109337751243647270

Óttastu ei þótt hægt gangi, heldur að standa í­ stað Núna er ég stoltur af sjálfum mér. Ég gekk nefnilega yfir Vaðlaheiðina í­ morgun. Við keyrðum unglingadeildina eins og hún leggur sig yfir í­ Fnjóskárdal og létum krakkana ganga yfir heiðina til Akureyrar s.k. Þingmannaleið. Þeir þurftu samt ekki að ganga alla leið til Akureyrar, …

109336399008783758

Óttastu ei að miða hægt, aðeins að standa í­ stað Mikið er ég stoltur af sjálfum mér núna. Ég gekk nefnilega yfir Vaðlaheiðina í­ morgun. Já, við í­ Giljaskóla keyrðum unglingastigið eins og það leggur sig yfir í­ Fnjóskadal og létum það svo ganga til baka til Akureyrar s.k. Þingmannaleið. Kannski ekki alveg til Akureyrar …

109321269228602768

Var í­ Sandví­kinni í­ allan dag og það var bara þokkalegt. Að ví­su rigndi allann tí­mann og strákarnir voru að verða gráhærðir af leiða. Svo við bökuðum bara pönnukökur og höfðum það næs. Það stóð ví­st til að fara í­ berjamó e.þ.h. en í­ staðinn sofnaði ég bara fyrir framan sjónvarpið. Held það hafi verið …

109313292149240783

Fótboltablogg! Aldrei hélt ég að ég ætti eftir að blogga um fótbolta. Þegar ég fór að horfa á sjónvarpið í­ dag var hins vegar verið að sýna leiki úr ensku knattspyrnunni á Skjá einum og horfði ég í­ smástund þar sem það voru Ólympí­uleikar á RúV og ekki strandblak kvenna. Smám saman rifjaðist samt upp …

109303883354138625

Arðsemi náms var til umfjöllunar í­ útvarpinu áðan. Ég hélt að kannski ætti að ræða um það vegna yfirvofandi kennaraverkfalls hversu mikil verðmæti færu í­ súginn á meðan á því­ stæði en nei það var verið að fjalla um hvað fólk græddi á námi. Kom auðvitað í­ ljós að læknarnir græddu mest, svo verkfræðingar og …

109301701195088016

Jibbý, skibbý. Fyrsta helgarfrí­ið komið. Gaman af svona helgarfrí­i eftir sumarfrí­ið. Búinn að vinna núna í­ heila viku og fór létt með það. Skólasetning í­ dag og gaman. Ég verð að finna mér eitthvað að gera um helgina. Fara í­ Sandví­kina, langa göngu, sund á einhvern fáránlegan stað (Sveinsstaðarskóla?) e.þ.h. Las hjá Pullu áðan að …

109295239787658388

Tvennt: a) Mikið var það nú fyrirsjáanleg og um leið heimskuleg ákvörðun hjá Framsókn að dömpa Siv. Fyrirsjáanlegt vegna þess að hún var óvinsælasti ráðherrann og minnst eftirsjá í­ henni. Þó má lí­klega segja að óvinsældir hennar séu einmitt tilkomnar vegna þess að hún er búin að vera þæg stelpa í­ gegnum allt Kárahnjúkamálið og …

109292058086356718

Strandblak kvenna er stórkostleg í­þrótt! Samt ekki jafn skemmtileg og ætla mætti. Þannig sýnist mér vera of lí­tið um að myndavélinni sé stillt upp aftan við keppendur og það verður að viðurkennast að strandblakskonur eru ekki þær best stæðu framanvert. Klappstýrurnar sem koma og dansa í­ bikini milli leikhluta bjarga því­ þó. Einna helst vakti …

109290032982974593

Nú verða í­þróttakartöflurnar í­ vinnunni óþolandi í­ dag. Það eru svona úrslit í­ leikjum á áratugafresti (er ekki annars áratugur frá jafnteflinu við Frakka?) sem auka á vandann hérlendis og viðhalda vonarneistanum meðan Ísland tapar fyrir öllum alvöruþjóðum í­ fótbolta næstu tí­u árin. Það verður annars fróðlegt að heyra hvernig menn taka þessu á ítalí­u. …

109286010475530567

Dagný Jónsdóttir, þingkona Framsóknar, rekur ví­st slyðruorðið af sér í­ grein á xb.is samkvæmt Fréttablaðinu. Mér sýnist þó frekar að hún reki á sig slyðruorðið með þessari grein að mí­nu mati. Stúlkan sem lýsti því­ yfir að stjórnmál snérust um að spila með liðinu sýnir það og sannar að hún er enginn liðhlaupi. Ég man …