Og það er árið áttatíu og níu

Ó internet, ó internet!

Ég átti þennan og þessa og þennan og þessa og þennan svo eitthvað sé nefnt! Við Guðrún lékum okkur ekkert smá með þessa Fabuland karla, byggðum alltaf risastórt hús og allir voru með sitt hlutverk… rostungurinn var alltaf kóngurinn. Einn af „nýjustu“ körlunum var flóðhestur, reyndar kvenkyns. Ég man hvað ég var fúl þegar hann týndist í leik hjá okkur Guðrúnu. Skil ekki hvernig, við vorum bara í leiknum „hendum dótinu aftur fyrir okkur inn í geymsluhillurnar og reynum svo að finna það“… og hann fannst aldrei 😉

Svo fyrst ég er byrjuð þá er þetta líka hressandi!  Fæ bara kitl í magann! Enda varla til sætari gaurar en þetta 😉

Og ein spurning að lokum… hvað hétu Smjattpattarnir á frummálinu? 😉