Jólafréttir

Miklar gleðifréttir síðan síðast! Systir mín elskuleg skrapp til löndöönnhhh og kom heim með eitt stykki jólakjól handa mér. Ég var byrjuð að sauma saman þrjá svarta ruslapoka sem ég ætlaði að láta duga en nú mun ég vera eins fögur og hvalur getur mögulega verið! Kjóllinn smellpassar á alla kanta og er þeim hæfileikum búinn að geta stækkað endalaust á einum stað. Ekkert vesen með „í kjólinn fyrir jólin“ hérna*, ég dunda mér bara við að borða og reyni að nýta allt þetta pláss sem best. Wunderbar!

Af þessu tilefni er ég byrjuð að hlakka sjúklega til jólanna og af einhverjum ástæðum virðist ég alltaf hugsa mest um mat. Það er ekkert nýtt… Ég er búin að halda ræðu yfir Daða um hverja einustu hefð sem fer fram á heimili mínu yfir jólin og minna hann á að ég er bæði mjög vanaföst og þjóðfræðingur svo hann skuli passa sig að mótmæla engu og taka glaður þátt í þeim öllum. Hann hefur auðvitað ekkert á móti öllum matnum (nema kannski skötunni en það eru nú alltaf pylsur líka ;)) og það gekk ágætlega að undirbúa hann fyrir allt hitt. Ég passaði mig að muna eftir öllum smáatriðum svo ekkert gæti komið HONUM á óvart og sett MIG úr jafnvægi. Ég er svo hugulsöm… 😀

mmmmmm…….. (og það er bannað að kommenta á að reykt kjöt sé ekki sniðugt og blablabla ;))

img_2345.JPG

*ekki eins og ég hafi einhvern tíma lagt mig fram í þeim málum… kaupi einfaldlega bara eitthvað sem ég passa í rétt fyrir jól 😉

Ótrúleg viðbrögð!

Ég gat ekki látið Gurrí mína horfa upp á það að strætókökuna hennar vantaði á kökusíðuna. Ég setti inn 6 nýjar kökumyndir síðan í sumar en það vantar samt tvær nýjustu kökurnar, þið verðið bara að bíða spennt 😉

Ég verð aftur að lýsa yfir ánægju með haustið… myrkur og temmilegur kuldi er bara svo miklu skárra en endalaus birta og hiti! Á tilefni af því er hér mynd af okkur ömmu í haustgöngutúr í kringum húsið á Furugrundinni 😉 Fyrir svona… 20 árum! Jemundur minn….

egogamma.jpg

Urð og grjót…?

Já já mesta bloggleti sem sögur fara af!

Kannski af því það er svo mikið að gera og mikið að hugsa um… Sumt ómerkilegra en annað 😉 Var til dæmis að hugsa um „fjallgöngur“ bernsku minnar um daginn, mjög merkilegt umhugsunarefni! Fór í óteljandi ferðalög um Ásland með ástkærum foreldrum mínum og fleiri ættingjum hérna í gamla daga og þessi ferðalög innihéldu alltaf að minnsta kosti einn svakalegan göngutúr – að mínu mati. Hvort sem þetta var upp lítið fjall eða bara einhver ákveðinn gönguhringur var alltaf svo góð tilfinning að koma til baka og sjá bílinn bíða eftir manni (íþróttagenin komu snemma í ljós). Og alltaf vorkenndi ég fólkinu sem við mættum jafnmikið þar sem það var að byrja en við að enda – þó ég hafi verið í sömu sporum og þetta fólk stuttu áður og ekkert endilega fundist það svo slæmt. Ég var líka oft orðin ansi þreytt þegar við komum til baka svo það er kannski ekki skrýtið að ég hafi ekki getað hugsað mér að fara strax aftur af stað… Ef við vorum að labba upp eitthvað frekar bratt fannst mér nefnilega alltaf best að hlaupa bara.. ljúka þessu sem fyrst af og hljóp þá eins hratt og ég gat upp brekkur þangað til ég gat varla andað… og sama hversu erfitt þetta var langaði mig aldrei að birtast bara efst á fjallinu eða við enda gönguleiðarinnar heldur var nauðsynlegt að klára þetta allt – og vorkenna svo auðvitað þeim sem áttu það sama eftir!

Mjög hjartnæm lýsing á gönguferðum og brekkuhlaupum… en mér dettur þessi tilfinning stundum í hug þessar vikurnar í tengslum við þessa meðgöngu (ég held að ég sé búin að standa mig vel í að tilkynna fólki þetta, sorry ef einhver er að frétta þetta hér sem ætti að hafa fengið formlega tilkynningu ;)). Ég myndi ekki vilja missa af neinu, ekki vilja hoppa yfir neitt en alls alls alls ekki fara eitt skref til baka. Og ég vorkenni þeim sem eru mögulega komnir styttra en öfunda samt ekki þá sem eru komnir lengra. Ég er semsagt alltaf á nákvæmlega rétta staðnum sem hlýtur að vera ágætt 😉 Ég myndi tryllast ef einhver myndi henda mér nokkrum vikum aftur í tímann og ég þyrfti að upplifa aftur þessa endalausu ógleði og vanlíðan… en á meðan það tímabil var (sem var nú ekki beint stutt) hugsaði ég aldrei að mig langaði að hoppa nokkrar vikur fram í tímann. Almennt séð finnst mér tíminn líða svakalega hratt og næ varla sjálf að fylgjast með þessu… held að sumum fyndist ég einum of kærulaus, þarf að hugsa vikufjölda ef ég er spurð og get varla sagt að ég viti hvað nákvæmlega er að gerast á hvaða tíma – er bara upptekin við annað 😉 Fyrir utan að mér finnst þetta ennþá mjög óraunverulegt. Og þetta ER mjög óraunverulegt.

Nú er ég búin að blogga og það alveg slatti dramatískt blogg, dugleg ég! Nú get ég kannski farið að blogga um ódramatíska hluti. Enda þetta á þeim praktíska fróðleiksmola að nú eru ca tveir mánuðir og ein vika þangað til við fáum íbúðina okkar á Skaganum afhenta… svona í verkefnaskilum, prófalestri og jólastússi. Allir mega hjálpa til við flutninga 😉

Actress Moony

Á gær fórum við vinkonurnar að sjá leiksigur Moniku í Iðnó. Mæli sko alveg með því að allir drífi sig, þetta var stórleikur hjá henni 😀 Nokkur af mörgum andlitum Moony er hægt að sjá á http://www.lightnights.com, algjör snilld 😉 Þetta verður sýnt í kvöld og svo næsta mánudag og þriðjudag, allir að kíkja!

Annars er það helst í fréttum að haustið er að koma… og það er best í heimi!

Sumir dagar eru skrýtnari en aðrir…  dagurinn í gær var með þeim allra skrýtnustu.

Ég hef enga þörf fyrir að blogga um atburði dagsins en ég vildi óska þess að fjölmiðlar væru tillitssamari (sem gerist væntanlega aldrei) og ég vildi óska þess að fólki fyndist ekki nauðsynlegt að tjá sig um mál á netinu sem það hefur ekki hugmynd um… henda fram hinum og þessum tilgátum og dæma fólk sem það hefur aldrei þekkt. Aðstæður fólks og aðdragandi atburða getur verið svo miklu flóknara ferli en það sem almenningur sér… toppurinn á ísjakanum. Ég vildi óska þess að á stærsta fréttavef landsins þyrfti maður ekki bæði að lesa allt í ýktum æsifréttastíl og ofan á það tjáningar fólks út í bæ sem veit ekkert um hvað það er að tala. „Moggabloggið“ er bara ekki að virka í svona alvarlegum tilfellum. Fólk er að syrgja…

Þess bera menn sár um ævilöng ár

sem aðeins var stundarhlátur;

því brosa menn fram á bráðfleygri stund,

sem burt þvær ei ára grátur.

Drýpur sorg, drýpur hryggð af rauðum rósum….

Töskuævintýri og madame C

Á†ruverðugu blogglesendur, allir tveir!

Ég biðst afsökunar á því að hafa vanrækt ykkur, þið vitið að ég elska ykkur alltaf jafnheitt.  Ég heyrði bara einhvers staðar að ef það kæmi alvöru sumar á Áslandi mætti alls ekki hanga inni í tölvunni og ég ákvað að hlýða því. Samt er húðlitur minn ennþá sá sami og hjá Fester vini mínum í Addams fjölskyldunni, það er ótrúlega margt líkt með okkur Fester.

Á dag tók ég þátt í spretthlaupi sem fram fór á ákveðnum radíus í miðborg Reykjavíkur.. nánar tiltekið „norðan við Landssímahúsið“. Ástæðan var sú að Djonní frænka varð viðskila við ástkæra tösku sína á laugardagskvöldið. Á henni var allt sem skiptir máli… öll skilríki, sími, passi og flugmiði – í flug sem er að hefjast í þessum skrifuðu orðum. Pólitíið var búið að finna út að síminn var að senda neyðaróp af veikum mætti á þessum tiltekna radíus og þá var ekkert annað í stöðunni en að þræða hvern einasta stað sem stúlkan hefði mögulega getað stigið inn á umrætt kvöld. Ég hef aldrei farið inn á jafnmarga skemmtistaði á ævi minni… og þegar við vorum næstum því búnar að gefa upp alla von kom mesta rigning Áslandssögunnar (eða næstmesta) til að undirstrika hvað við áttum bágt. Símtöl í allar áttir björguðu því að við komumst inn á stað sem er ekkert opinn í dag… leitin þar bar engan árangur en á leiðinni út fékk gaurinn hugboð og labbaði beint að töskunni út í dimmu horni ofan á hátalara. Við dönsuðum trylltan sigurdans – tveimur tímum fyrir flug. Já já svona er alltaf spennandi í Reykjavík…

Helsta fréttin úr bloggleysinu er auðvitað sú að ég á nýja bókahillu 😉 Larson safnið fékk heiðurssess en þegar ég var að raða því sá ég að það vantar uppáhaldsbókina mína… ég hlýt að hafa lánað einhverjum mjög merkilegum þessa bók því hún er svo dýrmæt! Svo spurning þessarar færslu er: Hver er með The Curse of Madame C í láni hjá mér??? Svakaleg verðlaun í boði fyrir rétt svar!

Húsmóðir í Vesturbænum

Það er skrýtið að vinna heima, þurfa ekki að mæta á ákveðnum tíma á ákveðinn stað og stimpla sig inn. Engin smá breyting frá síðustu sumarvinnu þegar maður gat blaðrað allan daginn við PISA fólkið.

Á dag ákvað ég að gerast húsmóðurleg og afþýða ísskápinn á meðan ég var að vinna. Þessi gjörningur hlýtur að eiga öruggt sæti á topp fimm listanum yfir leiðinleg heimilisverk, fjúff…  Ég er að spá í að skrifa grein um þetta og senda hana í Velvakanda 😉

Ég þjáist af ólæknandi bloggleti…

Undanfarið er ég til dæmis búin að…….

… borða sjúklega góðan mat á Tapas barnum (sem hefði reyndar mátt koma aðeins hægar á borðið ;))

tapas.jpg

… hanga á hvolfi á leikvelli Súðavíkur… sem er einmitt styrktur af Orkunni! Mjög hressandi…

mai2007iii-080.jpg

…hitta þvottabjörn með rauðar fjaðrir….

snsh-074.jpg

… eyða frábærum degi og kvöldi með þessum yndislegu vinkonum : )

snsh-061.jpg

… og fá í leiðinni gasalega fína förðun 😉

snsh-057.jpg

…ooooog svo er ég víst að vinna líka 😉

Enn af kökum….

Það er orðin hefð að systkinabörnin mín fá að velja hvernig afmælisköku ég baka handa þeim. Yfirleitt er það ekkert mál, þau nefna einhverja teiknimynd sem er í uppáhaldi, ég google-a, teikna mynd og bý til köku. Um næstu helgi er tvöfalt afmælishald þegar Huggy verður 2 ára og um leið verður haldið upp á 5 ára afmæli Katrínar. Þegar ég spyr Hugrúnu hvernig köku hún vilji segir hún bara „ha?“ en þó hún sé nú orðin altalandi er hún einmitt á þessu skemmtilega ha-tímabili. Ég ákvað þess vegna bara að hún fengi einhvern vel valinn teletubbies gaur og veit að hún verður sátt með það.

Katrínar-kaka er hins vegar aðeins flóknara mál.  Katrín er einstaklega ó-hrifin af öllu sem telst „stelpulegt“, bleikt er ekki málið, prinsessutal ekki sniðugt og hún vill ekki eitthvað óþarfa punt. Það skemmtilegasta sem hún veit er að leika sér með bíla, sjóræningja, risaeðlur og vatnsbyssur. Strax eftir 4 ára afmælið hennar í fyrra sagði hún við mig að hún væri búin að ákveða hvernig köku hún vildi á næsta afmæli. Jebb… ég spurði auðvitað hvernig og svarið var: „Bein af dauðri risaeðlu“… hmm.. ok…..

Ég spurði hana reglulega hvernig köku hún vildi aftur fá og alltaf sama svarið…  Nú voru liðnir nokkrir mánuðir síðan þetta hafði verið nefnt og fyrst það var að koma að afmælinu ákvað ég að spyrja hvernig köku mætti nú bjóða henni….

„Manstu ekki? Bein af dauðri risaeðlu!“

Ég er að reyna að leita að einhverjum myndum á netinu en veit ekki hvernig ég á að útfæra þessa….. mjög svo eðlilegu hugmynd 5 ára stelpu af afmæliskökunni sinni. Allar hugmyndir vel þegnar 😉

…and now to something completely different!

Rögnvaldur rosakappi flaug í gegnum skoðun áðan, ég og bankareikningurinn minn erum svo glöð!

(umm… og já…. ef þið rekist á svalan hjólkopp væri eitt svona stykki vel þegið)

04052007590.jpg

Og ein hress símamynd af Lóu og Kötu svona í leiðinni… prakkarasvipur + gervibros.

Mætti halda að þær væru að leika sér með raksápu en þetta er víst aðal baðfroðan í dag,

ekkert gamaldags bubble bath lengur 😉

02052007587.jpg

Góða helgi!