í fríi á Íslandi fyrir nokkrum árum.  Útsýnið frá Arnarhreiðrinu var stórkostlegt.

Þaðan fórum við til Salzborgar og kom okkur mikið á óvart hvað bensínið var mikið ódýrara í Austurríki en í Þýskalandi, þarna munaði um 40 sentum á lítranum!

Salzborg var óskaplega falleg, við sáum nokkra gosbrunna og torg, fæðingarhús og hús sem Mozart bjó í, garða og falleg hús.  Allt skoðað á tveimur tímum!  Á leiðinni í bílinn sáum við aðeins á sjónvarpsskjá, Þýskaland var 2-0 yfir í leik við England, sem skoruðu eitt mark á meðan við vorum þarna – en við ákváðum samt að keyra bara heim.

Þegar heim á farfuglaheimili var komið löbbuðum við flest (nema mágkonan) niður að vatninu þar sem krakkarnir fóru út í það við bátahöfnina þar sem við týmdum ekki að borga okkur inn á baðsvæðið.  Hundur einn kom og lék við krakkana um stund.  Þegar við komum til baka frá M „veitingastaðnum“ um kvöldið var búið að gera tollahlið undir brú inni í bænum, þar sem ungt fólk hafði safnast saman til að fagna sigrinum og enginn komst í gegnum hópinn nema að flauta hraustlega.

Á mánudegi skildi leiðir, bróðir ásamt fjölskyldu skruppu til Vínar og koma aftur síðar í vikunni, að beiðni bóndans var gerður „smá“ krókur upp á rúma 2 klst. til að sjá tvö bæjarskilti og láta taka mynd af sér við þau (sjá myndir).

Góð vika að baki og önnur ekki síðri framundan – hér er sumarið komið með trukki, um þrjátíu stiga hiti í dag.

Nokkrar júnímyndir

Vegna eindreginnar áskorunnar - svona líta bloggbækurnar út, komnar úr prentun hjá blurb.com.
Vegna eindreginnar áskorunnar - svona líta bloggbækurnar út, komnar úr prentun hjá blurb.com.
Og þetta er dæmi um opnu.
Og þetta er dæmi um opnu.
Þjóðlegar múffur - matarlitur örugglega yfir leyfilegu hámarki!
Þjóðlegar múffur - matarlitur örugglega yfir leyfilegu hámarki!
Búið að segja "Gjörið þið svo vel".
Búið að segja "Gjörið þið svo vel".
Þjóðhátíðargreiðslan var í boði þess skapmikla.
Þjóðhátíðargreiðslan var í boði þess skapmikla.
Tilbúnar í kvennahlaupið - þurftum að vísu að fara í jakka þar sem það var blautt og kalt!
Tilbúnar í kvennahlaupið - þurftum að vísu að fara í jakka þar sem það var blautt og kalt!
Dómari í kvennahlaupinu.
Dómari í kvennahlaupinu.
Smjattað á kirsuberjum niðri í bæ.
Smjattað á kirsuberjum niðri í bæ.
Hliðargluggi hjá Osiander við Holtsmarktplaz við Stiftskirkjuna.
Hliðargluggi hjá Osiander við Holtsmarktplaz við Stiftskirkjuna.
Blásara- og trommusveit fyrir framan Ráðhúsið í Horb.
Blásara- og trommusveit fyrir framan Ráðhúsið í Horb.
Riddarar með gunnfána sína áður en burtreiðarnar hófust.
Riddarar með gunnfána sína áður en burtreiðarnar hófust.
Við vonum að þeir góðu hafi unnið, annars átti eitthvað hræðilegt að koma fyrir börnin á áhorfendabekkjunum.
Við vonum að þeir góðu hafi unnið, annars átti eitthvað hræðilegt að koma fyrir börnin á áhorfendabekkjunum.
Brúin yfir Neckar skreytt - séð upp að kirkjunni sem trónir yfir bænum.
Brúin yfir Neckar skreytt - séð upp að kirkjunni sem trónir yfir bænum.

Það styttist

… í gestakomu, stóri bróðir frúarinnar ásamt fjölskyldu er væntanlegur síðar í vikunni, vonandi gengur það eins og í sögu.  Fylgst hefur verið með fótbolta með áður óþekktum áhuga – skrítið að vera í landi sem tekur þátt í svona stórmóti og allt er á öðrum endanum.  Andinn var frekar léttur hjá öllum fram eftir vikunni, dapraðist þó aðeins þegar tapleikurinn var búinn á föstudeginum.  Þá er bara að taka það með trukki á miðvikudaginn næsta!

Á mánudaginn fóru yngri börnin í leikfimina sína og fannst það gott – fínt að fá smá útrás í hlaupaleikjum.

Á þriðjudegi kom vinkona í heimsókn með tvær dætur, áttum við gott spjall yfir pönnukökum um landsins gagn og nauðsynjar og aðeins var kveðjugjöf til amerísku fjölsyldunnar undirbúin en þau fara í næsta mánuði.

Á miðvikudegi voru pönnsur steiktar í stórum stíl, tæplega 100 stykki þar sem allir krakkarnir ætluðu að taka með sér á sautjándanum.

Sautjándinn kom, allir í skóla og leikskóla með hauga af pönnsum, frúin bakaði múffur og steikti fleiri pönnsur (aldrei verið steiktar jafn margar á jafn stuttum tíma!).  Íslendingar komu í kaffi um eftirmiðdaginn, spjall og íslensk tónlist hljómaði.

Á föstudegi kom bóndinn snemma heim til að horfa á leikinn, systur fóru í fimleika en lítið heyrðist af gleðilátum þegar leikurinn var búinn og tap staðreynd!

Á laugardagsmorgni skelltum við kvenpeningurinn okkur í kvennahlaup með Ameríkönunum, fórum í bæinn eftir að hafa séð brúðarkjól Viktoríu Svíaprinsessu (og Jóa staðarhaldara á Bessastöðum á leið inn í kirkjuna!).  Sú snögga hafði virkilega gaman af ameríska dansinum í miðbænum, rósahátíð var heimsótt og um kvöldið kom bóndinn frúnni aldeilis í opna skjöldu þegar hann dró hana í rómantíska skógargöngu á veitingastað í tilefni af brúðkaupsafmælinu!  Hjónin borðuðu ljúffengan mat á Rosenau á meðan barnapían var heima með gormana – sem óska sérstaklega eftir því að fá hana aftur til að passa.

Á sunnudegi drifum við okkur frekar snemma af stað til Horb am Neckar, þar var svakaleg Riddarahátíð í gangi, miðbærinn girtur af og sölutjöld út um allt, niðri við ána voru burtreiðar og sáum við ríflega hálfa sýningu.  Heim þurfti að komast fljótlega eftir hádegið þar sem systur voru boðnar í afmæli til kínverskrar bekkjarsystur þeirrar sveimhuga.

Næstu dagar ættu að líða hratt – í bið eftir gestunum, vonandi verður veðrið orðið betra þegar þau koma, en frekar blautt og svalt hefur verið undanfarið.

Minning:

Í Horb, við ráðhúsið sagði sú sveimhuga við frúna, „svakalega er þetta stór fluga hjá blóminu.“  Þegar frúin fór að skoða sá hún ekki betur en þarna væri á ferð hinn ameríski býflugnakólibrífugl!  Hóað var í bóndann, en hann sá dýrið ekki nema rétt í svip og var efins um greiningu frúarinnar, en þegar hann getur bent henni á flugu sem er 4-5 cm löng, með stél og 1,5-2 cm langan íbjúgan gogg og vængi út frá miðjum búknum og dýrið getur flogið bæði aftur á bak og áfram og sýgur blómavökva – þá var þetta kvenkyns býflugnakólibrí sem hefur sloppið úr búri!