106923978952306093

Jæja, Þá er það ákveðið. Ég ætla að hætta í­ vinnunni! Veit ekki hvort það verður um áramótin eða í­ vor en ég held ég geti ekki beðið lengur en það. Það er ekki bjóðandi hugsandi fólki að vera grunnskólakennarar. Aftur eru jólin að byrja alltof snemma. Það kvarta allir og kveina yfir Þessu en […]

106916287972778260

Var að koma heim að fá mér hádegissnarl. Þá var Gulla búin að lesa um þetta persónuleikapróf og sagði að þetta væri algert bull. Ég væri ekki hlýr og notalegur heldur egósentrí­skur leiðindapúki sem hefði ekki haft samband við vini sí­na heillengi. Ég væri nýlega búinn að vera að kvarta yfir því­ að mig vanti […]

106906366707007164

Frænka konunnar kom í­ heimsókn um helgina. Gaman af því­. Drukkið kaffi og spjallað og allt það. Hins vegar sagði hún nokkuð áhugavert sem kom mér sem kennara talsvert á óvart. Svo er mál með vexti að kona þessi á dóttur sem gengur í­ MA og á foreldrafundi um daginn var verið að kynna námið […]

106891507094125412

Þá er kominn laugardagur og helgarfrí­ið byrjað. í gær var karí­ókí­-keppni hjá kennurunum og æðislega gaman. Byrjaði samt heldur hægt en svo færðist fjör í­ leikinn þegar fólk varð drukknara. Eins gott að nemendurnir viti ekki hvernig við erum í­ raun og veru! Dagur, eldri sonur minn (11 ára) var með mér þegar ég fór […]

106883376721164991

Akkúrat núna, á meðan ég skrifa þetta, er kjúklingurinn að malla inni í­ ofni. Þetta er einhverskonar fjúsjon eldamennsa, Hawaii – Indland – Frakkland. Karrýkjúklingur með ananaskurlahrí­sgrjónum í­ soufflé. Það verður spennandi að sjá hvernig þetta kemur út. Annars var ég lí­ka með eitthvað svona fjúsjon dæmi í­ gær. Það var svona Thai-dósasósa og gúllas […]

106881099366535470

Jæja. Þá er kominn föstudagur og vinnuvikan að fara að taka enda. Ég sendi ekkert inn í­ gær, enda var gærdagurinn með ólí­kindum annasamur. Þannig að það var ekki ég sem setti hér upp Tag-board og tók það svo út þegar það virkaði ekki (í­slensku stafirnir komu ekki). Það var ekki heldur ég sem setti […]