Júlí

Ég var viss um að júlí yrði hrikalega erfiður mánuður. Ritgerðarvinna í hámarki og Umbi einmitt í sumarfríi. Eins og venjulega þegar ég held að eitthvað verði ómögulegt snerist allt við og varð frábært. Tíminn hefur sjaldan nýst mér svona vel. Annað hvort er ég að sinna ritgerðinni alveg (þegar Daði er í fríi) eða barninu 100% (þegar Daði er að vinna) og þá er einbeitingin algjörlega á réttum stað á réttum tíma.

Við Guðmundur Hrafnkell erum búin að bralla ýmislegt saman. Náðum að skreppa norður og vestur á uppáhaldsstaðina þó ferðirnar væru stuttar. Fórum í skrúðgöngu á Árskum dögum, í götugrill og á lokahátíð. Skruppum til Hvanneyrar á safnadeginum og erum alltaf dugleg að fara út að labba og leika. Á vaktafríum náum við að fara öll saman út en skilyrðið er reyndar að frjókorn séu í lágmarki og það hefur ekki oft gerst á þessu sumri. Við ritgerðin erum líka búnar að bralla ýmislegt saman og hún stækkar og lengist með hverjum deginum. Ég held í vonina að ná að útskrifast í október 🙂 Og þrátt fyrir ritgerðarpressu er mér búið að takast að fara á ball, út að borða með mínum bestustu, aftur út að borða með bestasta Lísmundi og  í BÁÓ með Daða (það hafði ekki gerst í ár).

Allt þetta ógnvekjandi púsl í pressumánuðinum mikla small semsagt saman. Og nú kvíði ég meira að segja pínulítið fyrir því að fara aftur að senda barnið út af heimilinu á morgnana. Hann er að stækka svo mikið, er að móta sinn eigin smekk og skoðanir, getur sagt fleiri og fleiri orð og er bara svo skemmtilegur karakter að ég tími varla að missa af neinu. En rútínan er besti vinur mannsins og við tökum henni fagnandi þó júlí hafi verið frábær 🙂 Þetta var sagan af júlí….

[hér átti að koma íðilfögur mynd en það er búið að breyta kerfinu og ég næ ekki að hlaða henni inn… ímyndið ykkur bara það sem þið viljið ;)]

Prúðar

Mikið erum við Lísa nú saklausar þarna… það mætti halda að við hefðum aldrei gert neitt af okkur 😉 Þegar ég á að vera að læra fer ég stundum að grúska í myndasafninu mínu. Á tímabili var helsta listgrein okkar Cookie að taka sjálfsmyndir. Ég gæti örugglega gefið út nokkur bindi af sjálfsmyndabókum um okkur, það myndi væntanlega rokseljast.

Það væri að minnsta kosti stuð að safna myndunum öllum í eina möppu og athuga hvað þær eru margar. Ég skal láta ykkur vita þegar ég kemst að niðurstöðu. Já… og ég skal líka láta ykkur vita ef mér tekst einhvern tímann að skrifa þessa ritgerð, verandi svona upptekin að skoða myndir af sjálfri mér.

Fagur fugl

Hildur Björk systurdóttir mín var fermd í gær. Undirbúningur í kringum fermingu er merkilegt fyrirbæri. Ég hef ekki upplifað þann undirbúning svona nálægt mér síðan ég sjálf var fermd og það er nú eiginlega ekki tekið með. Mér finnst þetta svolítið eins og það hafi verið ýtt á pásu í dálítinn tíma og í þessari pásu var athygli allra nánustu ættingja og vina Hildar á því að gera daginn sem eftirminnilegastan fyrir hana. Þegar allt er afstaðið og hversdagsleikanum er aftur ýtt af stað er Hildur allt í einu orðin svo miklu stærri en hún var! ;)  Það er þroskandi að fá að taka þátt í að undirbúa sína eigin veislu, að skipuleggja, velja og hafna, segja sínar skoðanir og vera miðpunktur athyglinnar. Á fermingardeginum sínum var hún bæði falleg og frábær, brosandi og kát (með sitt nýja teinalausa bros :)), söng fyrir gestina sína og naut dagsins í botn. Jú jú hverjum þykir sinn fugl fagur… en minn er bara svo rosalega sætur 🙂

Skýjum ofar

Þessa mynd tók ég út um flugvélarglugga í maí 2004. Síðan þá hef ég ekki farið frá Áslandinu ástkæra. Ég hef aldrei á ævinni farið til sólarlanda, aldrei farið í verslunarferð, aldrei í borgarferð… Ég hef tvisvar komið til Danmerkur og um leið keyrt til Þýskalands – og þar með er það upptalið! Nú eru að verða fimm ár síðan en þegar ég hugsa um augnablikið þegar flugvélin var að keyra af stað eftir flugbrautinni og ég vissi að ég gæti ekki hætt við – þá finnst mér það hafa gerst fyrir viku! Ég er svo sjúklega flughrædd að það hefur mikil áhrif á það hvað ég ákveð að gera og hvað ég ákveð að gera ekki. Á þessum fimm árum hafa oft komið upp hugmyndir um utanlandsferðir sem ég hef stoppað af því ég þori ekki að fljúga.

Ég skil ekki hvernig svona hlutur helst uppi í loftinu. Ég skil ekki hvernig manneskjur geta stjórnað svona stórum hlut og látið hann fljúga. Ég vil geta stjórnað sjálf og ég vil skilja hvað er að gerast, ég vil geta staðið upp og labbað út þegar ég vil – ekki góð hugmynd reyndar! Mig langar að skoða svo margt og upplifa það að koma til ýmissa staða.

Fyrir 7 mánuðum pantaði ég mér leikhúsmiða í London – á sýningu sem er í byrjun maí. Það var svo langt í burtu að ég gat ýtt til hliðar þeirri staðreynd að ég get víst ekki labbað þangað. Nú er komið að því að ákveða…. Ég á leikhúsmiða, ég hef góða pössun fyrir aðalmanneskjuna, mig langar að sjá London, ég á nú alveg inni að fá að minnsta kosti að koma inn í eina HM búð, verandi kvenmaður og allt það 😉 En ég get ekki bókað flugið á netinu af því að ÉG skil ekki hvernig maður flýgur flugvél. Er ekki bara kominn tími á að hætta að láta svona og drífa sig í eina helgarferð?

Ferskt

Nú segja allir bloggarar að facebook taki allan þeirra tíma. Ég get víst ekki skýlt mér á bak við þá afsökun því þó ég kíki reglulega þangað inn er mér alltaf farið að leiðast eftir nokkrar mínútur. Ég hef aldrei reynt að neita því að ég er bara léleg í að uppfæra þessa síðu og það ætti að vera farið að síast inn í þá sem þekkja mig 😉 Það er reyndar frekar skrýtið því mér finnst fátt skemmtilegra en að skrifa.

Ég er að hugsa hvað ég eigi að gera við þessa síðu því mér finnst ekkert ömurlegra en yfirgefnar bloggsíður sem sýna sömu færsluna endalaust. Þá er betra að láta þær bara hverfa fyrir fullt og allt. Það er þrennt í stöðunni í þessu grafalvarlega máli. Ég hallast mest að einum möguleikanum en hann býður einmitt upp á skrif og eitt af þessu FÁA sem er enn skemmtilegra en skrif… að grúska í gömlum og nýjum ljósmyndum. Myndir segja meira en þúsund orð, það vita auðvitað allir 🙂 Þessi möguleiki snýst semsagt um að endurvekja síðuna með ferskum blæ, svona ný síða eins og nýju bankarnir og nýja Ásland – nema bara betri 😉 Hinir möguleikarnir eru að eyða þessari síðu eða láta hana halda áfram að hanga í sama farinu út í hið óendanlega.

Þetta er spennandi….!

Þorri

Á fyrsta sinn í mörg mörg ár hlakka ég til að fá vor og sumar. Minn tími hefur alltaf verið þegar mesta skammdegið er, finnst aldrei skemmtilegt þegar þessi ofbirta búin til úr sól og snjó er í gangi eins og núna. Haustið er einfaldlega það besta sem til er – rétta birtan, rétta loftið, fallegustu litirnir 🙂 En nú get ég alveg sætt mig við að eyða smá tíma í vor og sumar áður en aðal árstíðin kemur. Ástæðan er einföld… mig langar að geta farið með barnið mitt út. Svona endalaus fimbulkuldi og snjór hentar ekkert voðalega vel fyrir lítinn strák með eyrnabólgu og kvef. Og það er bara ekkert gaman að hanga alltaf inni þegar maður er 1 árs… og það er ekki heldur gaman þegar maður er 27 ára 😉 Ég sé sumarið fyrir mér með endalausum göngutúrum, rólóferðum og skemmtilegheitum… á milli þess sem ég skrifa aðeins í ritgerð já 😉

Þetta blogg er vanrækt eins og alltaf. Aumingja bloggið. Ég hef auðvitað alltaf draumasögur að segja frá 😉 Á nótt dreymdi mig að ég var að fara frá Borgarnesi og heim og það var 91 metri í hviðum undir Hafnarfjallinu, 56 metrar að jafnaði. Semsagt ekki séns. En ég lagði af stað og það í rútu í þokkabót og allt í einu var vegurinn mjór malarvegur. Nú geta draumaráðningasnillingar byrjað að túlka þessar tölur og sagt mér svo hvað þetta þýðir 😉 Að lokum var ég svo stödd í Nettó á Akranesi og hljóp til að opna hurð fyrir pabba, á meðan lagði ég myndavélina mína á gólfið og gleymdi henni þar. Fattaði það þegar ég var komin heim og ætlaði að rjúka út að sækja hana en….. hmmm… ég var búin að eiga myndavélina í rúmt ár og Nettó lokaði fyrir amk tveimur árum svo myndavélin var týnd í tímanum. Flókið vandamál sem leystist ekki áður en ég vaknaði en sem betur fer er myndavélin hér.

Fyrir nákvæmlega ári síðan var ég að koma með Guðmund Hrafnkel heim af sjúkrahúsinu… vissi ekkert og kunni ekkert 😉 Sem betur fer kom sú vitneskja sem ég hef öðlast undanfarið ár smám saman en ekki öll í einu! Tíminn er skrýtinn… líður svo hratt og gleypir svo myndavélina mína….

2009.JPG 2008.jpg

Hvort okkar hefur breyst meira? 😉

Góðs viti

Mér sýnist uppeldið bara ganga ágætlega.

Barnið hefur alltaf haft einstaklega lítinn áhuga á sjónvarpsefni og hefur enga reynslu af svoleiðis áhorfi.

En það þurfti ekki nema nokkrar sekúndur og athyglin var óskipt…

img_8468.JPG

Ekki einu sinni myndavélin truflaði… Og hvað var svona merkilegt???

img_8470.JPG

Að sjálfsögðu 🙂
img_8464.JPG

img_8461.JPG

Einstaklega góður smekkur!

Jól – og árið 2008

Jólin eru undirlögð af hefðum og ég er vanafastasta manneskja sem er til. En það er ótrúlegt hvað einn einstaklingur getur breytt manni gjörsamlega án þess að hafa neitt vit á því hvað hann er að gera 😉 Seint á Þorláksmessukvöld var allt tilbúið fyrir jólin. Ég kláraði meira að segja að brjóta saman allan þvottinn sem er nú afrek út af fyrir sig. Allt þrifið og hæfilega skreytt og dagskrá aðfangadags í föstum skorðum. Ég ákvað að slappa aðeins af og kíkja í tölvuna þó klukkan væri að verða tvö en heyrði stuttu seinna í Guðmundi sem vantaði væntanlega bara snuðið sitt. Ekki alveg…. litla jólabarnið sat útatað í gubbi í rúminu sínu. Og í þetta hafa jólin farið. Guðmundur var veikur alla nóttina, var slappur eins og tuska á sjálfan aðfangadag og byrjaði aftur að gubba yfir jólaborðhaldið á aðfangadagskvöld. Og aftur á jólanótt og enn oftar á jóladag. Á jóladagskvöld ákvað ég að taka við (þó fyrr hefði verið) og eyddi allri nóttinni í þessa yndislegu pest. Og í morgun tók Daði þetta að sér en við Guðmundur erum orðin hin hressustu. Ég var reyndar fegin þegar ég veiktist því þá vissi ég að þetta var bara venjuleg pest en ekki eitthvað verra sem var að barninu.

Og þá að vanafestunni… auðvitað varð ekkert eins og það á að vera á jólunum því allt snerist um áhyggjur af sjúklingnum, þvott, ógeð á mat sem maður vill venjulega borða og svo framvegis. En samt voru þetta bestu jól sem ég hef upplifað. Það átti hvort sem er ekkert að verða eins og það hefur verið. Ef það er eitthvað sem ég hef lært á árinu 2008 þá er það einmitt það að ekkert verður nokkurn tíma eins þegar maður er búinn að eignast barn. Hlutir sem manni fannst skipta máli gera það ekki lengur og hlutir sem skiptu mann engu máli gera það allt í einu. Og þessar breytingar á hugarfari manns verða án þess að maður taki eftir því, algjörlega sjálfkrafa. Á morgun verðum við vonandi öll hress og þá getum við notið þess að skoða allar fallegu jólagjafirnar okkar og borða eitthvað gott. Það skiptir engu máli þó það sé kannski fjórum dögum of seint. Umsögn um árið 2008? Ekki um jarðskjálfta, ísbirni eða bankahrun… hlutverk mitt breyttist á þann hátt að ég sé allt í nýju ljósi og mér finnst það magnað. Guðmundur Hrafnkell er árið 2008!

Ein klukkz

Óli Gneisti klukkaði mig. Ég ákvað að breyta spurningunum aðeins til að fá smá fjölbreytni í þetta… múhaha.

1.      Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:

Fjögur störf sem mig langaði að vinna þegar ég “yrði stór”:

                          Söngkona. Aha. Var reyndar mjög ung þegar ég sýndi þá skynsemi að hætta að stefna á það.

                          Hjúkrunarkona. Já kona, ekki fræðingur.

                          Á†ttfræðingur. Of course.

                          Fuglafræðingur. Það væri pottþétt gaman að vera fuglaséní.


2. Fjórar íslenskar bíómyndir sem ég held upp á:

Fjórar eftirminnilegar bíóferðir:

                          Djöflaeyjan. Við gelgjufernan (ég, Monika, Ása og Eyrún) skelltum okkur saman og Monika fékk hláturskast þegar enginn annar var að hlæja. Monika hlær mjög hátt. Aumingja gelgjurnar áttu erfitt þá.

                          In the Cut. Við Adda fórum á þessa mynd án þess að vita neitt um hana, vorum mættar í bíó og myndin sem við ætluðum á var ekki sýnd. Adda sendi Árna sms og skrifaði óvart að við værum á In the But. Nógu slæm var myndin þó hún héti bara In the Cut. Við komum hlæjandi inn í salinn eftir hlé, sátum fremst og hlógum (að sms-inu) á meðan aðalpersónan fann hausinn af systur sinni inni á klósetti hjá sér. Öðrum bíógestum ekki mjög skemmt.

                          Bridget Jones II. Fór með Lísu og Árna Teit í Háskólabíó. Það var skítakuldi og ég keyrði “alla leið” frá Skerjagarði. Þegar ég kom út var búið að stela græjunum, hátölurunum og öllum geisladiskunum mínum úr bílnum og Lísa og Árni voru farin. Ég var svo fúl að ég settist ein inn í bíl og fór að grenja. Setti bílinn ekki einu sinni í gang, bara svona svo mér yrði ennþá meira kalt og þetta yrði aðeins dramatískara.

                          The Bodyguard. Adda og Árni voru nýbyrjuð saman og skelltu sér í bíó ásamt vini hans. Það vildi svo til að ég var í borgarferð og mér var auðvitað kippt með. Ég var 10 ára. Við sátum fremst og ég skildi ekki helminginn af myndinni og var alveg að sofna. Stórmerkileg upplifun.

 
3. Fjórir staðir sem ég hef búið á:

Fjórir veitingastaðir sem mér finnst gott að borða á (átvaglið ég :D):

                          Fridays með alla sína djúpsteikingu er minn uppáhalds milli-fíni staður, við vorum fastakúnnar þar þegar við bjuggum í Skerjagarði…. Skerjagarði sem var með tvær litlar hellur og engan ofn – góð afsökun!

                          Argentína er uppáhalds fíni staðurinn minn, enda með stóran piparstauk, brjálæðislega góða nautasteik og besta carpaccio í heimi (og trúið mér, ég hef ferðast um allan heim og smakkað carpaccio).

                          Indókína var í algjöru uppáhaldi, sérstaklega réttur nr 56 😉 Við Óli beibírass fórum ófáar Reykjavíkurferðirnar á Indókína og svo aaaðeins í Mál og menningu á eftir.. svo södd að við gátum varla labbað. Hef líka borðað ansi oft þar með Lísmundi og svo haldið klíkufundi þar í seinni tíð. Blessuð sé minning elsku Indókína.

                          Galito er aðalpleisið á Akranesi. Pizzurnar góðar og líka hægt að borða fínt þar. Allir að koma á Skagann að borða!


4. Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:

Fjögur eftirminnileg atvik úr ferðalögum á staði sem byrja á V:

                          Vopnafjörður 1989. Þegar ég fann krossfesta dúkku rétt hjá tjaldstæðinu, bjargaði henni og hleypti henni inn í barbie safnið mitt.

                          Vestmannaeyjar 1993. Við fórum í brúðkaup og einhver ógurlegur sjéntilmaður (á mínum aldri, engar áhyggjur) bauð mér upp í dans! Mér fannst frekar neyðarlegt þegar hálf ættin horfði glottandi á okkur stíga létta samkvæmisdansa.

                          Víti 1994. Labbaði að Víti í Öskju og sá allsbera ferðamenn að svamla þar um. Stígurinn var á einum stað svo mjór að ég sá fyrir mér að ég myndi hrynja ofan í til þeirra. Á sama ferðalagi fórum við í Herðubreiðarlindir og Kverkfjöll, magnaðir staðir!

                          Viðey 2006. Veioveioveio! Fuglaskoðunarferðin okkar Öddu. Þýðandi og þulur var dulítið pirraður herramaður en við hegðuðum okkur vel og fengum Egils Kristal að launum.

5. Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:

Fjórir sjónvarpsþættir sem ég hef aldrei fylgst með:

                          Heroes

                          Grey’s Anatomy

                          Prison Break

                          Survivor


6. Fjórar síður sem ég skoða daglega:

Fernt sem ég segi daglega:

                         

                         

                         

                          Nei

Djúp speki leynist á bak við þessi orð í hvert skipti sem ég læt þau út úr mér.


7. Fernt sem ég held upp á matarkyns:

Fjórir drykkir sem mér finnst góðir:

                          Áskalt íslenskt vatn

                          Coca cola

                          Heitt súkkulaði (á jólunum og köldum vetrarkvöldum)

                          Trópí – appelsínusafi (sem ég hef ekki drukkið í 8 mánuði!)

8. Fjórar bækur sem ég hef oft lesið:

Fjórar bækur sem ég hef skrifað (eru þó því miður ekki útgefnar ;))

                          Hrafnkels saga (ekki Freysgoða) sem inniheldur öll helstu afrek krónprinsins.

                          15 bindi um Asna Asnason, hver einasti kafli var myndskreyttur og fjölluðu bækurnar um daglegt líf Asna en hann giftist læðunni Monsu og áttu þau fjöldamörg börn sem ýmist voru kettir, asnar eða blanda úr báðum.

                          Ámsar sögur um ótrúlega barnmargar fjölskyldur þar sem hvert einasta barn hét útpældu nafni, oftast mjög löngu. Þessar sögur hafa aldeilis slegið í gegn og ég man að klíkufélagi minn var einmitt sérstaklega hrifinn af sögu um hjón sem áttu börn á hverju ári í mörg ár en elsti sonur þeirra var fluttur með kærustunni sinni í “leiguíbúð út í bæ” og væntanlega að plana aðra eins fólksfjölgun og foreldrar hans 😉

                          Dagbækur af og til frá 7 ára aldri. Skammast mín samt mest fyrir gelgjudagbókina en er jafnframt þakklát fyrir að þetta er á pappír en ekki á netinu.

9. Fjórir staðir sem ég myndi helst vilja vera á núna:

Fjórir staðir sem ég myndi ekki vilja vera á núna:

                          Á lyftu á leið upp á 100. hæð

                          Að vinna við að búa til blöðrudýr

                          Á flugvél

                          Á fangelsi

 

Ein staðreynd á þessum lista er myndskreytt. Ég árið 2001 að borða rétt nr 56 á Indókína:

img_0651.jpg

Ljósmyndari og átfélagi að sjálfsögðu Óli beibírass 😉

Ég er alveg í stuði til að lesa þessa útgáfu af klukki hjá einhverjum öðrum, svona ef einhvern langar að skemmta mér!

I have a drinking problem

Ég er í smá verkefnavinnu og ætla að vaka aðeins frameftir í kvöld … læra og hafa það kósý í leiðinni, spurning hversu mikið ég læri en samt.. 😉 Fyrst fór ég reyndar í heitt og gott bað, með slakandi baðsalti og öllu tilheyrandi. Fór í þægilegar náttbuxur og hlýrabol. Kom mér vel fyrir í sófanum með tölvuna og ískalda kók í dós. Hallaði mér aftur í algjörri afslöppun og ætlaði að taka fyrsta sopann… en hellti honum beint ofan í bolinn minn. Milli brjóstanna. Alveg niður á maga. Mmmm… Þetta er sko ekki í fyrsta og pottþétt ekki í síðasta skipti sem ég hitti ekki á munninn á mér. Þetta var bara svo sorglega gott augnablik sem skemmdist í þetta skipti 😉