Júlí

Ég var viss um að júlí yrði hrikalega erfiður mánuður. Ritgerðarvinna í hámarki og Umbi einmitt í sumarfríi. Eins og venjulega þegar ég held að eitthvað verði ómögulegt snerist allt við og varð frábært. Tíminn hefur sjaldan nýst mér svona vel. Annað hvort er ég að sinna ritgerðinni alveg (þegar Daði er í fríi) eða …

Prúðar

Mikið erum við Lísa nú saklausar þarna… það mætti halda að við hefðum aldrei gert neitt af okkur 😉 Þegar ég á að vera að læra fer ég stundum að grúska í myndasafninu mínu. Á tímabili var helsta listgrein okkar Cookie að taka sjálfsmyndir. Ég gæti örugglega gefið út nokkur bindi af sjálfsmyndabókum um okkur, …

Fagur fugl

Hildur Björk systurdóttir mín var fermd í gær. Undirbúningur í kringum fermingu er merkilegt fyrirbæri. Ég hef ekki upplifað þann undirbúning svona nálægt mér síðan ég sjálf var fermd og það er nú eiginlega ekki tekið með. Mér finnst þetta svolítið eins og það hafi verið ýtt á pásu í dálítinn tíma og í þessari …

Ferskt

Nú segja allir bloggarar að facebook taki allan þeirra tíma. Ég get víst ekki skýlt mér á bak við þá afsökun því þó ég kíki reglulega þangað inn er mér alltaf farið að leiðast eftir nokkrar mínútur. Ég hef aldrei reynt að neita því að ég er bara léleg í að uppfæra þessa síðu og …

Þorri

Á fyrsta sinn í mörg mörg ár hlakka ég til að fá vor og sumar. Minn tími hefur alltaf verið þegar mesta skammdegið er, finnst aldrei skemmtilegt þegar þessi ofbirta búin til úr sól og snjó er í gangi eins og núna. Haustið er einfaldlega það besta sem til er – rétta birtan, rétta loftið, …

Góðs viti

Mér sýnist uppeldið bara ganga ágætlega. Barnið hefur alltaf haft einstaklega lítinn áhuga á sjónvarpsefni og hefur enga reynslu af svoleiðis áhorfi. En það þurfti ekki nema nokkrar sekúndur og athyglin var óskipt… Ekki einu sinni myndavélin truflaði… Og hvað var svona merkilegt??? Að sjálfsögðu 🙂 Einstaklega góður smekkur!

Ein klukkz

Óli Gneisti klukkaði mig. Ég ákvað að breyta spurningunum aðeins til að fá smá fjölbreytni í þetta… múhaha. 1.      Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina: Fjögur störf sem mig langaði að vinna þegar ég “yrði stór”: –                          Söngkona. Aha. Var reyndar mjög ung þegar ég sýndi þá skynsemi að hætta að stefna á …