Gleðilegan bolludag!

Já mamma bakaði svona „smá“ af bollum í gær svo bolludagurinn var augljóslega tekinn út þá 😉 Nú renna flestir dagar saman í eitt og ekki mikið gert nema að bíða, það verður ágætt þegar einhvers konar rútína verður komin í gang en það veltur víst allt á einhverju sem ég hef enga stjórn á. …

undur og stórmerki

Mér hefur hér með tekist að gera nettenginguna virka. Sem þýðir að nú mun ég væntanlega reyna að skríða aftur að einhverju leyti inn í netheima, rækta heimasíður, rifja upp hvað msn er og svo framvegis. Þetta er búið að kosta margar erfiðar orrustur við snúrur, illa innrætt tæki og geispandi starfsmenn Símans. Sigur er …

Ice in a Dagger

Það er ekki fallegt að þurfa að viðurkenna á aðfangadag að maður sé fíkill. En svona er lífið! Ég held að ég verði að játa að undanfarinn mánuð hef ég haft óstjórnlega og endalausa löngun til að borða klaka… stanslaust. Það er væntanlega ekki hægt að vera háður neinu saklausara en frostnu vatni.. eða hvað? …

Áhaldssemistjáningar og nostalgíumyndir

Ég er ekki þekkt fyrir að vilja breyta hlutum. Allt er best eins og það er… en samt ennþá betra eins og það var.. sem eru léleg rök því í framtíðinni verður það sem er að gerast núna að því sem var. Þó ég vilji trúa því að ég sé frekar skynsöm svona að eðlisfari …

Myndir af framtíðinni…

 Athugaði aðeins stöðuna í gær, hvort barnið væri ekki stillt og prútt…. það hefur greinilega liðleikann frá mér, ég set oft tærnar í ennið á mér þegar ég er að slappa af.  Annars var það frekar pirrað á þessum myndatökum, veit greinilega ekki á hverju það á von 😉 En ég vona að allir séu …

Ástin mín Myndbjartur

Já loksins er hún komin til mín, nýja og fallega myndavélin mín! Mamma var svo „heppin“ að vera ein heima með mér daginn sem ég náði í vélina á pósthúsið og hún fékk þess vegna að vera módel með öllum stillingum sem ég gat mögulega prófað og stóð sig óaðfinnanlega, ég held að ég hefði …

Klíkustarfsemi Daggz

Já það var mikið plottað í gær enda sneri stórvinur minn og klíkufélagi Alz aftur til landsins í fyrradag eftir 8 mánaða útlegð! Mikil hátíð var haldin enda ekki á hverjum degi sem svona atburðir eiga sér stað. Fyrst héldum við fund í Skerjagarði um mikilvæg málefni sem þið fáið bara ekkert að vita um …