Ein klukkz

Óli Gneisti klukkaði mig. Ég ákvað að breyta spurningunum aðeins til að fá smá fjölbreytni í þetta… múhaha.

1.      Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:

Fjögur störf sem mig langaði að vinna þegar ég “yrði stór”:

                          Söngkona. Aha. Var reyndar mjög ung þegar ég sýndi þá skynsemi að hætta að stefna á það.

                          Hjúkrunarkona. Já kona, ekki fræðingur.

                          Á†ttfræðingur. Of course.

                          Fuglafræðingur. Það væri pottþétt gaman að vera fuglaséní.


2. Fjórar íslenskar bíómyndir sem ég held upp á:

Fjórar eftirminnilegar bíóferðir:

                          Djöflaeyjan. Við gelgjufernan (ég, Monika, Ása og Eyrún) skelltum okkur saman og Monika fékk hláturskast þegar enginn annar var að hlæja. Monika hlær mjög hátt. Aumingja gelgjurnar áttu erfitt þá.

                          In the Cut. Við Adda fórum á þessa mynd án þess að vita neitt um hana, vorum mættar í bíó og myndin sem við ætluðum á var ekki sýnd. Adda sendi Árna sms og skrifaði óvart að við værum á In the But. Nógu slæm var myndin þó hún héti bara In the Cut. Við komum hlæjandi inn í salinn eftir hlé, sátum fremst og hlógum (að sms-inu) á meðan aðalpersónan fann hausinn af systur sinni inni á klósetti hjá sér. Öðrum bíógestum ekki mjög skemmt.

                          Bridget Jones II. Fór með Lísu og Árna Teit í Háskólabíó. Það var skítakuldi og ég keyrði “alla leið” frá Skerjagarði. Þegar ég kom út var búið að stela græjunum, hátölurunum og öllum geisladiskunum mínum úr bílnum og Lísa og Árni voru farin. Ég var svo fúl að ég settist ein inn í bíl og fór að grenja. Setti bílinn ekki einu sinni í gang, bara svona svo mér yrði ennþá meira kalt og þetta yrði aðeins dramatískara.

                          The Bodyguard. Adda og Árni voru nýbyrjuð saman og skelltu sér í bíó ásamt vini hans. Það vildi svo til að ég var í borgarferð og mér var auðvitað kippt með. Ég var 10 ára. Við sátum fremst og ég skildi ekki helminginn af myndinni og var alveg að sofna. Stórmerkileg upplifun.

 
3. Fjórir staðir sem ég hef búið á:

Fjórir veitingastaðir sem mér finnst gott að borða á (átvaglið ég :D):

                          Fridays með alla sína djúpsteikingu er minn uppáhalds milli-fíni staður, við vorum fastakúnnar þar þegar við bjuggum í Skerjagarði…. Skerjagarði sem var með tvær litlar hellur og engan ofn – góð afsökun!

                          Argentína er uppáhalds fíni staðurinn minn, enda með stóran piparstauk, brjálæðislega góða nautasteik og besta carpaccio í heimi (og trúið mér, ég hef ferðast um allan heim og smakkað carpaccio).

                          Indókína var í algjöru uppáhaldi, sérstaklega réttur nr 56 😉 Við Óli beibírass fórum ófáar Reykjavíkurferðirnar á Indókína og svo aaaðeins í Mál og menningu á eftir.. svo södd að við gátum varla labbað. Hef líka borðað ansi oft þar með Lísmundi og svo haldið klíkufundi þar í seinni tíð. Blessuð sé minning elsku Indókína.

                          Galito er aðalpleisið á Akranesi. Pizzurnar góðar og líka hægt að borða fínt þar. Allir að koma á Skagann að borða!


4. Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:

Fjögur eftirminnileg atvik úr ferðalögum á staði sem byrja á V:

                          Vopnafjörður 1989. Þegar ég fann krossfesta dúkku rétt hjá tjaldstæðinu, bjargaði henni og hleypti henni inn í barbie safnið mitt.

                          Vestmannaeyjar 1993. Við fórum í brúðkaup og einhver ógurlegur sjéntilmaður (á mínum aldri, engar áhyggjur) bauð mér upp í dans! Mér fannst frekar neyðarlegt þegar hálf ættin horfði glottandi á okkur stíga létta samkvæmisdansa.

                          Víti 1994. Labbaði að Víti í Öskju og sá allsbera ferðamenn að svamla þar um. Stígurinn var á einum stað svo mjór að ég sá fyrir mér að ég myndi hrynja ofan í til þeirra. Á sama ferðalagi fórum við í Herðubreiðarlindir og Kverkfjöll, magnaðir staðir!

                          Viðey 2006. Veioveioveio! Fuglaskoðunarferðin okkar Öddu. Þýðandi og þulur var dulítið pirraður herramaður en við hegðuðum okkur vel og fengum Egils Kristal að launum.

5. Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:

Fjórir sjónvarpsþættir sem ég hef aldrei fylgst með:

                          Heroes

                          Grey’s Anatomy

                          Prison Break

                          Survivor


6. Fjórar síður sem ég skoða daglega:

Fernt sem ég segi daglega:

                         

                         

                         

                          Nei

Djúp speki leynist á bak við þessi orð í hvert skipti sem ég læt þau út úr mér.


7. Fernt sem ég held upp á matarkyns:

Fjórir drykkir sem mér finnst góðir:

                          Áskalt íslenskt vatn

                          Coca cola

                          Heitt súkkulaði (á jólunum og köldum vetrarkvöldum)

                          Trópí – appelsínusafi (sem ég hef ekki drukkið í 8 mánuði!)

8. Fjórar bækur sem ég hef oft lesið:

Fjórar bækur sem ég hef skrifað (eru þó því miður ekki útgefnar ;))

                          Hrafnkels saga (ekki Freysgoða) sem inniheldur öll helstu afrek krónprinsins.

                          15 bindi um Asna Asnason, hver einasti kafli var myndskreyttur og fjölluðu bækurnar um daglegt líf Asna en hann giftist læðunni Monsu og áttu þau fjöldamörg börn sem ýmist voru kettir, asnar eða blanda úr báðum.

                          Ámsar sögur um ótrúlega barnmargar fjölskyldur þar sem hvert einasta barn hét útpældu nafni, oftast mjög löngu. Þessar sögur hafa aldeilis slegið í gegn og ég man að klíkufélagi minn var einmitt sérstaklega hrifinn af sögu um hjón sem áttu börn á hverju ári í mörg ár en elsti sonur þeirra var fluttur með kærustunni sinni í “leiguíbúð út í bæ” og væntanlega að plana aðra eins fólksfjölgun og foreldrar hans 😉

                          Dagbækur af og til frá 7 ára aldri. Skammast mín samt mest fyrir gelgjudagbókina en er jafnframt þakklát fyrir að þetta er á pappír en ekki á netinu.

9. Fjórir staðir sem ég myndi helst vilja vera á núna:

Fjórir staðir sem ég myndi ekki vilja vera á núna:

                          Á lyftu á leið upp á 100. hæð

                          Að vinna við að búa til blöðrudýr

                          Á flugvél

                          Á fangelsi

 

Ein staðreynd á þessum lista er myndskreytt. Ég árið 2001 að borða rétt nr 56 á Indókína:

img_0651.jpg

Ljósmyndari og átfélagi að sjálfsögðu Óli beibírass 😉

Ég er alveg í stuði til að lesa þessa útgáfu af klukki hjá einhverjum öðrum, svona ef einhvern langar að skemmta mér!