Gleðilegan bolludag!

bollur.jpg

Já mamma bakaði svona „smá“ af bollum í gær svo bolludagurinn var augljóslega tekinn út þá 😉

Nú renna flestir dagar saman í eitt og ekki mikið gert nema að bíða, það verður ágætt þegar einhvers konar rútína verður komin í gang en það veltur víst allt á einhverju sem ég hef enga stjórn á.

Þegar eitthvað gerist og ég verð orðin nógu öflug til að henda inn myndum og einhverju skemmtilegu verður það væntanlega sett á síðuna sem hingað til hefur verið mjög svo falin – umbi.barnaland.is. Við skulum sjá hvernig mér gengur að halda henni uppi – ég reyni allavega! En ég hverf að sjálfsögðu ekki héðan, get ekki hætt héðan af að vera trufluð!  Til að fá aðgang að síðunni er hægt að senda mér póst (dagbjog@hi.is, daggerbrown@gmail.com) eða einfaldlega tala við mig.

Að lokum óska ég Óla Gneista til hamingju með afmælið – það gengur ekki alveg nógu vel með afmælisgjöfina!

undur og stórmerki

Mér hefur hér með tekist að gera nettenginguna virka. Sem þýðir að nú mun ég væntanlega reyna að skríða aftur að einhverju leyti inn í netheima, rækta heimasíður, rifja upp hvað msn er og svo framvegis. Þetta er búið að kosta margar erfiðar orrustur við snúrur, illa innrætt tæki og geispandi starfsmenn Símans. Sigur er í höfn. Svona lítur annars 8 mánaða umbabumba út.

umbabumba.jpg

ego

Ágætt að taka einn dag þar sem allt snýst bara um MIG 😉 Það er svolítið erfitt þegar einhver annar er gjörsamlega fastur við mann í öllum mögulegum merkingum þess orðs. Ennnn í morgun fékk ég einkunn fyrir Eigindlegar rannsóknaraðferðir. Sem ég lagði alveg þvílíka vinnu í – í misjöfnu ástandi – í haust. Þetta er líklega síðasta formlega einkunnin sem ég fæ í Mastersnáminu mínu þar sem erlend námskeið og lokaritgerðin verða væntanlega bara „staðin“. Ég ætlaði aldrei að þora að kíkja á hvað ég fékk en var auðvitað ofurglöð þegar ég sá að ég var í hæstu einkunninni… fékk 9 og þar af leiðandi er meðaleinkunnin mín í mjög góðum málum. Vííííííííí 😀 Á†tla aðeins að njóta þess að hugsa um námið, ritgerðina og fjarlægari framtíðarplön í dag og halda svo áfram að hugsa um yfirvofandi ofurbreytingar seinna – kannski á morgun 😉

Ice in a Dagger

Það er ekki fallegt að þurfa að viðurkenna á aðfangadag að maður sé fíkill. En svona er lífið! Ég held að ég verði að játa að undanfarinn mánuð hef ég haft óstjórnlega og endalausa löngun til að borða klaka… stanslaust. Það er væntanlega ekki hægt að vera háður neinu saklausara en frostnu vatni.. eða hvað? Fólkið í kringum mig er orðið vant látunum sem fylgja því að bryðja nokkra tugi af klökum á dag og í öllum ísskápum sem ég kem nálægt er passað upp á að hafa nóg af klökum í frystihólfinu. Svo þið vitið hvað er best að eiga þegar ég kem í heimsókn…. ekkert nema vatnsklaka. Mér líður bókstaflega illa ef ég fæ ekki nokkra skammta á dag. Á búðarferð í Reykjavík þurfti ég að koma sérstaklega við í tómu Skerjagarðsíbúðinni minni – því þar átti ég klakapoka í frysti. Þetta er væntanlega það næsta sem ég hef komist því að upplifa fíkn, kókþörfin sem ég hélt að væri minn helsti galli fellur algjörlega í skuggann af þessu… mér væri sama þó ég fengi ekki kók í maaarga daga svo lengi sem ég hef klakana mína.

Þar sem klakabryðj er mín helsta iðja þessa dagana er ég búin að stúdera af miklum krafti hvernig þeir eru bestir. Það er sko ekki sama hvernig klakar eru ef einhver hélt það. Bestir í heimi eru klakarnir úr boxinu sem fylgdi mínu eigin frystihólfi. Stórir og með mjög hörð horn. Á öðru sæti er klakavélin í ísskápnum hennar Öddu… mulningurinn. Á þriðja sæti koma svo klakarnir í einhverju gúmmíformi sem mamma á hérna í sínu frystihólfi, kringlóttir að ofan en flatir að neðan. IKEA form með klakastöngum og hjörtum eru í fjórða sæti og svo koma gamaldags klakapokar sem virka alltaf ágætlega. Lélegir en ásættanlegir klakar eru þeir sem er hent í glös á veitingastöðum og eru bara hálfgert frat… og allir klakar sem eru ekki ofurferskir beint úr frysti. Ég er samt ekkert með klaka á heilanum.. nei nei….

Ef umbi er strákur, hvernig finnst ykkur þá nafnið Klaki? Mér finnst það eins og er mun fallegra en t.d. Jökull eða Snær eða Fannar…. Klaki… hljómfagurt, gott og gilt íslenskt nafn. Um að gera að spjalla við mannanafnanefnd bara 🙂

Þetta virðist samt vera farið að hafa áhrif á heilastarfsemi mína því ég er að kljást við brainfreeze á háu stigi þessa dagana. Ekki skrýtið kannski miðað við það sem áður hefur komið fram…. Ég gleymi allskonar hlutum sem ég er ekki vön að gleyma…. Núna undanfarinn sólarhring er mér til dæmis búið að takast eftirfarandi:

  • Að gleyma hluta af jólagjöf á Skaganum sem ég var að fara með í bæinn – ég pakkaði gjöfum margra inn í tvo pakka og það býður upp á að þeir verði viðskila við hvorn annan. Þetta er reyndar ómerkilegri hlutinn að mínu mati svo ég sé til hvort ég komi þessu til skila síðar 😉
  • Að gleyma í smástund HVAÁ einn hluti af Öddujólagjöf var. Gjöf sem ég keypti auðvitað sjálf og pakkaði inn.
  • Að skrifa á tvö jólakort til Lísu… fá pínu deja vu tilfinningu en nahh.. halda samt áfram bara
  • Að týna gleraugunum mínum sjöhundruðþrjátíu og fjórum sinnum.

… og svo framvegis.

En það var annars eitthvað sem ég ætlaði að segja……… jább…

Gleðileg jól! Ég vona að allir hafi það sem best, njóti matar og þess að vera með fjölskyldu og vinum…. og fyrirgefi mér ef ég hef gleymt einhverju stórkostlegu 😉

30 vikur

Já allt í einu er allt talið í vikum. Á gær var ég komin 30 vikur á leið sem var einu sinni rosalegt takmark en ég hef svo mikið að gera að ég gleymdi því næstum því. Ég er eins og jójó milli Reykjavíkur og Akraness… pakka, þrífa, læra, plana….. er að minnsta kosti súperánægð núna að hafa verið búin að kaupa allar jólagjafir áður en desember kom.

Er alltaf á leiðinni að hrúga inn myndum af íbúðinni inn á myndasíðuna en læt duga að setja inn eina mynd núna og valdi auðvitað baðkarið því mig langar svo að liggja í freyðibaði ákkurat núna 😉

brekk1.jpg

Svo er enginn tími fyrir einhverjar bumbumyndir en hér sést glitta í umba… í miðjum þrifum á nýju íbúðinni…

brekk2.jpg

Meira seinna…

Áhaldssemistjáningar og nostalgíumyndir

Ég er ekki þekkt fyrir að vilja breyta hlutum. Allt er best eins og það er… en samt ennþá betra eins og það var.. sem eru léleg rök því í framtíðinni verður það sem er að gerast núna að því sem var. Þó ég vilji trúa því að ég sé frekar skynsöm svona að eðlisfari þá á ég mjög erfitt með að beita sjálfa mig rökfærslum, ég vil að aðrir sjái um það. Og ákveð svo oftast að trúa þeim bara ekkert. Erfið? Nei nei. Undanfarið ár er ekki bara eitthvað eitt búið að breytast heldur ALLT. Ekki nóg með að liminal ástandið sé í hámarki (varð að troða þessu orði hér inn) út af meðgöngunni og ég sé skokkandi utan hringsins eins og Steinn Steinarr heldur er ég að flytja milli bæjarfélaga, fara í fæðingarorlof í staðinn fyrir skóla og svo framvegis. Og við erum að tala um mig. Ég sem get varla skipt um tannbursta (engar áhyggjur, ég geri það nú samt) eða breytt uppröðun á hlutum inni í skáp (það er hins vegar óþarfi).

Þrátt fyrir að líða stundum eins og ég vilji stoppa tímann veit ég að ég þarf víst að pakka niður því ég ER að fara að flytja. Þar kemur skipulagsþátturinn sterkur inn og þrátt fyrir að vera í afneitun gagnvart breytingum geri ég alltaf það sem þarf að gera. Ég byrjaði þess vegna samviskusamlega á að pakka niður mjög tímanlega og búa til svakalega skipulagt kassakerfi sem ég skrái niður í bók. En til að gera málamiðlun við sjálfa mig byrjaði ég á að pakka bara niður því sem sést ekki. Eftir að hafa fyllt tuttugu kassa leit íbúðin semsagt út eins og ekkert hefði breyst. En í gær var komið að því óumflýjanlega. Búið að tæma allar skúffur og skápa og geymsluhillur og þá varð víst að taka það sýnilega burt. Ég ætlaði bara að þrífa íbúðina, færa allt til, þurrka af og RAÁA ÞVÁ AFTUR. Þegar Daði spurði mjöööööög varfærnislega hvort við ættum kannski frekar að setja þetta ofan í kassa. Kassa? Strax? Á ég að horfa bara á tómar hillur hérna? Uhm… það var einn dagur í afhendingu og vika í flutninga og ég vildi raða öllu snyrtilega upp aftur. En það er með stolti sem ég tilkynni að ég lét segjast og pakkaði niður eins og enginn væri morgundagurinn. Og nú gapa á mig tómar hillur og borð út um allt. Ég benti Daða ítrekað á hvað það væri nú sorglegt að allt dótið myndi aldrei aftur vera á nákvæmlega þessum stað, í nákvæmlega þessari uppröðun. Ég get ekki sagt að hann hafi skilið hvað í andsk.. ég var að tala um. Við erum að fara úr 29 fermetrum í 135 fermetra og hann sér bara jákvæða hluti við það, piff… skil þetta ekki 😉 Bókahillan er samt enn troðfull og ég er að reyna að mana mig upp í að tæma hana. Þá verður íbúðin nú endanlega sálarlaus. Ekkert drama hér á ferð 😉

Þó þetta sé nú allt svona erfitt fyrir mig (hehe) þá hlakka ég auðvitað tryllingslega til líka. Að geta loksins haft allt dótið sem ég á hjá mér því það er dreift í nokkur hús. Að geta hengt myndir upp á veggi með því að negla en ekki bara með kennaratyggjói. Að geta boðið fólki í heimsókn. Að geta þvegið þvott inni í íbúðinni. Að geta bakað og eldað. Að geta leyft amstrad að flytja til mín 😀 Að geta farið allt sem ég þarf á 5 mínútum og geta auðveldlega labbað það sem mig langar að fara.  En geta SAMT alltaf þegar mér dettur í hug skroppið suður til Öddu á tæpum klukkutíma 🙂 Það er auðvitað lífsnauðsynlegt og verður mikið gert.

Gamlar myndir sem ég var að skoða en koma þessari færslu svosem ekkert við… önnur mynd af okkur ömmu því það er bara svo gott að láta hana leiða sig!

minni.jpg

Og ótrúlega fögur fjölskylda á fallegum bíl á leið í ferðalag 😀 Gæti verið að það örlaði á smá gelgju hjá elskulegum systkinum mínum? 😉

minnisminni.jpg

Myndir af framtíðinni…

 Athugaði aðeins stöðuna í gær, hvort barnið væri ekki stillt og prútt….

það hefur greinilega liðleikann frá mér, ég set oft tærnar í ennið á mér þegar ég er að slappa af. 

umbi1.jpg

Annars var það frekar pirrað á þessum myndatökum, veit greinilega ekki á hverju það á von 😉

En ég vona að allir séu sammála mér um að það er aaaalveg eins og ég! Er það ekki? 😉

umbi3.jpg

P.s. Þessar myndir tók ég auðvitað með nýju myndavélinni minni 😉 Er svo klár….

Ástin mín Myndbjartur

Já loksins er hún komin til mín, nýja og fallega myndavélin mín!

Mamma var svo „heppin“ að vera ein heima með mér daginn sem ég náði í vélina á pósthúsið og hún fékk þess vegna að vera módel með öllum stillingum sem ég gat mögulega prófað og stóð sig óaðfinnanlega, ég held að ég hefði verið löngu búin að rífa af mér myndavélina og lemja mig í hausinn með henni ef ég hefði verið hún… sérstaklega þar sem hún var á fullu að reyna að baka og ég elti hana út um allt 😉

Mér tókst að taka svo skýra mynd af auganu af sjálfri mér að ég uppgötvaði að ég er með þrjár freknur þar sem ég hef ekki einu sinni séð í spegli sko 😉 (ég er ekkert montin með þessa myndavél). Sú mynd var hins vegar OF skýr að öðru leyti svo hún er ekki birt hér 😀 Fyrst var ég búin að gera nokkrar tilraunir og eins og sést á þessari mynd var fókusinn alltaf á hárinu á mér en ekki augunum til að byrja með… svona „örlítil“ byrjendamistök 😀

augu.jpg

Ég er auðvitað búin að mynda alla í kringum mig meira en nokkur hefur áhuga á að láta mynda sig. En það er alltaf skemmtilegast að taka myndir af systkinabörnunum mínum, þau vilja alltaf leyfa mér að æfa mig 😀

Hildur Björk „litla“ frænka var mjög liðtæk í þessari hjálp 😉

hibbie.jpg

Hálf-tannlaus Katrín Rut 🙂

katamin.jpg

Heiður Dís aðalfyrirsæta 🙂

november2007a-045.jpg

Lóa litla voða þreytt…

loa.jpg

Og svo auðvitað Hjalti 😀 Vona að foreldrum hans blöskri ekki þessi myndbirting en svona eiga börn nú bara að vera ekki satt 😉 Málaður af leikskólanum og að fá sér smá köku hjá ömmu 🙂

hjalti.jpg

Svo komið þið bara í heimsókn ef þið hafið þörf fyrir að láta taka myndir af ykkur!

Klíkustarfsemi Daggz

Já það var mikið plottað í gær enda sneri stórvinur minn og klíkufélagi Alz aftur til landsins í fyrradag eftir 8 mánaða útlegð! Mikil hátíð var haldin enda ekki á hverjum degi sem svona atburðir eiga sér stað. Fyrst héldum við fund í Skerjagarði um mikilvæg málefni sem þið fáið bara ekkert að vita um og svo hlóð hann á mig gjöfum en eins og allir vita er það skilyrði fyrir að koma í heimsókn til mín. Allir velkomnir! Á fyrsta lagi gaf hann mér Maltesers enda er fátt sem getur toppað það. Minnir mig alltaf pínu á Akraborgarferðirnar því ég splæsti alltaf í Malteserspoka til að borða eitthvað gott sem síðustu máltíðina. Á öðru lagi gaf hann mér bók sem heitir The baby owner’s manual. Ég veit ekki hvort hann var með þessu að lýsa yfir miklu vantrausti á mig eða reyna að hjálpa mér, það er spurning. Þetta er hins vegar eina svona bókin sem ég myndi mögulega nenna að lesa þar sem hún er sett upp á nógu fyndinn hátt og það er talað um barnið eins og bíl… þetta er svona almenn umhirða og viðhald sem getur komið sér vel að lesa um 😉 Á þriðja lagi gaf hann mér svo ofurgaldrastein með súperkrafta, liggaliggalái.

Við fórum svo beint í undirheima Reykjavíkur og ráfuðum þar um. Ákváðum að skoða hvernig ástandið væri á Indókína enda er það mikilvægur staður. Allt reyndist stöðugt þar, engir pappakassar sjáanlegir þó forsíða DV hafi hótað því að staðurinn væri að flytja fyrir tveimur árum. Við gátum því borðað í rólegheitunum og staðurinn var enn þarna þegar við fórum. Og verður væntanlega næstu áratugina ef þetta heldur svona áfram.  Ég keypti svo sjö sjeika í ísbúðinni í Skeifunni.

Aftur var farið í Skerjagarð og hafist handa við mikla rannsóknarvinnu…. sem endaði á þann stórkostlega hátt að ef allt gengur upp fæ ég loksins hlut í hendurnar eftir um það bil viku sem mig er búið að dreyma um lengi lengi lengi. Er reyndar svolítið mörgum þúsundköllum fátækari en það er vel þess virði. Spennandi, ekki satt?

Á kvöld erum við Daði að fara fínt út að borða. Ég var að spá í hvort einhver nennti að passa Umba á meðan? Mig langar svo að geta borðað og borðað en af einhverjum ástæðum verð ég alltaf strax södd 😉 Endilega einhver að bjóða sig fram!