Nafnamartröð

Dreymdi í morgun að ég hefði óvart sagt vitlaust nafn í skírninni. Þetta voru tvö nöfn, bæði frekar ljót og pössuðu vægast sagt ömurlega saman. Ég er búin að gleyma seinna nafninu en fyrra nafnið var Friðsteinn. Sætt. Var að reyna að hringja í prestinn því ég vildi reyna að stoppa þetta sem allra fyrst (hafði af einhverjum ástæðum ekki „fattað“ vitleysuna í athöfninni sjálfri… aha…). Auðvitað var eins og ég hefði aldrei notað síma áður, hitti ekki á takkana, gerði vitlaust númer og svo svaraði enginn. Og barnið hét Friðsteinn Xxxxxx. Þegar ég vaknaði við að „Friðsteinn“ var farinn að láta heyra í sér fannst mér ennþá að ég yrði að hringja í einhvern til að leiðrétta þetta. Eins gott að ég hringdi ekki hálfsofandi í þjóðskrá og heimtaði nafnabreytingu. Það getur verið erfitt að vera nafnanörd.